Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 10
STEFNUMOT
VTÐDAUÐÆNN
Frasögxi eftir sir Victor Goddard. flugznarskalk
r
meðal margvíslegra ævintýra, sem ég
hef lent í um dagana, þykir mér
skemmtilegast að segja frá þessu. Það
er engin furða þar sem ég er hetja sög-
unnar eða þrjótur - það fer eftir því hvernig
menn taka því. Ég segi þessa sögu oft mér
og vinum mínum til skemmtunar. Sérhver
hinna er komust af hefur sína sérstöku útgáfu
af sögunni og getur enginn svarið að það sé
hin sanna og rétta frásögn af atburðinum.
Það var aðeins ég sem þekkti sannleika og
leyndardóm þessa atburðar. Ég vissi nokkuð
sem ég reyni ekki að taka tillit til en varð
fyrst og fremst að ganga út frá - ekki til að
bjarga eigin lífi, það hafði ég enga von um -
heldur til að bjarga hinum. Líkurnar á því
að farast lágu eins og mara á mér. Vegna
þjónustu minnar í bresku herstjórninni hef ég
breytt nokkrum nöfnum.
Ég hafði verið atvinnuflugmaður í mörg ár
og lent í ýmsum óhöppum en í mér var aldr-
ei neinn beygur út af því. Samt sem áður leið
mér alls ekki vel daginn sem við áttum að
fljúga frá Shanghai til Tókíó.
Þetta var nokkrum árum eftir lok síðari
heimsstyrjaldar. Ég hafði verið yfirmaður alls
herafla konunglega nýsjálenska flughersins á
Kyrrahafi og seinna stjórnandi í konunglega
breska flughernum í Burma og Malasíu í tvö
ár. Nú var ég á leið heim með millilendingu
í Tókíó. Mountbatten flotaaðmíráll hafði lán-
að mér flugvél sína, Sister Ann. Hvers vegna
var mér svona innanbrjósts þegar ég átti að
fljúga í svona traustri flugvél og með svona
reyndri áhöfn? Ég var í engum vafa um að
allir sem flugu með mér voru í lífshættu. En
ég gat ekki beðið þá að halda sig á jörðu
niðri. Hvernig gat ég sem flugmarskálkur sagt
þeim að ég hefði fengið aðvörun í draumi?
Þetta hafði átt sér stað í kvöldverðarboði
í Shanghai kvöldið áður. Ég var að tala við
vin minn þegar ég heyrði á samtal tveggja
manna. „Atti þetta ekki að vera boð fyrir
Goddard flugmarskálk?11 spurði annar. „Jú,
rétt er það,“ svaraði hinn. „Hvers vegna
spyrðu?" „Hann er dauður! Hann dó í nótt
þegar flugvél hans fórst." Maðurinn þóttist
vera alveg viss í sinni sök. Ég sneri mér hægt
við. Sá er þetta hafði mælt, breskur yfirfor-
ingi, leit sem snöggvast á mig og hljóðaði síðan
er hann hafði borið kennsl á mig. „Að mér
lifandi,“ sagði hann, „ég biðst innilega afsök-
unar! Ég á við að það gleður mig svo
sannarlega að sjá þig - þetta er aldeilis undar-
legt! Skilurðu, mig dreymdi svo undarlega í
nótt sem leið, ég hélt satt að segja að draumur-
inn væri sannur.“ Ég brosti: „Eg er ekki allur
enn. Hvað dreymdi þig? Hvar átti óhappið
sér stað?“ „Á grýttri strönd að kvöldlagi, í
hríðaréli. Það var í Kína eða Japan. Þið höfð-
uð flogið í skýjum yfir fjallið - verið í loftinu
lengi... Ég sá slysið.“ „Hvernig flugvél var
þetta?" „Venjuleg flutningavél, ef til vill Da-
kota.“ Sister Ann var DC-3 Dakota. „Sástu
í draumnum hvernig samferðafólk mitt leit
út?“ „Já,“ svaraði hinn með hægð, „áhöfn frá
konunglega breska fiughernum og þrír
óbreyttir borgarar, tveir menn og ein kona,
öll ensk.“ „Þakka þér fyrir," sagði ég, „þetta
er mikill léttir. Þér eruð ekki berdreyminn
vegna þess að í fiugvélinni verður aðeins
áhöfnin, auk mín, engir óbreyttir borgarar.“
Við ræddum svo saman í stuttan tíma og síð-
an skildi leiðir okkar. Ég sá hann aldrei eftir
þetta.
