Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 55
- Mansfield, segi ég. - Aldrei í lífinu hef ég orðið jafnglaður að fyrirhitta gamlan vin. - Hvað áttu við? segir Mansfield. - Ég er enginn gamall vinur þinn. Ég er ekki einu sinni nýr vinur þinn, Hammer. Ertu í alvöru kval- inn? - Hræðilega, segi ég. - Vertu svo góður að koma mér til læknis. Við þetta hlær hann aft- ur, ha, ha, ha, og segir: - Hammer, alla mína starfsævi hef ég verið að vonast til að fá að horfa upp á leiklistargagnrýnanda þjást og þú hefur enga hugmynd um hversu mikla ánægju þú ert nú að veita mér og mér finnst það ekki nema mátulegt á þig að þú kveljist með ópum og óhljóðum og öðru tiltæku. Ég er hér aðnjótandi forréttinda sem hver leikari myndi gefa trilljón dollara fyrir að fá að njóta. - Heyrðu nú, Mansfield, segi ég. - Vertu svo vænn að hætta þessu spaugi og farðu með mig eitthvað. Ég er mjög þjáður. - Ha, ha, ha, ha, hlær Mansfield Sothern. - Hammer, ég get ekki komið þér til læknis því það lítur út fyrir að Þýskararnir séu komn- ir á milli okkar og umráðasvæðis okkar. Ég er hræddur um að þeir hafi kálað því sem eftir var af herdeildinni minni. Það var bara fyrir heppni að ég komst undan og sjá, ég rekst á þig. Ég held að það séu engir óvinir í grenndinni rétt þetta augnablikið - svo ég ætla að tosa þér inn í þessa byggingu þarna en það er ekki af því að ég hafi samúð með þér heldur einungis vegna þess að ég vil hafa þig hjá mér og horfa á þig þjást. Svo tekur hann mig í fangið og ber mig þar inn sem virðast vera rústir af gamalli krá þó hvorki sé lengur á henni þak né gluggar eða dyr og veggirnir virðist óstöðugir eftir of margar sprengingar. Hann setur mig niður á gólfið, þvær sár mín með vatni úr brúsanum sínum og setur súlfaduft á, veður elginn linnu- laust á meðan. - Hammer, segir hann, manstu kvöldið þegar ég lék Hamlet og þú slóst mig kaldan? Þú ert nefnilega engu meira kvalinn en ég var þá. Ég dó tíu þúsund sinnum þegar ég las gagnrýnina þina. í ofanálag snerir þú svo hug ungfrú Cooper frá mér þvi hún heldur að þú sért mikill gagnrýnandi og þegar þú segir að ég sé vondur Hamlet þá trúir hún því og slít- ur trúlofun okkar. Hún segist ekki geta afborið tilhugsunina um að vera gift vondum Hamlet. Hammer, segir hann, er ég vondur Hamlet? _ . - Mansfield, segi ég, ég iðrast þess að hafa valdið þér hugarangri. - Ég heiti herra Sothern þegar þú átt í hlut, segir Mansfield. - Hammer, segir hann, ég heyri sagt að þú hafir einungis séð tvo þætti af þessari sýningu minni. Það er satt, segi ég. - Ég þurfti að flýta mér til baka á skrifstofuna að skrifa leik- dóminn. - Hvernig dirfistu, segir hann, að dæma hæfileika listamanns af svo lítilli kynningu? Fékk afbrýðisemi þín út af ungfrú Channelle Cooper þig til að gleyma að þú ert mannleg vera? Gerði hún úr þér híenu eða eru bara allir gagnrýnendur í eðli sínu híenur eins og mig grunar? - Mansfield, segi ég, þó ég viðurkenni að bera hlýjan hug, já og raunar ást, í bijósti til ungfrú Channelle Cooper þá leyfi ég tilfinn- ingum mínum aldrei að hafa áhrif á starf mitt. Þegar ég fullyrði að þú sért vondur Hamlet er það heilög sannfæring mín og nú, sem ég líð píslir fordæmdra, fullyrði ég það enn og aftur. - Hammer, segir Mansfield Sothem, hlust- aðu nú á mig og leggðu þig vel eftir, þvi nú ætla ég að fara með greftrunaratriðið úr Ham- let - sem þú aldrei sást - og þú getur þá sagt mér á eftir hvort Barrymore, Leslie Howard eða Maurice Evans hafi nokkru sinni flutt það betur. Og heldurðu ekki að hann taki svo upp stóran stein af gólfinu, geri sig til og taki að þyija. „Æ, veslings Jórik; ég þekkti hann, Hóras; taumlaus galgopi og fyndinn svo af bar; hann hefur borið mig á bakinu þúsund sinnum; og nú hryllir mig við að hugsa til þess, ég fæ velgju af því. Hér héngu varimar, sem ég hef kysst, ég veit ekki hvað oft. Hvar eru nú háðs- glósurnar? ærslin? söngvarnir? öll þau leiftur af spaugi sem vöktu þrumandi hlátrasköll