Vikan


Vikan - 12.03.1987, Side 58

Vikan - 12.03.1987, Side 58
Innrammaður gluggi. Takið eftir að efnið er skáklippt til beggja enda. Með hækkandi sól fara margir að líta híbýli sín öðrum augum. Gulleitt rafmagns- eða kertaljósið í skammdeginu gefur ölluin hlutum mýkri birtu en miskunnarlaus dagsbirtan sem ekkert fel- ur. Rykið margfaldast og óhreinindin bókstaflega æpa á mann. Það er þá sem margir sjá eitt og annað í nýju ljósi. Og það er þá sem marga langar að gera eitt og annað til að fríska upp híbýl- in; til dæmis að mála veggi eða húsgögn, skipta um áklæði eða gluggatjöld. Já, gluggatjöld eru nokkuð sem víðast hvar hefur lengj verið með svipuðu sniði, enda gefur hinn venjulegi ferkantaði glerrammi ekki ýkja mikla möguleika, ef hægt á að vera að draga tjöldin frá og fyrir. - En svo er auðvitað engin nauðsyn að draga gluggatjöld- in frá og fyrir. Það eru til ágætis rúllugardínur og annað í þeim dúr ef nauðsynlegt er að byrgja glugga. Þar með gefast margfalt fleiri möguleikar í uppsetningu gluggatjalda og þau geta meira að segja orðið augnayndi, liður í innréttingunni, en ekki aðeins ill nauðsyn. Hér sjást örfá sýnishom þar sem gluggatjöld þjóna einungis þeim tilgangi að ramma inn gluggann en em um leið áhersluauki fyrir aðra innanstokksmuni. Og svo fljóta með myndir afnokkr- um skemmtilegum hlutum. Kommóðan og stóllinn era gripir sem nýlega vora sýndir á húsgagnasýningu í Mílanó og vöktu athygli fyrir formfegurð. Þar var einfaldleikinn mest áberandi, en þó með afgerandi formum og sterkum litum. Gamla góða útvarpstækið þekkja allir en hér hefur það fengið ærlega andlitslyftingu að inn- an sem utan og er sannarlega stofuprýði. Stóll og skúlptúr - japönsk hönnun. Fagur gripur, gamla góða viötækiö!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.