Vikan - 12.03.1987, Síða 54
Smásaga eftir Bergþóru Árnadóttur
Hún leit á hilluna fyrir ofan eldavélina.
Þar voru misstór box í röðum. Á þeim
átti að standa: KAFFI, TE, SYKUR,
HVEITI, SALT en ekkert var sýnilegt.
Hún vissi auðvitað hvar allt var, það var
algjör óþarfi fyrir hana að lesa á boxin,
hún var vön að handleika þau án þess.
Hún setti vatn í ketilinn og gerði kaffi-
könnuna klára fyrir uppáhellingu. „Þetta
hlýtur að lagast þegar ég er búin að fá
mér sterkt kaffi,“ hugsaði hún. Meðan
hún hellti upp á könnuna horfði hún í
kringum sig í eldhúsinu. Það var alveg á
hreinu: alla bókstafi og tölustafi vantaði.
Hún opnaði ísskápinn og sá að það sama
hafði gerst þar inni. Ef mjólkurfernurnar
væru ekki bláar og súrmjólkurfernurnar
grænar myndi hún ekki þekkja þær í
sundur.
Hjartslátturinn var horfinn en í hans
stað komin einhver undarleg tilfmning -
eitthvert sambland af ótta og spenningi.
Þetta var allt svo furðulegt. Henni varð
litið á blaðabunkann á eldhúsborðinu.
„Blöðin," þaut í gegnum huga hennar.
Hún greip Morgunblaðið og sá að þar var
allt hvítt, nema á stöku stað þar sem
myndir voru. Allt lesmál var á brott. Hún
sá að eins var með hin blöðin í bunkanum.
„Mogginn í dag.“ Hún næstum hljóp
að útidyrunum. Blaðið lá á gólfinu: hvítt,
autt, ekkert prent, aðeins myndir. Hún
seig niður í stól í forstofunni og fletti
blaðinu hægt. „Eiríkur, ég verð að vekja
hann,“ hugsaði hún og stóð á fætur. Hún
opnaði svefnherbergisdyrnar. „Eiríkur,
Eiríkur minn, vaknaðu, það er svolítið
sem ég verð að segja þér, það hefur eitt-
hvað komið fyrir.“ Henni fannst hún
tala óvenju hægt.
„Hvað hefur komið yfir þig, mann-
eskja, geturðu ekki látið mig i friði?“
Hann var önugur og breiddi upp yfir
höfuð. Hún stóð litla stund í sömu spor-
um og eins og reyndi að koma skipulagi
á áframhaldandi aðgerðir.
Því næst gekk hún að rúminu og settist
á rúmstokkinn. „Eiríkur minn, klukkan
er örugglega orðin allt of margt, þú verð-
ur að vakna,“ sagði hún næstum blíðlega.
Hann opnaði loksins augun og horfði á
hana rannsakandi augnaráði. „Hvers
konar læti eru þetta í þér, manneskja,
þarftu að öskra svona á mig?“ Hann
reis upp við dogg. „Klukkan er ekki
búin að hringja ennþá.“ Hún tók upp
vekjaraklukkuna og rétti honum. „Gerðu
það fyrir mig, líttu á hana,“ bað hún.
Hann gerði það. Dágóða stund virti hann
klukkuna fyrir sér. Síðan svipti hann ofan
af sér sænginni og fór fram úr án þess
að sleppa klukkunni. „Hver hefur gert
þetta?“ spurði hann dálítið hranalega.
„Enginn, svo ég viti,“ ansaði hún, „þetta
bara er svona,“ hélt hún áfram. „Er bara
svona,“ át hann upp eftir henni. „Það
hlýtur einhver að hafa gert þetta, stafirn-
ir hverfa ekki svona af sjálfu sér.“ Hann
var orðinn æstur. „Hvernig á maður að
vita hvað klukkan er þegar vantar alla
stafina?“ hélt hann áfram. Hann virtist
bjargarlaus. Henni fannst hún verða að
hjálpa honum. „Það er ekki svo mikill
vandi ef maður bara einbeitir sér pinulít-
ið,“ sagði hún rólega. Henni þótti allt í
einu sem hún vissi allar lausnir á þessu
undarlega máli. Það var hún sem hafði
uppgötvað þetta fyrst.
„Sjáðu nú til, Eiríkur minn, það er allt
svona, allir bókstafir og tölustafir ERU
horfnir.“
Hann greip bók af náttborðinu og opn-
aði hana. Auðar síður blöstu við.
„Hvaða bók er þetta?“ spurði hann og
rétti hana til hennar.
