Vikan - 26.03.1987, Side 6
N
nu»s
lclflói
iLondon
Borðið svignaði undan dýrindis krásum...
Það var erilsamt að kvöldi laug-
ardagsins sjöunda febrúar í
Westminsterhverfinu í Lundúna-
borg. Hverfið var bókstafiega
krökkt af vörðum laganna og var
varla hægt að þverfóta (ef til vill
væri nær að segja þverbíla) fyrir
rútum, bæði stórum og smáum,
kúffullum af lögregluþjónum.
Ennfremur mátti sjá íjöldann all-
an af prúðbúnu fólki (með og án
axlapúða), ákveðnu á svip, sem
stefndi á St. Ermins hótelið.
Prúðbúna fólkið kom kunnug-
lega fyrir sjónir - enda var það
líka alveg á hreinu: Það átti að
blóta þorra karlinn þetta kvöld
þama á hótelinu. Þetta með lögg-
una var aftur dularfyllra; ég veit
að við íslendingar fáum okkur
stundum of mikið neðan í því, en
var þetta nú ekki fullmikið af því
góða? (Það voru að minnsta kosti
fimm stórar rútur og sjö litlar á
staðnum, kúffullar.) Eða voru
þeir ef til vill að fara í heilsubót-
arfrí lögregluþjóna til Týról? Og
ef svo er, syngja þeir þá rútubíla-
söngva á leiðinni? Forvitnin var
alveg að drepa mig svo ég spurði
einn þeirra sem stóðu fyrir utan
eina rútuna og var ábúðarmikill á
svip, en hann var ekki lengi að
sprengja sápukúludrauminn minn
um syngjandi lögregluþjóna á leið
í frí. Þeir voru á leiðinni til Wapp-
ing til að flengja óþekkan verk-
fallslýð ef hann ekki hagaði sér
skikkanlega. Ég ákvað að spyrja
ekki um rútubílasöngvana en snúa
mér þess í stað að þorrablótinu
svo ég kvaddi kurteislega og ósk-
aði góðrar ferðar.
St. Ermins hótelið beið mín
uppljómað og þorralyktina lagði
langt út á götu. Allir þeir íslend-
ingar, sem vettlingi gátu valdið,
hvort sem þeir voru búsettir hér
í landinu eða bara staddir hér í
skyndiferð, voru mættir á staðn-
Steindór Óiafsson, formaður Is-
lendingafélagsins, bauð gesti
velkomna.
um, harðákveðnir í að blóta
þorrann svo að um munaði.
Stjórn íslendingafélagsins var bú-
in að sitja bálsteytt við skipulagn-
ingu og undirbúning vikum
Veislustjóri var séra Jón Baldvins-
son.
saman, og nú var stundin runnin
upp. Salurinn var þéttskipaður
þorragestum, brennivín á öllum
borðum (sem sendiherrann hafði
gefið af mikilli rausn) og á miðju
gólfi svignaði hlaðborð undan
dýrindis þorramat - þess konar
krásum sem forfeður okkar létu
sig dreyma um á meðan þeir
tuggðu handrit og drápust úr hor.
Formaður félagsins, Steindór Ol-
afsson, bauð gesti velkomna en fól
síðan veislustjórn í hendur séra
Jóni Baldvinssyni. Hann byrjaði á
því að láta menn syngja Þorra-
þrælinn en bauð gestum síðan að
gera svo vel. Létu menn ekki segja
sér það tvisvar og lögðu til atlögu
og veitti ýmsum betur. Eftir mjög
tvísýna baráttu varð maturinn að
láta í minni pokann en það var
mál manna að hann hefði verið
mjög girnilegur og vel úti látinn.
Heiðurinn af framreiðslunni átti
Úlfar Eysteinsson matsveinn sem
hefur flogið yfir pollinn mörg
undanfarin ár til að seðja útlæga
landa sína á þorranum. Ekki má
heldur gleyma því að St. Ermins
hótelið afhendir íslendingafélag-
inu heilt eldhús til umráða einu
sinni á ári og sýnir það ekki svo
Texti: Björg Árnadóttir. biaðamaður Vikunnar í London
Myndir: Kristinn Ingvarsson
6 VIKAN 13. TBL