Vikan


Vikan - 26.03.1987, Side 5

Vikan - 26.03.1987, Side 5
32 Helgi Björnsson, leikari og tónlistar- maður, er í Vikuviðtalinu. Hann er bláeygur ungur piltur að vestan og hefur staðið sig vel I samkeppninni fyrirsunnan. 43 Póstur Vikunnar er á sínum stað en örlítil útlitsbreyting hefur orðið á honum og næsta nágranna hans, draumráðandanum. 44 Barna-Vikan sýnir nokkrar skemmti- legar myridir af krökkum á öskudag- inn. 46 Mannætuhákarlar og fleiri aðilar sem höfundur bókarinnar Ókindarinnar hefur kynnst. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON, formaður Félags íslenskra iðnrekenda og frambjóðandi í Reykjanes- kjördæmi í komandi kosningum, verður næsti viðmælandi í Vikuviðtali. Víglundur hefur í mörg ár verið í fremstu víglínu iðnrekenda en nýlega skipaði hann sér í framvarðasveit stjórnmálamanna. Víglund- ur hefur ekki farið í grafgötur með skoðanir sínar á málum hingað til og því má búast við hressilegu Vikuviðtali. Það er Arnar Páll Hauksson, fréttamaður á Bylgjunni, sem tekur viðtalið við Víglund. Handavinnuþátturinn. 52 Daninn raunamæddi, skemmtileg saga og ögn öðruvísi en við eigum að venjast. 57 Sissú eða Sigþrúður Pálsdóttir er ung myndlistarkona sem eftir hefur verið tekið. Hún er I þætti okkar sem ber yfirskriftina Lífoglyst. FLUGSTÖÐIN á Keflavíkurflugvelli verður sennilega tekin í notkun í aprílmánuði. Vikan brá sér þangað og skoðaði þessa glæsilegu byggingu í fylgd húsa- meistara ríkisins, Garðars Halldórssonar, sem hannaði stöðina. FERMINGAR. Eins árviss viðburður og koma kríunn- ar í Tjarnarhólmann eða lóunnar á vorin eru ferming- arnar. Það er langur aðdragandi að sjálfri fermingarat- höfninni, mikið tilstand þegar dagurinn rennur upp. Vikan lítur á fermingar frá ýmsum sjónarhornum í næsta blaði. FÓLKSBÍLL, sem einu sinni var óefnilegt brak en er í dag með glæsilegustu kerrum landsins, er í eigu Sigurjóns Magnússonar, bifvélavirkja á Ólafsfirði. Sigurjón hefur unnið það þrekvirki að gera bílhræ að glæsivagni sem við birtum myndir af í næsta tölu- blaði Vikunnar. HALLDÓR B. RUNÓLFSSON listfræðingur spjallar um nútímalist.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.