Vikan


Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 24

Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 24
Marsipanbitar og núggatsnittur 500 gr búttedeig, 200 gr smjör; Marsipanrúllur: 100 gr marsipan, um 45 afhýddar möndlur. Núggatsnittur: 2 msk. malaðar heslihnetur, 100 gr núgat. Búttedeigið hnoðað með smjörinu og 2 msk. af vatni. Deigið kælt í 30 mínútur. Marsipanrúllur: Helmingnum af deiginu rúllað út milli tveggja plastfilma þar til það myndar ferning, um 22 cm á kant. Ferning- urinn þakinn með marsipaninu og deigið síðan brotið til helminga þannig að það myndi eins konar pakka. Deigið bútað í lita bita og á hvern þeirra er sett ein mandla. Sett á vel smurða, eða bökunar- pappírs lagða, plötu og bakað í 175° C heitum ofni í um 25 mínútur. Núggatsnittur: 2 msk. malaðar heslihnet- ur, 100 gr. núggat. Deiginu rúlluð út milli tveggja plastfilma þar til það myndar fer- hyrning um 20x30 cm. Heslihnetum og nokkuð stórum bitum af núggat dreift yfir deigið. Deiginu rúllað upp langsum og rúll- an sneidd í snittur (sjá mynd). Sett á vel- smurða, eða bökunarpappírslagða, plötu og bakað í 175° C heitum ofni í um 25 mín- útur. Kælt og síðan eru snitturnar skreyttar með bráðnu hjúpsúkkulaði. (Ath. hægt er að panta búttedeig í flestum bakaríum). Barna-jólakökur með súkkulaði eða vanillu bragði Súkkulaðideig: 400 gr hveiti, 200 gr hakkaðar heslihnetur, 50 gr kakó, 1 tsk. kanill, 150 gr smjör eða smjörlíki, 200 gr sykur, Va tsk. hjartarsalt, 1 1/2 dl mjólk. Vanilludeig: 600 gr hveiti, 200 gr smjör eða smjörlíki, 200 gr sykur, 4 msk vanillusykur, 1 tsk. salt, Va tsk. hjartarsalt, 2 dl mjólk. Deigið í báðum uppskriftum er hnoðað, þar sem þurrefnum er fyrst blandað vel saman og smjörið mulið í og þessu blandað saman þar til smjörið og þurrefnin hafa samlagast í litlar kúlur þá er vætt í með mjólkinni og deigið hnoðað þar til það er slétt. Látið deigið standa í a.m.k. eina klst. á köldum stað (það geymist reyndar vel í kæliskáp í eina 14 daga). Af deiginu er síð- an tekin góð klípa og því rúllað út á hveiti stráðu borði þar til það er um 'A cm á þykkt. Fígúrur skornar út og þær skreyttar með bútum úr hinu deiginu (sjá mynd) og síðan raðað á vel smurða, eða bökunar- pappírs lagða, plötu. Bakað í 175°C heitum ofni í um 15 mínútur. Kælið kökurnar vel og síðan má skreyta þær enn frekar. Skreyting: Hægt er að búa til hár á fígúrur með því að kreista deig í gegnum hvítlaukspressu og setja á fígúruna áður en bakað er. Þegar búið er að baka er hægt að smyrja bráðnu hjúpsúkkulaði hér og þar á fígúrurnar og strá skrautsykri yfir. Aníshringir 2 egg, 250 gr sykur, 200 gr hveiti, 1 tsk. anis, malaður, 1 sítróna. Egg og sykur þeytt vel saman. Hveiti, anis og rifnum berkinum af sítrónunni blandað í. Deigið er sett í smákökusprautu og stórt stjörnulaga munstur valið á túðuna. Hringjum er sprautað á vel smurða, eða bökunarpappírs lagða, plötu. Látið standa yfir nótt. Sett inn í 175 °C heitan ofn og bakað í um 25 mínútur. Kanilstjörnur 3 eggjahvítur, 250 gr flórsykur, 2 tsk. kanill 500 gr hakkaðar möndlur. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Flórsykrin- um hrært varlega saman við. Um 6 msk. af eggjahvítumassanum teknar frá. Möndlum og kanil er hrært út í það sem eftir er að massanum. Deigið lagt á plastþynnu og önnur sett ofan á og deigið rúllað út þar til það er um 1 cm þykkt. Stjörnurnar eru stungnar út og hver þeirra smurð vandlega með eggjahvítumassanum. Stjörnurnar settar á vel smurða bökunarplötu, eða á bökunarpappír á plötunni, og bakaðar í 150°C heitum ofni í um 30 mínútur. 24 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.