Vikan


Vikan - 04.02.1988, Síða 21

Vikan - 04.02.1988, Síða 21
Eftir að Galdraloftíð í Hafnarstrætí 9 (á efstu hæð í húsinu þar sem Bóka- verslun Snæbjamar var áður og Rithöfundasam- bandið er núna) hafa menn stöku sinnum unnið þar að hinum forvitnilegustu leiksýning- um. í kvöld, fimmtudag, verður þar fmmsýning á verki sem nýr leikhópur hefur unnið að síðan í haust. ÁS-hópurinn (ÁS mun standa fýrir Ásdís Skúladóttír) hefúr tekist á við norskan texta, norskt leikrit sem fjallar um ofbeldi í hjónabandi. Kjaftshögg eða tvö Kvennaathvarfið í Reykjavík var stofhað fyrir nokkrum árum af því tilefni að konur þekktu til og vissu að á mörgum heimilum á landi hér búa konur við of- beldisástand og mega sæta því að eiginmaðurinn berji þær rauðar, bláar og blæðandi með nokkuð jöfnu millibili. „Farðu ekki“ sem ÁS-hópur- inn flytur byggir á þannig heim- ilisástandi. Ungt fólk í sambúð, reyndar harðgift, en konan verður að sæta misþyrmingum vegna þess að manninum líður svo illa. Segir hann sjálfur. Blaðamaður fékk að vera við- staddur æfingu í vikunni sem leið. Og varð vitni að kjafts- höggi eða tveimur, sá blóðið myndast í munnviki leikkon- unnar og hélt um hríð að hann hefði villst, í rauninni væri hann kominn á æfingu hjá pyntinga- mannafélaginu. ,Já, hann slær mig í raun og veru,“ sagði leikkonan Ragn- heiður Tryggvadóttir, sem lætur berja sig sundur og saman þar á Galdraloftinu. „Leiksýning verð- ur að vera ekta. Við leikum hér í miklu návígi við áhorfendur, leikrýmið er eiginlega ekki nema meðalstórt herbergi og svo nærri er ekki hægt að líkja aðeins eftir kjaftshöggum og Ragnheiður eftir að Jakob Pór hefúr verið venju fremur harðhentur. (Mynd O.Ó.) spari. Hann slær mig í alvör- unni!“ Ekki fyrir taugaveikiaða? „Leikritið fjallar ekki „um of- beldi á heimilum", það er alls engin úttekt á því fyrirbæri," sagði Jakob Þór Einarsson sem leikur eiginmanninn sem er laus höndin. „Leikritið fjallar um tvær ungar manneskjur sem elska hvor aðra en gengur illa að búa saman, m.a. vegna þess að þau botna ekki vel í því hvaða stefnu líf þeirra er að taka. Ann- ars er hér um drama að ræða og það verður hver að hugsa fyrir sig, hver að álykta út frá því sem hann upplifir hér á Galdraloft- inu.“ Hún á von á honum heim í kvöldmat. í stað þess að skila sér heim eins og talað hafði verið um dettur hann í það með gömlum kunningja, kemur heim seint og um síðir. Þá hefur hún beðið hans alla nóttina, veit á hverju hún á von, vonar að hann bresti sem fyrst á svo martröð- inni ljúki. Er í dauðans angist. Blaðamaður, ungur og hraustur og lætur sér aldrei neitt fyrir brjósti brenna, sat á æfingunni lafliræddur. — Þetta er eiginlega ekki fýrir taugaveiklaða, Asdís? „Nei,“ sagði leikstjórinn. „Það má líka segja að hjónabandið sé ekki fyrir hvern sem er. Sambúð útheimtir þroska, fórnir - út- heimtir að maður Ieggi rækt við sjálfan sig og makann. Það er ekki hægt að vera sjálfselskur og óbilgjarn í sambúð. Það getur endað með ósköpum." Að sitja á púðurtunnu Það var eins og að sitja á púð- urtunnu að fýlgjast með viður- eign þeirra Ragnheiðar og Jakobs Þórs á Galdraloftinu. Spennan á milli þeirra var sem rafmögnuð og þótt þau létu allt að því syndsamlega vel hvort að öðru átti maður stöðugt von á því að hann tæki til við að meiða hana. Það er spurningin hvort hjónaband sé yfirleitt fyrir taugaveiklaða? - ÞJM VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.