Vikan


Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 38

Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 38
Nýtt ntrfn fyrir austan Alkunna er að venjulegir meistaraflokksmenn austur í Sovétríkjunum eru oft á tið- um erflðari viðfangs en þekktir vestrænir alþjóðlegir meistarar. Tækifæri þessara manna til að tefla á alþjóð- legum mótum eru svo fá að einungis þeim allra sterk- ustu gefst kostur á að spreyta sig. Þegar ungum og áður óþekkt- um skákmönnum tekst að skjóta margreyndum meisturum aitur fyrir sig á þéttum mótum þar fýrir austan er því áreiðanlegt að mikið efhi er á ferð. Igor Smirin heitir einn slíkur ó- harðnaður unglingur. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í undankeppni úrvalsdeildar sov- éska meistaramótsins í Sverd- lovsk fyrir skömmu. Smirin þessi er frá Vitebsk í Litháen en lítt annað er vitað um þennan snjalla skákmann. Meðmælin eru þau að hann varð fyrir ofan þekkta stórmeistara eins og Tseshkovsky, Psakhis, Tukmakov, Balashov, Timo- shenkó og Kupreitsik. Smirin hlaut 11 vinninga af 17 mögu- legum á mótinu í Sverdlovsk. Ungir skákmenn, Khalifman og Kharitionov, komu næstir með 10'/2 vinning. Spennandi verður að fylgjast með ffamgangi Smirins í úrslit- um meistaramótsins sem fram fara í ágúst. Mótið í ár verður trúlega firnasterkt. Sjálfúr heimsmeistarinn Garrí Kaspar- ov hefúr þegar tilkynnt þátttöku sína. En hvernig teflir þessi Smirin? Afþeim skákum hans sem ég hef séð frá mótinu í Sverdlovsk má draga þá ályktun að hann hafi sérlega næmt auga fyrir taktísk- um möguleikum - fléttum og flækjum. Taflmennska hans er þó ekki byggð á sandi eins og stundum vill verða hjá slíkum skákmönnum. Sjáið t.d. lokin á skák hans við Dokhojan. Smirin hefúr svart og á leik í þessari Stöðu: Hvítur bauð jafntefli um leið og hann lék síðasta leik sinn. Sennilega hefur hann haft í huga framhald eins og 19. - Hae8 20. Dd3 og eftir að svartur skiptif upp á f3 fær staðan jafnteflisleg1 yfirbragð. Smirin hafnaði góðu boði og lagði strax í sókn: 19. - b5! Hugmyndin er sú að eftir 20. cxb5 c4 og síðan 21. — Dc5 og 22. — d3 verða svörtu peðin hættuleg. Hvítur leikur best 20. b3 en í fljótu bragði virðist leið- in sem hann velur ekki slæm. 20. Dc2 bxc4 21. Dxc4 Bc8! Þessi skemmtilegi leikur set- ur hvítan í mikinn vanda. Svart- ur hótar 22. — Ba6 og vinna skiptamun eða skríða fram með peð sín annars. 22. Hfcl d3! Enginn ffiður! Hvítur kemst skyndilega ekki hjá liðstapi. Eftir 23. Habl Ba6! 24. Dxc5 Dxc5 25. Hxc5 Hxf3 26. Bxf3 Bd4+ verður svartur manni yfir. 23. Bxd3 Bxb2 24. Habl Bxcl 25. Hxcl Bf5 Og með skiptamun yfir vann svartur auðveldlega. „Biskupaf svarts þutu um borðið eins og hvirfilbylur," segir í þýsku blaði um þessa skák. Tæp þrjú grönd sem unnusl Reykjavíkurmótið í sveita- keppni er nú í fúllum gangi og taka 22 sveitir þátt í henni. Af 22 sveitum komast 17 í undan- rásir fyrir íslandsmót en fjórar efetu spila til úrslita um Reykja- víkurmeistaratitilinn í lok janú- ar. Keppnin er langt komin þeg- ar þetta er skrifað og aðeins tvær sveitir eru það vel staddar að þær eru líklegar í úrslitin. Það eru sveitir Verðbréfamark- aðs Iðnaðarbankans og Pólaris. Svo eru einar 8 sveitir sem eiga (sak Örn Sigurðsson BRIDGE raunhæfan möguleika á næstu tveimur sætum. Eftirfarandi spil kom upp hjá tveimur sveitum sem báðar eru í baráttunni um efstu sætin en er þó ekki dæmi um vandaða spilamennsku. Suður var í aðal- hlutverki í spilinu, sagnir gengu nokkuð eðlilega fyrir sig en allt spilið var þannig: G1062 K964 G83 86 7 G1072 KD104 K1032 N V A S K9854 83 Á976 75 ÁD3 ÁD5 52 ÁDG94 N A s V 1 L 1S dobl pass 1 G pass 2 L pass 2 T pass 2 G pass 3G allirpass Til skýringar á sögnum voru austur—vestur á hættu og spil- uðu „presicionkerfi" þar sem 1 lauf lýsir sterkum spilum og 1 grand 1S>—20 Milton punktum. Tvö lauf spurðu um hálit. Suður sat lengi yfir útspilinu en spilaði svo loks út hjartaáttu. Makker hans kallaði með tvistinum og sagnhafi átti slaginn á ás. Hann spilaði næst spaðadrottningu sem suður dúkkaði eftir langa umhugsun. Þá spilaði sagnhafi litlum tígli á gosa sem norður drap á drottningu, en suður merkti jafita tölu í litnum. Norð- ur spilaði næst hjartagosa sem austur átti á drottningu. Þá kom spaðaás og meiri spaði sem norður henti laufaþristi og -tvisti í. Suður inni á spaðakóng vissi að makker var búinn að frávísa laufi því þristurinn kom a undan. Þeir kalla með lágu spm í litum. Því átti ekkert annað ao koma til greina en tígull en suð- ur spilaði eigi að síður spaða og gaf samninginn. Nákvæmari le,ð hjá sagnhafa hefði verið að spi,a strax spaðaás eftir spaða- drottningu og meiri spaða. Þa ef erfiðara fyrir suður að finna tig- ul til baka vegna takmarkaðra upplýsinga. 38 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.