Vikan


Vikan - 12.03.1987, Síða 34

Vikan - 12.03.1987, Síða 34
Sumir segjci að hún sé óróaseggurinn í annars samhentu liöi Davíðs borg- arstjóra og eini borgarfull- trúi Sjálfstœö isflokksins sem stendur uppi í hárinu á honum, hún sé veikfyrir málflutn ingi Kvennalistans og hún œtli sérjafnvel aö veröa nœsti borgarstjóri. Aðrir tala um aö seta hennar í borgarstjórn sé mikill ávinningur fyrir sjálfstœöismenn því hún geri borgarstjórnarflokk- inn menningarlegri og mannúðlegri og sé auk þess starfsöm, dugleg og fylgi málum eftir. Katrín Fjeldsted, lœknir og borg- arfulltrúi, sem þannig er talað um, lœtur ekki mikiö yfir sér en ber meö sér festu og reisn. Hún er stillileg í framkomu, brosir oft og bregöur á leik, verður stundum prakkaraleg í framan, en augun eru oft- ast alvarleg, athugul, hlý - en alvarleg. Katrín er í Vikuviðtalinu og hún er fyrst spurö umframan- grein ummœli. Viðtal: Jónína Michaelsdóttir Myndir: Vatdís Úskarsdóttir og fleiri „ Óróaseggur, já - ég get alveg_ gengist við því. En það er ekkert alvarlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir Davíð. Það er auðvelt að vinna með honum af því hann tekur rökum. Ég tel að það sé dýrmætur eiginleiki fyrir stjórn- málamann, og reyndar hvern sem er, að geta skipt um skoðun ef ný viðhorf koma fram. Það er líka ómetanlegt fyrir flokk þar sem kúltúrinn á dálítið í vök að verjast að eiga mann eins og Davíð. Það er engan veginn tímabært að tala um næsta borgarstjóra í Reykjavík og ég vona að Davíð sitji sem lengst. Varðandi sjálfa mig þá er ég að hefja mitt annað kjörtímabil og að því loknu verð ég búin að sitja átta ár í borgarstjórn senr mér þykir ærinn tími. Það er alveg óvíst að ég verði i borgarpólitík þeg- ar skipt verður um borgarstjóra. í starfi mínu í borgarstjórn hef ég kynnst góðu fólki i öllum flokkum, þar á meðal Kvennaframboðskonum. En pólitiskt á ég ekki samleið með þeim þvi þetta eru vinstri konur. Ég gæti vel hafa lent í þverpólitískum kvennahópi en ekki vinstri hópi. Það er af og frá. Miðbæjaríhald Ég er miðbæjaríhald og rótgróinn Reykvík- ingur í margar kynslóðir. Ég er alin upp á Laufásveginum í andrúmslofti sem nú er að verða fátítt. því það bjuggu íjórar kynslóðir í húsinu. Við bjuggum á neðri hæðinni en móðuramma mín, maður hennar og lang- amma min á efri hæðinni. Þetta var stórkost- legt sambýli. Tónlist var auðvitað alltaf samofin fjölskyldulífinu. Það voru flyglar á báðum hæðum því amma mín, Katrín Viðar, kenndi alltaf á píanó og móðir min. Jórunn Viðar tónskáld, var ýmist að æfa sig eða semja. Ég man fyrst eftir mér sitjandi undir flyglin- um að leika mér meðan mamma lék á hljóð- færið. Ég veit ekki hvernig hún fór að þessu en við lærðum fijótlega að sýna starfi hennar virðingu og skildum að hún var að vinna þótt hún væri inni á heimilinu. Ég man aldrei eftir að hún beitti hörku eða skömmum. Hún náði sama árangri á ljúfan máta. Ég er alin upp við að vakna við píanóæfingar og fannst það eðlilegasti hlutur í heimi. Konur í kringum mig voru píanóleikarar og það kom mikið af tónlistarfólki á heimilið, ekki síst Níni frænka min. Þuríður Pálsdóttirsöngkona, sem mamma hefur unnið mikið með gegnum árin. Ég var alltaf mjög stolt af móður minni. Hún vareina konan í tónskáldafélaginu í ára- tugi og ég gerði mér fijótlega grein fyrir að karlmaður með hennar menntun og hæfileika hefði haft betri aðstöðu til að vinna. Ég fór oft á tónleika