Vikan


Vikan - 12.03.1987, Page 47

Vikan - 12.03.1987, Page 47
Þaö gerir þetta miklu ópersónulegra og meira spennandi, að hans sögn. Hann segist samt vera ósköp venjulegur strákur. Bon Jovi hefur sent frá sér þrjár plötur og hafa þær gengiö misvel. Fyrsta lagið, sem varö vin- sælt, heitir Runaway og næsta lag var She Don’t Know Me. Fáir ísiendingar vissu nokkuð af þessari hljóm- sveit fyrr en platan Slippery when Wet kom út en nú þegar hafa tvö lög orðið vinsæl af þeirri plötu, Living on a Prayer og You Give Love Bad Name. Living on a Prayer náði þó engan veginn skjótum vinsældum. Það var lengi vel í neðstu sætunum á vinsældalistunum hér á landi, tókst síðan að vinna sig upp á topp tíu en féll fljótlega út. Loks tók það undir sig stökk og settist á toppinn bæði hjá rás tvö og Bylgjunni. You Give Love a Bad Name fylgdi síðan fljótlega á eftir og kom sér fyrir á topp tíu. Einnig komu þeir félagar sér á toppinn í Banda- ríkjimum en þar hefur hljómsveitin notið einna mestra vinsælda og þar eru gömlu plöturnar henn- ar á listum yfir söluhæstu plöturnar. Jon segir að reyndar sé nýjasta platan ekkert öðruvísi en hinar tvær, þeir hafi bara verið svo heppnir að lög þeirra skyldu vera valin í útvarp og sé það ástæðan fyrir vinsældum þeirra. Jon leggur mikið upp úr því að líta vel út því hann segir að það séu ekki bara lögin sem skipti máli, klæðnaðurinn og sviðsframkoman hafi líka sitt að segja. Þeir eru núna á hljómleikaferðalagi sem lýkur í júlílok. Þá má búast við að þeir fari að vinna að nýrri plötu og verður gaman að fylgjast með hvort þeim tekst að halda vinsældunum eða hverfa af sjónarsviðinu. 11. TBL VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.