Þrír óbreyttir borgarar
Nokkrum mínútum síðar kom Seymour
Berry frá Daily Telegraph í London til mín
og spurði: „Get ég fengið að sitja með þér til
Tókíó? Ég hef þegar spurt flugmann þinn.
Ég vona að þú hafir ekkert á móti því?“
Spurningin kom eins og reiðarslag yfir mig
en ég svaraði: „Nei, ég hef ekkert á móti því.
Það er nóg pláss. Brottför er ákveðin klukkan
6.30 í fyrramálið." En innst inni var ég hrædd-
ur við að taka hann með þótt hann væri
aðeins einn óbreyttur borgari.
Sama kvöldið borðaði ég kvöldverð með
Georg Ogden, breska aðalkonsúlnum í
Shanghai. Ogden sat og talaði um ferð mina
þegar kínverski þjónninn hans kom inn með
símskeyti. Ogden las það en rétti mér það
síðan og spurði: „Er mögulegt að fá far með
þér í fyrramálið?" Hvernig gat ég sagt nei?
Símskeytið var frá utanríkisráðuneytinu.
Ogden varð að komast á ráðstefnu í Tókíó
eins fljótt og auðið yrði. Ég hugsaði sem svo:
Tveir óbreyttir borgarar, Bretar, en engin
kona. Auk þess var það fyrir neðan allt vel-
sæmi að vera hræddur við martröð annarra.
Áður en við stóðum upp frá borðum kom
þjónninn með enn eitt símskeytið. Ogden
mælti: „Það er best að þú lesir þetta líka, það
er frá fulltrúa okkar í Tókíó.“ „.. .ég hef eng-
an steingervingafræðing á ráðstefnunni," las
ég, „þakklátur ef þér getið tekið einn farþega
með.“ „Viljið þér aðstoða mig við þennan
farþega líka?“ spurði Ogden. „Það verður að
vera svo. Við tökum steingervingafræðinginn
með,“ svaraði ég nöldrandi, „það er að segja
ef það er karlmaður." „Þetta er því miður
kvenmaður, en gerir það nokkuð til?“ Mér
féllust hendur: Þrír óbreyttir borgarar og einn
þeirra kvenmaður.
Þetta var gráleitur, drungalegur morgunn á
Shanghaifiugvelli. Ogden kom og með honum
Dorita Breakspear, há, ljóshærð kona á þrí-
tugsaldri. Hún trúði mér fyrir því að þetta
væri hennar fyrsta fiugferð. „En ég hlýt að
lifa það af,“ sagði hún. Þessi hughreystingar-
orð hennar skárust í gegnum mig og ég leit
af henni og út á fiugbrautina, þar sem Don
Campell rnajór, fiugstjóri Sister Ann, kom
gangandi. Hann var ekki allt of glaður að
sjá. „Daginn, Campell! Hvernig er veðurspá-
in?“ spurði ég. „Ekki sem verst. Hundrað og
fimmtiu kílómetra frá Tókíó eru skýjabólstr-
ar. Ætli við verðum ekki einar sex klukku-
stundir á leiðinni." Með þessum orðum
stigum við um borð og stuttu seinna sveif
Sister Ann yfir Shanghai og tók stefnu á
Tókíó eða - ég reyndi að láta það vera að
hugsa um þennan bjánalega draum.
Eftir draumnum að dæma átti fiugvélin að
10 VIKAN 13. TBL