hjá henni og ég man hvað mér þótli hún falleg á sviðinu og hvað ég naut þess að sitja í salnum og hlusta á hana. Faðir minn. Lárus Fjeldsted, var ekkert í tónlist. Hann rak heildsölu og stundaði við- skipti af lífi og sál. Hann var meira að segja alveg laglaus. En ég hef engan heyrt syngja „Oh what að beautiful morning" af meiri innlifun en hann. Leikur að læra Seinni maður ömmu minnar var Jón Sig- urðsson, skólastjóri Laugarnesskólans. Þau giftust eftir að amma hafði verið ekkja í tutt- ugu ár og kornið upp báðum dætrum sínum. Hann var af aldamótakynslóðinni og hafði drukkið í sig ungmennaielagsandann. Hann vildi ungu fólki einstaklega vel og lífsstarf hans og hugsjón var að hlúa að, mennta og styrkja æskufólk. Ég held að enginn hafi haft meiri áhrif á mig þegar ég var að alast upp en Jón Sigurðsson. Hann var afburða skóla- maður og uppalandi og Laugarnesskóli var mótaður af honum fyrst og fremst. Það þótti strangur en góður skóli og lýsti stjórnandan- um vel. En heima var hann ljúfasti maður sem ég þekkti. „Er enginn heima?" sagði ég ef Jón var ekki inni þegar ég kom heim og það seg- ir sitt um hvaða taugar ég hafði til hans. Mér fannst enginn heima ef hann vantaði. Jón kenndi mér að læra. Hann var stöðugt með spennandi verkefni til að reikna. teikna og skrifa. Hann hafði óþrjótandi hugmyndir og gerði allt nám eðlilegt, skemmtilegt og tengt daglegum viðfangsefnum. Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og gengið það vel. Það er ekki síst Jóni Sigurðssyni að þakka. Ég var miðjubarn. Ég á eldri bróður, Lár- us, og yngri systur, Lovísu. Mér þótti miðju- barnið vera útundan og langtum merkilegra að vera elst eða yngst í systkinahópi. Þegar upp er staðið hefur líklega ekkert okkar systk- inanna fengið meiri athygli en ég. Ég var oft veik þegar ég var lílil og kannski meira inni við en ella. Það var óskaplega gaman að alast upp við Laufásveginn. Þarna var mikið af trjágörðum og portum sem við lékum okkur í og þarna voru líka klárir fiokkadrættir. Það hefði ekki verið tckið í mál að neinn sem átti heima ofan við Bergstaðastræti fengi að leika sér með okkar hópi. Ég hef mjög góða reynslu af skólakerfinu. Ég hóf skólagöngu í Isaksskóla, var síðan i Laugarnesskóla og fór þá alltaf með Jóni á morgnana, Miðbæjarskólanum, landsprófi í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti og loks Menntaskólanum í Reykjavík. Ég kerði á fiðlu í nokkur ár hjá Birni Olafs- syni. Ég veit ekki af hverju ég valdi fiðlu en ekki píanó. Ætli það hafi nokkurt píanó verið laust til að æfa sig á! Mér gekk ágætlega í fiðlunáminu en skaraði ekki endilega fram úr. Ég var alltaf í tímum næst á eftir Guðnýju Guðmundsdóttur, núverandi konsertmeist- ara, og það var ekkert sérstaklega uppörvandi. Hún hafði strax þessa lífsambisjón að verða fiðluleikari, en ég var aftur á móti með margt' annað í takinu. Fiðlan er hljóðfæri sem krefst mikillar nákvæmni og það er ámátlegt að heyra illa leikið á fiðlu. Ég naut þess að spila þegar ég var búin að æfa upp lög en mér þóltu æfingarnar ekki skemmtileg iðja - og mun ánægjulegra að hlusta á Guðnýju en sjálfa mig. Það varð heldur brátt um fiðluleikinn hjá mér. Þegar ég var i landsprófi var ég fengin til að spila á árshátið og skólabróðir minn ætlaði að leika undir á píanó. Okkur gekk illa að finna tíma til að æfa saman og þegar 34 VIKAN 11. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.