Vikan


Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 16

Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 16
 gaman á Islandi Hrossarækt, tamningar og sala hrossa er búgrein sem landbúnaðaryfirvöld á ís- landi hafa alla tíð leitt hjá sér og forðast að hafa afskipti af. Hrossabændur verða að spjara sig án styrkja, reiða sig á markaðinn alfarið. Gildir því um hrossaræktina eins og aðrar greinar landbúnað- ar að núna er erfitt að byrja, erfitt að hasla sér völl. Undanfarin ár hafa eigi að síð- ur verið hrossaræktinni hagstæð. Markaður hefur verið að stækka bæði innanlands og utan og æ fleiri reyna fyrir sér með hrossin — að minnsta kosti sem aukabúgrein. Hestabúskap- ur er hins vegar að því leyti erf- iðari en aðrar greinar landbún- aðar að enginn fer út í hrossa- rækt eða tamningar nema hann kunni vel til verka, hafi eytt mörgum árum í tamningar og fylgst með ræktunarstörfúm. Freyja Hilmarsdóttir og Al- bert Jónsson eru landsþekkt hestafólk sem nú hafa fest kaup á jörð, byggt hesthús og starfa sjálfstætt við hrossarækt, tamn- ingar og sölu. Vikan barði upp á austur í Votmúla við Selfoss um miðjan janúar. „Gangurinn liggur á lausu“ Albert bóndi var reyndar af bæ, staddur norður á Siglufirði við kennslu og tamningu, en Freyja var í hesthúsinu ásamt henni Stínu sem heitir fúllu nafni Christina Jorvid og er frá Uppsölum í Svíþjóð. Þær voru að leggja við tvo föla þegar okk- ur bar að garði, búnar með morgunverkin og tamningastarf dagsins að hefjast. Freyja beislaði brúnan fola sem hún sagði undan Elg frá Hólum og verður sá flmm vetra í vor. „Gæfur og viljugur," sagði Freyja. „Strax kominn með á- kveðinn vilja og mikið tölt. Ég vænti mikils af þessum fola. Það er svona hestsefrii sem mann langar alltaf í sjálfan. En á svona búi er auðvitað allt til sölu; ef þessi selst frá mér þá verður maður bara að finna eitthvað annað.“ Sá brúni hringaði makkann og japlaði mél á meðan tamninga- konan útskýrði líf hrossabónd- ans fyrir blaðamanni, beið svo rólegur á meðan hún steig í í- staðið og sveiflaði sér á bak. „Gangurinn liggur á lausu í hon- um þessum," sagði Freyja og sveif á mjúku tölti yfir hlaðið. Náttfari í Uppsölum Stína Jorvid frá Uppsala sýndi okkur gráan fola sex vetra. „Hann er góður fýrir hvern sem er," sagði hún. Sneri honum upp í napran austanvindinn og náði töltsporinu á fyrsta skrefi. „Ég ætla að vera hér hjá Albert og Freyju eins lengi og þau vilja leyfa mér að vera,“ sagði hún þegar hún kom af baki. „Mér finnst alveg óskaplega gaman á íslandi." f Uppsölum í Svíþjóð er slang- ur af íslenskum hesturh. Og þar er starfandi hestamannafélag þeirra sem eiga íslenska hesta. „Það heitir Náttfari," sagði Stína og kvaðst ekki alveg viss um hvort hún myndi sinna hesta- mennskunni í Svíþjóð. „Það fer nú eftir ýmsu,“ sagði hún. „En ég er búin að eignast folald hér á íslandi. Hestamennska í tengslum við efna- hagsástandið Freyja sagði að áhugi fyrir hestamennsku færðist stöðugt í aukana. í haust hefði þannig ver- ið mikil sala og virtist ekki lát á. „Nú er rétti tíminn að kaupa — eða þegar kemur fram í febrúar og mars. Annars virðist áhuginn fara eftir efiiahagsástandinu í landinu almennt. Þegar verð- bólgan var hvað verst, þá dró úr þessu, fólk losaði sig við hross. Nú hefúr þetta verið á uppleið aftur — en svo er vitanlega ekki að vita hvað gerist ef allt er aftur á niðurleið." Hvernig svo sem efhahag er háttað á Islandi núna, þá virðist okkur víst að búskapurinn hjá Alberti og Freyju í Votmúla sé mjög á uppleið. Þar standa tamningahrossin við stall, vel- hirt og fóðruð, augljóslega á uppleið; sum hafa þegar getið sér nafh meðal áhugamanna um hesta og hrossarækt og eru á leiðinni í hendur nýrra eigenda. „Hér eru auðvitað flest hross- anna föl,“ sagði Freyja. — „Nema hryssumar. Við viljum koma okkur upp okkar stofni." -GG. HESTAMENN með einu símtali ér áskrift tryggð Sími: 685316 16 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.