Vikan - 26.11.1987, Page 28
Jóla-
drykkir
Það hefur færst mjög í vöxt
að fólk drekki alls konar heita
og mikið kryddaða drykki
svona rétt fyrir jólin, eða jafn-
vel um jólin sjálf. Hér fáið þið
nokkrar fyrirtaksuppskriftir,
sem geta hresst hvern sem er,
sem orðinn er þreyttur á
myrkrinu og farinn að kvíða
síðasta sprettinum sem ævin-
lega er fyrir hver jól.
GLÖGG
Þegar í kringum 400 fyrir
Krist voru Rómverjar farnir að
drekka eitthvað sem helst
minnir á jólaglögg nútímans.
Jólaglögg eins og það sem við
þekkjum nú til dags kom fyrst
fram á sjónarsviðið í Svíþjóð í
kringum aldamótin 1600, en þá
var það búið til úr hvítvíni, sem
hitað var upp og sykri og engi-
fer blandað út í. Glögg-
uppskriftirnar sem aðallega eru
notaðar nú orðið bæði hér á
landi og annars staðar á
Norðurlöndunum eru frá því
upp úr 1870.
Uppskrift
1 heilflaska af rauðvíni,
10 cl af brennivíni,
4 kanelstangir,
20 negulnaglar,
1 lítill biti af engifer,
1 tsk malaðir karndimommu-
kjarnar,
1 lítið pómeranshýði,
2 '/2-3 dl sykur,
ca 20 sætar möndlur,
100 g rúsínur.
Leggið kardemommu, kanel,
engifer, negulnagla og pómer-
anshýði í glerkrukku. Hellið
brennivíninu yfir. Lokið
krukkunni og látið þetta standa
yfir nótt. Hellið blöndunni í
gegn um sigti. Setjið nú vínið
og kryddið í pott og hrærið syk-
urinn út í. Leyfið þessu að
hitna í pottinum, en hafið lok á
honum. Blandan má ekki
sjóða, en potturinn á að standa
á hellunni í ca 45 mínútur og
blandan má snarphitna. Setjið
möndlur og rúsínur út í áður en
drykkurinn er borinn fram.
Ávaxtasafaglögg
Til eru þeir sem ekki vilja
drekka áfenga drykki og hér er
góð uppskrift handa þeim.
Jbfl HHv . *ý\ s&w í?? ir*
'V ■ T4yKgl£j| P3
;. “ ": HgMMÉj ]| 41
Á myndinni sjáið þið glöggpottinn aftast. í miðjunni er glas með eggjatoddýi og þar fyrir aftan er rauðvíns-
toddýið í glasi, sem servíettu hefur verið vafið utan um. Irska kaffið er auðþekkt með rjómanum ofan á og
fremst er toddý hússins með sítrónusneiðinni.
3 dl vínberjasafi,
3 dl eplasafi,
‘/2 dl rúsínúr,
20 möndlur,
2 negulnaglar,
1 lítil kanelstöng,
I msk sykur.
Setjið kryddið og sykurinn í
pott. Hellið safanum út í. Hitið
upp og setjið möndlur og rúsín-
ur út í rétt áður en drykkurinn
er borinn fram.
Rauðvínstoddý
Þetta er drykkur sem iljar.
Ein flaska af rauðvíni,
4 dl vatn,
I dl sykur,
1 kanelstöng,
5 negulnaglar.
Blandið öllu í pott og hitið
upp undir suðu, en gætið þess
að hafa lokið á pottinum. Vefj-
ið servíettu utan um glasið,
sem drykkurinn er borinn fram
í.
Toddý hússins (2 glös)
Gott, óáfengt, ilmandi og
heitt.
4 dl eplasafi,
2 dl vínberjasafi úr dökkum
vínberjum,
4 negulnaglar,
1 kanelstöng,
ofurlítið af engifer.
í hvort glas er sett eitt sítr-
ónurif og þrjár sætar möndlur.
Blandið saman eplasafanum
og vínberjasafanum og setjið
þetta auk kryddsins í pott. Hit-
ið hægt upp og hrærið í á
meðan. Drykkurinn má ekki
sjóða. Setjið sítrónurif og 3
möndlur í hvort glas. Hellið
heitri blöndunni yfir. Berið
strax fram.
Eggjatoddý
(1 glas)
Heitur og seðjandi drykkur.
Ein eggjarauða,
3-4 tesk sykur,
2 msk sherry eða konjak,
1-2 dl sjóðandi vatn.
Hrærið eggið og sykurinn
létt. Bætið víni eða konjaki út í
og síðan heita vatninu.
Rommtoddý
(1 glas)
Setjið þrjá sykurmola í
viskýglas. Setjið skeið í glasið
og fyllið það með sjóðandi
vatni. Hrærið vel í og bætið nú
út í 1/2 til 1 dl af dökku rommi.
Gott er að setja eina sítrónu-
sneið í glasið.
írskt kaff i
(1 glas)
2 cl af írsku viskýi,
2-3 tsk sykur,
heitt, sterkt kaffi,
1 msk þeyttur rjómi,
1 tsk rifið súkkulaði.
Blandið viskýi og sykri í stórt
glas. Fyllið það með kaffinu.
Setjið þeyttan rjóma út á og
stráið rifnu súkkulaði yfir allt
saman.
28 VIKAN