Vikan


Vikan - 04.02.1988, Side 36

Vikan - 04.02.1988, Side 36
og hún lét drengina sitja fyrir matnum eins og hún gat. En það dugði ekki til. Strákarnir voru líka sísoltnir. Hún sagði mér að Jóhann hefði verið afleitur með það þegar hann var krakki að læðast inn í herbergið hennar þeg- ar hún svaf síðdegislúrinn sinn og stela lykl- inum að búrinu úr svuntuvasa hennar og ræna þeim mat sem í búrinu var að flnna áður en hann skilaði lyklinum aftur í vasa hennar. Hann hélt víst að hún tæki ekki eftir þessu en hún gerði bara ekkert í því, vor- kenndi krakkanum og fékk svo oft skammir hjá Hallbergi. - Hún kom með nokkrar bækur með sér að vestan og svo var það hennar eina áhuga- mál í lífinu að eignast fleiri bækur - og það tókst henni. Það urðu kannski aldrei mjög margar bækur en þær voru það þó í hennar augum. Það dapurlega við þetta var að þeg- ar hún ætlaði að fara að lesa þær þá varð hún nær alveg blind á skömmum tíma. Það var vani hennar að skoða eina bók á hverju kvöldi áður en hún fór að sofa. Hún var ekkert of vel læs enda sagðist hún aldrei reyna að lesa neitt í bókinni, hún væri þreytt, aðeins að skoða hana, svona velta henni í hendi sér, strjúka létt og varlega með sprungnum fingurgómum og láta sig dreyma stutta stund. Það er ekki gott að segja hvað flaug í gegnum huga hennar þama á rúmstokknum á kvöldin; kannski rifjaði hún upp fyrir sér gamla drauma og þrár. Ef til vill var hún í nálægð við Guð á þessum hljóðu náttmálastundum, fór með bænir sínar og trúnaðarmál. - Hvernig hófúst kynni ykkar Beggu litlu? spurði ég Arnar. — Við Jói Hallbergs vorum góðir kunn- ingjar, hann var eiginlega eini pilturinn sem ég hafði nokkur tengsl við, sagði hann. Það fór ekki hjá því að maður veitti henni at- hygli og hún var alltaf þarna, ætíð til reiðu og sífellt að strita við eitthvað. Hún var svo smávaxin að gólffatan varð að ámu í hönd- unum á henni og álíka meðfærileg. Það lá ekki Ijóst fyrir hve gömul Begga var. Þegar hún kom í plássið reyndi hrepp- stjórinn sem þá var að komast eftir fæð- ingardegi og ári hjá henni en án árangurs. Annaðhvort hreinlega vissi hún það ekki eða hún vildi ekki skýra ffá því einhverra hluta vegna. Það fór því svo að hann giskaði á líklegt fæðingarár og gaf henni afmælisdag 17. júní, sem þá var reyndar ekki orðinn hátíðisdagur en samt nægilega sérstæður til þess að auðvelda henni að muna hann. Begga andmælti ekki og það var ekki svo nákvæm skrifflnnskan í þá daga. Og svo varð Begga veik eitt vorið, í fyrsta sinn að menn best vissu, og lagóist í rúmið. Það steðjuðu mikil vandræði að Maríu ljós- móður en þó vildi svo vel til að hún var ekki alveg ein um ljósmóðurstörfin lengur. Guð- björg dóttir þeirra Guðbjarts og Bjargar í Móti var lærð ljósmóðir og settist að í Lundavogi þá gift Björgúlfi syni Önnu í Holti. Hún leysti vanda Maríu þann stutta tíma sem Begga litla lá banaleguna. Elías var ákaflega einmana og eirðarlaus eftir að Begga veiktist. Að sjálfsögðu vissi enginn hvað af því sem skeði komst í gegn- um þokur huga hans. — Það eru ósköp að sjá karlaumingjann, 36 VIKAN sagði Björg í Móti á kaffistofúnni í frystihús- inu. Hann situr langtímum saman niðri í herberginu hjá Beggu og rær sér ffam og aftur. Hann getur svosem ekki mikið sagt fremur en fyrri daginn og hún er skelfing ömurleg þessi þögn, nei hann segir ekki mikið maðurinn, það var nú síður. Hann sat ekki svona yfir henni Sigríði heitinrii og átti hún þó að heita konan hans og hún hugsaði svosem vcl um hann meðan henni entist líf og heilsa. Og hvað var það svo sem þjakaði Beggu litlu? Það vissi raunar enginn. Hún var bara veik og lá í móki og cinu merkin um ein- hverja rænu voru þegar Arnar kom til henn- ar og las fyrir hana. Þá iá hún á bakinu með opin augun og virtist hlusta með athygli. Arnar sagði að það væri einhver sérstakur hýrusvipur á andliti hennar þegar hann Ias fyrir hana. En hvað sagði læknirinn, gat hann ekkert gert? - Hann er nú hálfgert gaflað hann Hrólf- ur læknir, sagði Björg. Það er eins og hon- um sé ekki alltaf alveg sjálfrátt manninum. Hann segist ekki vita hvað sé að henni en hún sé mikið veik en þjáist ekki. Hún er út- brunnin, segir hann, og ekki meir um það. Hann vill ekki senda hana suður á sjúkrahús til rannsóknar. Hann segir að aldraðir íbúar hér eigi að deyja heima hjá sér og ekki annað. Þetta er svosem enginn venjulegur máti. Hann má