Vikan


Vikan - 12.03.1987, Qupperneq 52

Vikan - 12.03.1987, Qupperneq 52
Smásaga eftir Bergþóru Árnadóttur I tQefin Hún vaknaði hægt: „Af hverju hringdi klukkan ekki?“ Þegar hún opnaði augun almennilega sá hún að eiginmaðurinn svaf vært við hliðina á henni. „Hvað skyldi klukkan vera?“ Hún reyndi í hálfrökkrinu að teygja sig yfir sofandi manninn án þess að vekja hann og ná í klukkuna á nátt- borðinu hans en það tókst ekki. Hann rumskaði og pírði á hana augun. „Hvaða brölt er þetta í þér, mann- eskja?" spurði hann önugur. „Eg var bara að reyna að sjá á klukk- una,“ svaraði hún afsakandi. „Bíddu þangað til hún hringir,“ hreytti hann út úr sér og sneri sér á hina hliðina. Hún lagðist aftur og lokaði augunum. „Vitleysan í mér,“ hugsaði hún. „Auð- vitað bíð ég þar til hún hringir." En samt fannst henni eitthvað vera öðruvísi en vanalega. Hún reyndi að sofna aftur en tókst það ekki. Maðurinn hraut lágt. í nokkrar mínútur lá hún grafkyrr en hún gat ekki slakað á, hvern- ig sem hún reyndi. Hún ákvað að fara fram. Hægt læddi hún sér undan sænginni og náði sloppn- um sem lá á stól aftan við rúmið. Hann vaknaði ekki. Með sloppinn í fanginu tókst henni að komast út úr herberginu Fyrri Wuti án þess að gera hávaða. Hún andaði léttar þegar hún lokaði dyrunum og smeygði sér í sloppinn. Hún kveikti ljósið í eldhúsinu og leit á klukkuna á veggnum á móti, Hún sá vísana en enga tölustafi. Hún klemmdi aftur augun og opnaði þau aft- ur. Sama sjónin blasti við: vísarnir á sínum stað en tölustafirnir horfnir! „Hvað er eiginlega að mér?“ hugsaði hún og endurtók leikinn. En allt kom fyrir ekki. Það lók hana nokkra stund að átta sig á því hvað klukkan gæti hugsanlega verið. Annað- hvort var hún kortér eða tuttugu mínútur yfir átta eða níu. „Þetta hlýtur að lag- ast,“ hugsaði hún og fór frarn á bað. Hún leit í spegilinn og virti fyrir sér eigin mynd. „Þú ert að klikkast," sagði hún lágt við spegilinn. En þá sá hún að allt var orðið öðruvísi þarna inni. „Hvað var nú þetta?" Hún sá ekki betur en að allt letr- ið væri horfið af tannkremstúpunni. Hún leit í kringum sig og sá að sama gilti um allt inni á baðherberginu. Meira að segja orðið Gustavsberg ofan á klósettinu var ekki lengur á sínum stað. Hún þvoði sér í framan og fann að hjartað barðist óvenju ört. Hún kreisti tannkrem á tannburstann og burstaði tennurnar hratt og ákveðið. Kerfisbundið fór hún að athuga allar krukkur, pakka og túpur i skápnum. Mikið rétt, allir bókstafir og tölustafir voru horfnir. Hún var dálitla stund að finna út hvað væri dagkrenr og hvað væri næturkrem því hún var nýbúin að kaupa sér Órífleimvörur og krukkurnar voru alveg eins útlits. Hún varð að prófa bæði kremin til að fullvissa sig. Henni tókst það að lokum. Allt virtist svo tóm- legt. Henni varð litið á merkin á hand- klæðasnögunum. Þar átti að standa: MAMMA, PABBI, MARÍA, SVANUR og GESTIR en ekkert var sjáanlegt. Það kom sér vel að henni var fullkunnugt um hvar hennar handklæði var. Hún þurrk- aði sér um hendurnar og renndi greiðunni gegnum hárið. Augu hennar flögruðu unt hillur og veggi. Loks leit hún aftur í spegilinn. Hún horfði djúpt í augu sjálfrar sín. „Eg sver það, þú ERT klikkuð," sagði hún stundarhátt við spegilmyndina. Síð- an snerist hún á hæli og gekk út úr baðherberginu og inn í eldhúsið. Hún horfði á hraðsuðuketilinn. „Russel Hobbs" hafði staðið á honum kvöldið áður. Nú var svart haldið slétt og autt. \ 52 VIKAN 11. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.