„Hvernig á ég að vita það?“ svaraði
hún. „Þú varst að lesa hana i gærkvöldi,
ekki ég.“ Það var ekki laust við að hún
væri hróðug innra með sér. Hann virtist
svo hjálparvana þar sem hann stóð með
klukkuna í annarri hendi og bókina i
hinni á nærbuxunum einum fata. „Að
hugsa sér! Muna ekki einu sinni eftir því
hvaða bók hann hafði verið að lesa
kvöldið áður!“
Hún gaut augunum að sínu náttborði.
Þar lágu nokkur tímarit og ein skáld-
saga. Hún mundi greinilega hvaða bók
það var - frábær saga eftir Barböru
Kartland.
„Drífðu þig í fötin, Eirikur minn, og
fáðu þér kaffi og eitthvað að borða, ég
skal setja súrmjólk á diskinn þinn.“
Hún fór fram í eldhúsið og byrjaði að
tína til morgunverðinn. Kornflexpakkinn
var hálfasnalegur, svona án leturs, en það
var nú samt örugglega kélloggs. Sama
var að segja um súrmjólkurfernuna; hún
var bara græn og hvít með blómamynd-
um. „Falleg mynd,“ hugsaði hún og
uppgötvaði um leið að hún hafði aldrei
tekið eftir henni fyrr. Hún ætlaði að fara
að hella súrmjólkinni á diskinn hans þeg-
ar hún hætti allt í einu við, sótti mjólkur-
fernu í ísskápinn og setti hana á borðið
við hliðina á súrmjólkinni: „Best að gá
hvort hann þekkir þær í sundur.“ Hún
gat ekki varist brosi. Eiríkur kom fram
og leit á eldhúsklukkuna. „Djöfullinn
sjálfur,“ tautaði hann og hneppti að sér
skyrtunni. Því næst fór hann inn á bað
og hún heyrði hann opna skáphurðir og
gramsa. Skyndilega rak hann upp öskur:
„Hvað gengur á?“ kallaði hún. „Djöf-
ulsins djöfull,“ heyrðist frá baðinu. Hún
áræddi að kíkja inn og athuga hvað væri
að angra hann.
Þarna stóð hann með hendurnar klístr-
aðar út í hárlakki.
„Hvar er rakkremið mitt?“ Hann var
reiður. Hún benti honum brosandi á
það. „Mundu svo næst að rakkrems-
brúsinn er minni en hárlakksbrúsinn,"
sagði hún hughreystandi en hann hlust-
aði ekki, bölvaði bara í sand og ösku.
Hún fór aftur inn í eldhúsið og hélt áfram
að raða á borðið.
Einhver ólýsanleg öryggistilfmning
gagntók hana. Hún var alveg viss um að
hún hafði aldrei verið í svona góðu skapi
á mánudagsmorgni fyrr.
Hvað um það, þótt bók- og tölustafír
týndust, það kom ekkert við hana.
Sjálfstraustið óx eftir því sem hún hugs-
aði meira um það hvað þetta skipti hana
í rauninni litlu máli. Hún fór hvort eð
er ekki oft út að nauðsynjalausu, nema
af og til vestur í bæ til Jóhönnu vinkonu
sinnar. Ekki þurftu þær að nota letur til
að talast við.
Það gegndi öðru máli með veslings Ei-
rík: Hvernig átti útibússtjóri í banka að
geta unnið tölustafalaus? Það yrði ekki
einu sinni hægt að telja peningana í bank-
anum. Skyndilega flaug henni í hug að
þessir töfrar hefðu aðeins hertekið þeirra
heimili. Þetta hafði hún ekki hugleitt fyrr.
Hún minntist þcss núna að hún hafði
keypt nýja tcgund af hrcingerningacfni
siðast þegar þau fóru í Miklagarð að
versla. Hún hafði gert stofuna og eld-
húsið hrcint daginn cftir, á föstudag. Hún
mundi að þetta var afar sterkt cfni; hún
hafði orðið að grípa til gúmmíhanskanna
áðuren hún gat klárað cldhúsið. Kannski
var eitthvað undarlcgt við þcnnan
hrcinsilög, það hafði staðið utan á llösk-
unni „Klíns avei evriþing, djösl læk
magik“. Þctta mundi hún grcinilega.
Allavega var það eitthvað á þessa æið.
„Djöst læk magík". Það var lóðið.
En það var bara cin leið til að komast
að hinu sanna i málinu. „Utvarpið,"
hugsaði hún, cn þá var cins og cigin-
maðurinn hefði lcsið hugsanir hcnnar.
Hann kom út af baðinu og gekk rakleitt
að litla viðtækinu í glugganum og kveikti.
Hann virtist ekki eins æstur og fyrr cn
hún sá að hann var fölur og hendurnar
skulfu lítið eitt þegar hann sncri takkan-
M VIKAN 11. TBL