Vikan


Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 45

Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 45
Hvern hefur ekki dreymt um aö sleppa viö ailt jóla- stressið og flatmaga þess í staö á einhverri dýrlegri strönd og láta sóliná baka sig eða synda í ilvolgu grænbláu hafinu? Ljósmyndir: Valdimar Leifsson Þeim fjölgar stöðugt hér á landi sem láta drauminn rætast og stór hópur ætlar að eyða þessum jólum og ára- mótum í Mexíkó, enda er þetta einn besti árstíminn til að dvelja þar í landi. Til að komast frá íslandi til Mexikó er algengur ferðamáti að fljúga fyrst til New York borgar og fara þaðan til Mex- íkóborgar, eða fljúga beint til Acapulco sem er vinsæl- asti baðstrandarbærinn þar í landi. Blaðamaður Vikunnar fór í eina slíka afslöppunar- ferð til Mexíkó fyrir nokkru og óhætt er að segja að eng- inn verður svikinn af ferða- lagi til þessa fjölskrúðuga lands - mesta lagi að hann verði fyrir „hefnd Monte- zuma“. Frá New York var flogið með Aero Mexico til Mexíkóborgar og var þetta meiri háttar flug- ferð því mikið er stjanað við farþegana og maturinn sérlega góður: þykk og safarík nauta- steik alveg passlega steikt með fínu meðlæti og ágætu víni. Síð- an var auðvitað bíómynd til að stytta stundirnar og sælgæti boðið með. Mexíkóborg er lítt frábrugðin öðrum stórborgum við fyrstu sýn; háhýsi, breið stræti og bílamergð, en þegar betur er að gáð er þar margt merkilegt að skoða. Þó við gist- um þar ekki nema í tvær nætur þá skoðuðum við okkur vel um á daginn og sáum margt ó- gleymanlegt; ekki síst þann mikla mun sem er á fátækum og ríkum þar í borg. Þeir síðar- nefndu búa í höllpm en hinir í pappahreisum í námunda við öskuhauga borgarinnar. Borgin er í yfir 2000 m hæð yfir sjávarmáli og stendur á landsvæði þar sem áður var stöðuvatn. Aztecar komu og settust þarna að snemma á 14. öld, en fyrir voru ýmsir aðrir þjóðflokkar sem líklegt er talið að hafi ekki tekið nýju innflytj- endunum allt of vinsamlega og að eina landssvæðið sem Aztec- unum var úthlutað hafi verið hróstrug eyja í miðju Texcoco vatni. Líklega hafa þjóðflokkarn- ir sem fyrir voru vonast til að Aztecar dæju úr hungri því fátt eða ekkert var hægt að rækta á eynni, en Aztecarnir dóu ekki ráðalausir. Þeir útbjuggu eins konar fljótandi eyjar úr risastór- um tágakörfum fylltu þær með mold og plöntuðu þar í græn- meti og trjám; og reistu jafnvel smákofa. Með tímanum skutu plönt- umar rótum í grunnu vatninu og VIKAN 45 b
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.