Vikan - 04.02.1988, Síða 20
A útigangi
Tveir gráir, einn jarpur og sá
fjórði brúnn — á útigangi undir
Ingólfsfjalli. Hvass á norðan,
skafrenningur og hörkufrost.
Hvergi skjól í lítilli girðingu.
Ljósmyndarinn ætlaði ekki að
fást til að fara út úr upphituðum
jeppanum til að smella af í þess-
um brunagaddi. Hrossin stóðu
lengst af í einfaldri röð, sá brúni
ffemstur. En það var eins og þau
hefðu með sér samkomulag um
að röðinni þyrfti að breyta. Af
og til sneri ffemsta hrossið
hausnum upp í veðrið, stakk
snoppunni inn á milli ffamfót-
anna, trúlega til að hlífa augun-
um í fjúkinu og kjagaði aftur fyr-
ir hina og stóð þar um stund.
Þannig mjökuðust þau til og frá
á þröngum, afgirtum bletti þar
sem allt var beingaddað, hvergi
skjól, hvergi vatn, hvergi salt
eða fóður annað en sinan frá í
haust og hún komin undir snjó.
Til hvers eru menn að halda
hross upp á svonalagað?
HESTAMAÐURINN
/
Sérverslun með hestavörur, Armúla 38, sími 681146.
20 VIKAN