Vikan - 26.03.1987, Page 62
- En eru þá figúrurnar þínar
ekki jarðneskar?
Nú brosir Sissú. „Ég hef oft
verið spurð að því hvers vegna ég
máli svona skrímsli. En figúrumar
mínar eru ekki afskræming á
manninum. Fólk mistúlkar það
oft. Þær eru miklu frekar tákn-
rænar fyrir málefni, öfl eða krafta.
I myndlistinni reyni ég að draga
fram og túlka það sem býr innra
með mér. Það er hugmyndaflugið
sem heldur manninum lifandi í
náttúrunni. Þegar ég'er spurð af
hverju ég máli ekki landslag svara
ég því til að fyrir mér sé liturinn
nægilega mikil náttúra út af fyrir
sig. Litir eru stór þáttur af líkam-
legri vellíðan nokkar. Ég hef til
dæmis aldrei efast um að það séu
til mörg líf. Sálin verður að ganga
í gegnum mörg stig. Ef fólk er
ekki opið er það vegna þess að
það gefur sér ekki möguleika á
að opna sig og líta inn í aðra
heima og sinna öðru en sínum lík-
amlegu þörfum.“
- Ertu þá þeirrar skoðunar að
maðurinn hafi kæft meðfæddan
hæfileika sinn til að skynja og lifa
með litum?
„Litir hafa áhrif á líffæri jafnt
og á sálina. Ara mannsins er til
dæmis i litum. Fólk getur líka
verið alveg litlaust en þá er það
svo sjálfskapað. Fólk getur ráðið
miklu meiru um heilsu sína en það
gerir. Ég hef upplifað í þunglynd-
iskasti að mála allt svart.“
- Finnst þér svart vera litur?
„Já, svo sannarlega. Svart er
litur - magnaður litur. Hann er
hluti af allri myndbyggingu. Það
.útlínast líka allt með svörtu. Hvítt
er líka litur. En það þarf miku
fleiri liti til að ná upp mynd-
byggingu."
Þótt Sissú vinni eingöngu í olíu
á striga hefur hún líka unnið við
fleiri miðla, eins og pastel, grafik
og myndbönd.
„Myndbandið togaði mikið í
mig. Ég bara hreinlega réð ekki
við tækin. Það sem mér finnst
slæmt er að hér eru ekki til svona
listamannaverkstæði eða „work-
shops“. Ef ég gæti komist inn á
grafikverkstæði eða einhver verk-
Stelling. Olia á striga.
stæði myndi ég að sjálfsögðu
vinna í miklu fleiri efnum. Mér
finnst stundum að ég sé stöðnuð
í gamla tímanum hér heima og
það er nú helst það sem ýtir und-
ir landflótta hjá manni. Skólarnir
úti toga í mann af því að þar er
öll þessi fullkomna aðstaða. Það
eru ekki endilega kennararnir.
Kennslan byggist miklu frekar
upp á að brjóta mann niður. Það
er sálfræðin hjá þeim að herða
fólk fyrir samkeppnina.“
Sissú hefur tekið þátt í mörgum
samsýningum erlendis og hér
heima hefur hún haldið fjórar
einkasýningar en aldrei í neinu af
hinum opinberu galleríum eða
sýningarsölum. Hún hefur sýnt
verk sín í Gallerí Bleikfriði, versl-
unarhúsnæði við Laugaveginn, á
Café Gesti og nú síðast í Gallerí
Jútópíu. Þegar ég spyr hana
hverju sæti, af hverju hún hafi
aldrei sýnt i opinberum, viður-
kenndum galleríum, segist hún
ekki vera ánægð með þau eins og
þau eru. „Auk þess hefur mér
aldrei staðið það til boða. Listin
á alls staðar heima,“ segir hún.
„Hún er ekki gerð til að hanga á
sértilgerðum veggjum og að
ákveðinn hópur fólks ákveði hvað
skuli metið og hvað ekki. Þegar
ég sýndi hér heima árið 1983 og
svo núna þá þurfti ég að sýna til
að hreinsa út hjá sjálfri mér. Það
er að sjálfsögðu miklu meiri vinna
að sýna í svona húsnæði en þar
hefur maður svo miklu meiri
möguleika en i galleríi. Maður
þarf að mála, sjá um lýsingu og
svo framvegis. Þegar ég sýndi í
Galleri Bleikfríði fann ég þetta
verslunarhúsnæði sem ég fékk
endurgjaldslaust. Á þeirri sýningu
stillti ég upp bleikri brúðu - Bleik-
fríði - sitjandi við skrifborð.
Brúðan átti að tákna umboðs-
manninn og skrifborðið báknið.
Hvort tveggja var táknrænt fyrir
stöðu listamannsins gagnvart
kerfinu og þessa tvo ólíku heima.
Þarna gat ég leikið mér með hluti
sem ég hefði ekki getað í venjulegu
galleríi. Það eru til ótal staðir þar
sem hægt er að gera svo miklu
meira. Fólk er líka oft feimið við
að fara í galleríin. Það heldur að
það þurfi að kaupa og hefur oft
minnimáttarkennd gagnvart mál-
verkunum, heldur að það skilji
þau ekki. Svo er það líka alltaf
sama fólkið sem fær boðsmiða á
sýningarnar. Það er fólkið á
tölvulistunum."
62 VI KAN 13. TBL