kringum borðið: Er ekki eitt eftir til að hæð- ast að þínu eigin glotti? eilíf munnherkja? Gakktu nú til dyngju frúarinnar, og seg henni, að þótt hún maki sig þumlungs þykkum farða, þá eigi hún þenna fríðleik í vændum; komdu henni til að hlæja að því. Heyrðu Hóras, segðu mér eitt." Nú gerir Mansfield hlé og lítur á mig og segir: - Svona nú, Hammer. Þú ert Hóras. Láttu mig fá stikkorðin. Ég reyni að muna hvað það er sem Hóras segir á þessum stað í leikritinu og loks segi ég: - Hvað þá? - Nei, nei, segir Mansfield. - Ekki „hvað þá“ heldur „hvað er það". Og svo leyfir þú þér að finna að við mig. - Allt í lagi, Mansfield, segi ég. - Hvað er það, herra? Og Mansfield segir: „Heldur þú að Alexander hafi borið þennan svip í gröf- inni?" „Einmitt þennan," segi ég. „Og þennan þef? Svei," segir Mansfield og grýtir um leið steinunum í gólfið en í sama bili heyri ég annan hávaða og lít í kringum mig. Sé ég þá ekki í dyragættinni tvo þýska liðsforingja, rykuga upp fyrir haus, og annar þeirra segir á ensku sem svo: - Hvað er hér um að vera? Mér er eins og nærri má geta nokkuð brugð- ið að sjá þessa náunga en Mansfield Sothem virðist ekki veita þeim eftirtekt og heldur áfram að þylja hárri röddu. - Hann er leikari í borgaralegu lífi, segi ég við Þjóðverjann. - Hann er rétt í þessu að kynna mér túlkun sína á Hamlet. „Lítið skal leggjast fyrir oss kappana, Hór- as,“ segir Mansfield Sothern. „Því skyldi ekki ímyndunin elta hið göfuga duft Alexand- ers. ..“ „Þangað til það finnst rekið í sponsgat," botnar Þjóðverjinn og Mansfield lítur á hann og se.gir: „Þamgað til hún finnur það“ ekki „það finnst. “ - Ein'mitt, segir Þjóðverjinn. - Jæja, en þið eruð hér með teknir höndum. Ég sendi undir eins nokkra hermenn að sækja ykkur. Gerið enga tilr.aun til að flýja héðan því að við erum búnir að .umkringja bæinn og þið yrðuð skotn- ir. Því næst hverfa náungamir tveir á brott og Mansfield hættir strax að þylja og segir: - Við sku.lum hundskast héðan. Það er að verða dimrnt úti og ég held að okkur kynni að takast að flýja. Ertu ennþá sæmilega illa haldinn, Hammer? - Já, segi tíg. - Og ég er ófær um að ganga svo mikið sem eitt hænufet. Mansfield hlær þá og tekur mig aftur upp, svo léttilega sem ég væri ekki annað en vind- belgur og ber mig þar út sem bakdymar mundu hafa verið. En áður en við höldum út á bersvæðið leggst hann á grúfu á jörðina og segir mér að slkríða upp á bakið á sér, krækja handleggjunum utan um hálsinn á sér og halda fast, hvað ég geri. Síðan tekur hann að skriða áfram eins og skjaldbaka og ég er skel- in á henni. Auðvitað miðar okkur hægt og allt í kring- um okkur i miyrkrinu heyrum við menn vera að tala samani á þýsku. Með nokkuirra metra millibili verður Mans- field að nemai staðar til að hvíla sig og ég velti mér af baki hans þangað til hann er tilbú- inn að leggja í hann aftur og í einum slíkum áningarstað hvíslar hann: - Hammer, þjáistu enn? - Já, segi é;g. - Gott, segir Mansfield og heldur áfram að skríða. Ég veit ekki hversu lengi hann skreiðist svona áfram með mig í farteskinu því ég er farinn að verða dálítið vankaður þama en ég rrian eftir að hann hvíslar fyrir munni sér si- svona: „Sú mold, sem fyrr á heimsins hástól sat, heftir nú vetrar-næðing innum gat.“ Nú, jæja. Mansfield skríður og skríður uns hann skríður með sjálfan sig og mig beint í fangið á okkar mönnum og það næsta sem ég veit til mín er að ég ranka við mér á sjúkra- húsi og hver situr þar við hlið mér nema Mansfield Sothern og er hann sér að ég er vaknaður segir hann við mig sem svo: „Hóras, ég dey.“ - Mansfield, segi ég, viltu hlífa mér við öllu spaugi og lofa mér að þakka þér fyrir að bjarga lífi mínu. - Hammer, segir hann, ánægjan er öll mín "megin. Meðan ég var að skríða með þig (og mér er sagt að þetta sé nýtt heimsmet í því að skríða með annan mann á bakinu) jók mér afl sú tilhugsun að á baki mínu hefði ég 13. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.