Vikan


Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 15

Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 15
m r að byrja í hestamennsku aettu að fara að því að kaupa hross. Eru græningjar ekki umsvifalaust prettaðir? Verða þeir að læra ættbókina fyrst? „Ég fer aldrei eftir því af hvaða ættum hross eru. Það get- ur allt brugðist. Ég skoða hest- inn og styðst við hyggji.vit mitt og kannski hefur maður tilflnn- ingu fyrir skepnui .ii. Þegar kaupin eru ákveðin þá spyr ég seljandann gjarnan um ættina, svona til að hafa allt á hreinu. En ekki fyrr.“ Sigurbjörn gefiir hrossum sín- um þrisvar á dag. „Gott atlæti skiptir meginmáli. Unghross sem tekið er í tamningu beint af útigangi er tvö og jafhvel þrjú ár að ná eðlilegum styrk. Foli sem er vel alinn og hefúr frá byrjun sætt góðri umönnun er kominn í gott form eftir eitt ár. Það borgar sig að annast hrossin vel.“ Svíar að taka við sér Hrossarækt og sala á íslandi hefúr blásið út, innlendi mark- aðurinn hefur verið að stækka undanfarin ár. En hestar seljast líka úr landi í vaxandi mæli. „Svíar eru mjög að taka við sér núna,“ sagði Sigurbjörn. „Þar hefúr orðið vakning. Þeir koma hingað mikið í hrossaleit. Og reyndar eru markaðirnir í Þýskalandi og Hollandi að eflast og stækka." - En ef hrossin okkar batna stöðugt verða þau ekki dýrari um leið? „Það sem vel er vandað til kostar ævinlega sitt. Það hefúr ævinlega verið þannig og það mun ekki breytast." - GG hSTUDD SERVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 Austurver Sími 8-42-40 VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.