Vikan


Vikan - 12.03.1987, Page 61

Vikan - 12.03.1987, Page 61
Vín.. . Guðrún er Reykvíkingur og byrjaði í Myndlista- og handíða- skólanum þegar hún var sextán ára. „Ég var alltaf ákveðin í að fara ekki í Menntó. Ég var sífellt teikn- andi og var ntikil handavinnu- kona. Svo ég ákvað að fara i Myndlista- og handíðaskólann. Líklega má segja að það hafí ver- ið einhver hugljómun því ég ákvað þetta svo að segja upp úr þurru einn daginn. Nú. ég tók inntöku- pról' og komst inn. En ég var langyngsti nemandinn og þurfti að fá undanþágu til að kornast inn í skólann." Varstu þá ekkert hissa á að komast inn? „Nei, nei," segir hún og ég velti því fyrir mér hvort hún hafi alltaf verið svona örugg og ákveðin í því hvað hún vildi. „Ég vissi alltaf að ég kæmist inn. En þarna byrj- aði lilið fyrir mér. Eftir forskólann fór ég í málaradeild. Eiginlega var málaradeildin ekki til þá. en hún var stofnuð fyrir okkur tvær sent vildurn komast í málaradeild á þesunt tíma. Ég vissi alltaf hvað ég vildi, ég vildi mála. Svo æxluð- ust málin þannig að við fórum til Parísar, vinkona mín og ég. Mér fannst París ömurleg, skólinn ömurlegur og bara allt ömurlegt. Ég var í eitt ár í París en fór svo til Múnchen. Þar komst ég inn í Akademie dc Bildenden Kúnste. Fyrst þurfti ég að ganga þessa klassísku píslargöngu, sern allir þurfa að fara í gegnum sern vilja komast inn á Akademíuna, að ganga á milli kennara með möpp- una sína. Því fyrsl þarf maður að finna kennara sem vill taka mann i sinn bekk. Þetta er eldskírn út af fyrir sig. Ég var heppin því ég komst í frjálslegan bekk og fékk mina eigin vinnustofu." Varstu þá eingöngu í mál- verkinu? „Nei, eftir smátíma gaf ég skít í málverkið og hætti alveg að mála. Ég datt alveg ofan í filósóf- ískar pælingar og fór að fást við ljósmyndun. Ég notaði sjálfa mig. minn eigin líkama, sem viðfangs- efni. Vinnustofan mín breyttist í skrifstofu og ljósmyndakompu. Mér gekk vel í skólanum. Ég vann mikið og var óskaplega áhuga- söm. En eftir tvö ár í þessum hugmyndafræðilegu spekúlasjón- um var ég búin að fá mig alveg fullsadda á myrkraherberginu og skrifstofunni. Ég byrjaði þá að mála aftur og fannst ofsalega gaman. Ég hafði orðið mikla þörf fyrir að skvetta úr klaufunum. Ég kynntist Múnchen ekkert að ráði fyrstu tvö árin sem ég var þar. Ég var alltaf í skólanum eða því umhverfi sem tengdist honum. Ég svafjafnvel á vinnustofunni. Þetta var óskaplega frjór tími hjá mér. Ég fékk svo miícla' útrás. Og ég er mjög þakklát fyrir þennan tíma og að hafa fengið þessi tækifæri. Ég kláraði skólann 1983. Loka- prófsverkefnið mitt var lit- skyggnusýning. Ég notaði tvö hundruð og fimmtán skyggnur. Mér fannst ég hafa svo mikið efni að ég gæti ekki hengt upp á einn vegg en það var það pláss sem manni var úthlutað. Fyrir þetta fékk ég verðlaun, var valin besti nemandi sem útskrifaðist það árið. Skólastjórnin velur árlega einn af þeim sern útskrifast til að kynna út á við með einkasýningu. Verðlaunin voru fimm þúsund mörk sem áttu að standa undir kostnaði af veglegum katalog urn sýninguna. Þetta var í fyrsta sinn sem útlendingur varð fyrir valinu. Eitthvað fór það fyrir brjóstið á menntamálaráðuneytinu í Bayern því það tók tvo mánuði að fá þá þar til að santþykkja og greiða út verðlaunin. Síðan fékk ég styrk frá Engelhorn Stiftung zur Förd- erung bildender Kunst Gmbh. Fyrir styrkinn átti ég að kaupa efni. Það gleymdist bara að gera ráð fyrir að ég þyrfti að éta. Það er enn svo ríkjandi þessi hugsun- arháttur að listamenn eigi að svelta fyrir listina og eigi bara að vera þakklátir fyrir það sem að þeirn er rétt. Það var hálfgert sjokk að hætta 11. TBL VIKAN 61

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.