Vikan


Vikan - 26.11.1987, Side 45

Vikan - 26.11.1987, Side 45
Hvern hefur ekki dreymt um aö sleppa viö ailt jóla- stressið og flatmaga þess í staö á einhverri dýrlegri strönd og láta sóliná baka sig eða synda í ilvolgu grænbláu hafinu? Ljósmyndir: Valdimar Leifsson Þeim fjölgar stöðugt hér á landi sem láta drauminn rætast og stór hópur ætlar að eyða þessum jólum og ára- mótum í Mexíkó, enda er þetta einn besti árstíminn til að dvelja þar í landi. Til að komast frá íslandi til Mexikó er algengur ferðamáti að fljúga fyrst til New York borgar og fara þaðan til Mex- íkóborgar, eða fljúga beint til Acapulco sem er vinsæl- asti baðstrandarbærinn þar í landi. Blaðamaður Vikunnar fór í eina slíka afslöppunar- ferð til Mexíkó fyrir nokkru og óhætt er að segja að eng- inn verður svikinn af ferða- lagi til þessa fjölskrúðuga lands - mesta lagi að hann verði fyrir „hefnd Monte- zuma“. Frá New York var flogið með Aero Mexico til Mexíkóborgar og var þetta meiri háttar flug- ferð því mikið er stjanað við farþegana og maturinn sérlega góður: þykk og safarík nauta- steik alveg passlega steikt með fínu meðlæti og ágætu víni. Síð- an var auðvitað bíómynd til að stytta stundirnar og sælgæti boðið með. Mexíkóborg er lítt frábrugðin öðrum stórborgum við fyrstu sýn; háhýsi, breið stræti og bílamergð, en þegar betur er að gáð er þar margt merkilegt að skoða. Þó við gist- um þar ekki nema í tvær nætur þá skoðuðum við okkur vel um á daginn og sáum margt ó- gleymanlegt; ekki síst þann mikla mun sem er á fátækum og ríkum þar í borg. Þeir síðar- nefndu búa í höllpm en hinir í pappahreisum í námunda við öskuhauga borgarinnar. Borgin er í yfir 2000 m hæð yfir sjávarmáli og stendur á landsvæði þar sem áður var stöðuvatn. Aztecar komu og settust þarna að snemma á 14. öld, en fyrir voru ýmsir aðrir þjóðflokkar sem líklegt er talið að hafi ekki tekið nýju innflytj- endunum allt of vinsamlega og að eina landssvæðið sem Aztec- unum var úthlutað hafi verið hróstrug eyja í miðju Texcoco vatni. Líklega hafa þjóðflokkarn- ir sem fyrir voru vonast til að Aztecar dæju úr hungri því fátt eða ekkert var hægt að rækta á eynni, en Aztecarnir dóu ekki ráðalausir. Þeir útbjuggu eins konar fljótandi eyjar úr risastór- um tágakörfum fylltu þær með mold og plöntuðu þar í græn- meti og trjám; og reistu jafnvel smákofa. Með tímanum skutu plönt- umar rótum í grunnu vatninu og VIKAN 45 b

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.