ekkert vera að þessu, karl- hlunkurinn, hann er allur í þessu fjárans hrossastandi alla daga. - Og ætlar hann ekki að senda blessaða konuna suður? spurði Anna í Holti af ríkri samúð. - Veit ekki meir, sagði Björg og dró seiminn. En hún er augsýnilega að fjara út, blessaður fáráðurinn. — Skelfingar kaldlyndi er þetta í fólþinu, stundi Anna mæðulega. Begga litla dó eina vornóttina og hvarf inn í birtu eilífðarinnar. Elías hafði farið á hverjum morgni niður í herbergið hennar og setið hjá henni nokkra stund. En þennan morgun leið langur tími. María fór að undrast um hann. Þegar hún kom niður í herbergi Beggu litlu sat Elías á rúmstokknum og hélt í kalda og stirða hönd hennar þar sem hún lá á bakinu með lokuð augun. María sá strax að hún var dáin. Hún reyndi að fá Elías með sér upp á loff en það var ekki við það komandi. Honum varð ekki um þokað. Gamli maðurinn sat þarna á rúmstokkn- um þangað til Hrólfúr læknir kom en þá reis hann á fætur, brosti sinni skældu grettu ffaman í lækninn og fór út. Hrólfúr var engu nær um dánarorsökina. - Hún hefúr dáið hljóðlaust og kvalalaust í svefninum, sagði hann. Aldraður íbúi Lundavogs hafði dáið heima hjá sér. Herberginu var læst og María geymdi lyk- ilinn. Það var alveg eins búist við að Elías myndi sækja í að komast inn. Elías hélt áfram eirðarlausu rápi stnu um bæinn. Bros- ið fylgdi honum og hann klappaði á kollinn á bömunum sem hann átti leið ffamhjá rétt eins og áður en hvem morgun ffam að jarð- arförinni fór hann niður í kjallarann og stóð lengi fyrir ffaman læstar dyrnar. - Það er alveg skelfilegt að sjá hann pabba standa þarna mállausan og niðurlút- an, sagði María. Maður veit aldrei hvað hann skilur og hvað ekki. Það var margmenni við útför Beggu litlu. Við vildum kveðja þennan fýrirferðarlitla samferðamann okkar sem við höfðum aldrei kynnst náið. Við þekktum ekki kenndir hennar og drauma, enginn vissi hvers hún ætlaðist til af lífinu. Hún kom til okkar fúll- orðin kona úr fjarlægri sveit en hún minnt- ist aldrei á líf sitt þar. Athöfhin var látlaus en hátíðleg eins og aðrar jarðarfarir hjá séra Þórarni. Hann flutti ekki ræðu heldur las úr Biblíunni og fór að lokum með bæn. Það var bjart óg fallcgt vorveður en dálítið andkalt og við hneppt- um að okkur yfirhöfhunum þar sem við. stóðum úti við gröfina. Elías hafði verið heldur ókyrr í kirkjunni, skimað í allar áttir síbrosandi og lyft hægri hendi af og til i kveðjuskyni til fólksins. En nú hafði hann komið sér fýrir á grafarbarm- inum og stóð þar hreyfingarlaus og starði ofan í gröfina. Ég stóð gegnt honum og sá því ffaman í hann og nú brosti hann ekki lengur. Skakkt andlitið lamað vinstra megin var dapurt og þunglyndislegt. Þegar kistan var komin ofan í gröfina sá ég að það streymdu tár niður vanga hans. Eftir athöfnina stóð hann kyrr á grafar- barminum. Fólkið hafði gengið að gröfinni og krossað yfir hana en hann hreyfði sig ekki úr sporunum. Fólkið varð að sneiða firamhjá honum. María tók undir handlegg hans og ætlaði að fá hann með sér ffá gröf- inni en hann hreyfðist ekki. Hún talaði til hans en hann sýndi engin viðbrögð. Hann grét hljóðlaust án ekka, tárin streymdu nið- ur holdmiklar kinnamar. Hann hafði engin tök á að tjá sig með orðum Cn tárin voru vitni sorgarinnar. Ég dokaði við þar sem ég stóð en hann virtist ekki vita af mér. Eftir nokkra stund heyrði ég að skurðgrafan sem stóð fýrir neðan garðshliðið var ræst og ekið í áttina að gröfinni. Grafarar og líkmenn voru óþarf- ir því þá var farið að taka grafir og moka ofan í með skurðgröfú. Ari Jóa stjórnaði gröfúnni og stansaði þegar hann kom að moldarhrúgunni. Elías hreyfði sig ekki. Ari stöðvaði hreyfilinn og gekk til Elíasar. — Viltu ekki fara heim með Maríu og Hallbergi, Elías minn? sagði hann hlýlega. Gamli maðurinn hreyfði sig ekki að heldur. Þegar Ari hafði togað í hann nökkrum sinn- um án árangurs féllust honum hendur um stund. Þá var sem Elías áttaði sig skyndilega. Hann lifnaði allur í andlitinu og það var eins og kviknaði Ijós í augum hans sem urðu björt og glampandi. Hann hrópaði hátt og skýrt: - Begga! Svo varð allt eins og áður. Ljósið í augun- um slökknaði og lömuð kinnin seig niður. Hann staulaðist ffá gröfinni með tárvotar kinnar og dró annan fótinn á eftir sér, vinstri handleggurinn lafði máttlaus og slóst til. Eitt orð ...

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.