Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 43
SKOP /
Maður nokkur kom inn í
búð og bað um tvö kíló af
pólskum bjúgum.
„Ertu pólskur?“ spurði
afgreiðslumaðurinn
Þessu svaraði maðurinn:
„Hvaða máli skiptir það?
Þið eruð alltaf að gera grín
að pólsku fólki. Ef ég hefði
spurt um ítölsk bjúgu, hefð-
ir þú þá spurt hvort ég væri
ítalskur?"
„Nei,“ svaraði afgreiðslu-
maðurinn.
„Ef ég hefði spurt um
þýsk bjúgu, hefðir þú þá
spurt mig hvort ég væri
þýskur?“
„Nei.“
„Afhverju spurðir þú þá
hvort ég væri pólskur þegar
ég bað um pólsk bjúgu?“
„Af því að þetta er járn-
vörubúð," svaraði af-
greiðslumaðurinn.
Jesús og Pétur stóðu við
Gullna hliðið er nýlátinn
maður kom þar að.
„Hvert er nafn þitt?“
spurði Jesús.
„Jósef.“
„Og við hvað starfaðir
þú?“
„Ég var smiður."
„Já og áttir einn son?“
„Sem hvarf... ?“
„Já, já.“
„Og hann hafði göt á
höndum og fótum?“
„Já.“
„Pabbi,“ hrópaði Jesús
þá.
„Gosi,“ svaraði maður-
inn.
Hvað þarf marga súrreal-
ista til að skipta um Ijósa-
peru?
Tvo. Annan til þess að sjá
um gíraffann og hinn tii að
fylla baðkarið af sultu...
Hvernig er best að veiða
dúfur?
Maður hoppar fram af
sjöundu hæðinni og syngur
um brauðmola...
Presturinn var að ræða
um hve hættulegt það væri
að aka ölvaður.
„Það gengur ekki að
blanda saman viský og
bensíni,“ sagði hann.
„Það er alveg rétt,“ svar-
aði einn áheyrenda. „Slíkt
hlýtur að bragðast alveg
hroðalega."
„Ég hef hugsað mér að
fremja sjálfsmorð."
„Já en mundu að skrúfa
fyrir gasið þegar þú ert
búinn.“
Stjörnuspá ffyrir vikuna 4. -10. febrúar
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Taktu vel eftir í samræðum
við aðra, atriði sem í fyrstu virðast
litlu máli skipta geta reynst þér
gagnleg vitneskja. Fjármálin eru I
nokkuð góðu lagi og munu fara
batnandi. Óvæntur gestur kemur I
heimsókn á næstunni.
Nautið
20. apríl - 20. maí
Fjárhagurinn vænkast
verulega á næstu mánuðum og þú
færð hrós fyrir vel unnið verk.
Breytingar eiga sér stað á vinnu-
staðnum, en þær venjast furðu vel,
einnig máttu eiga von á því að
skemmtanalífið verði fjörugt á
næstunni.
yTvíburat íir
21. maí - 21. júní
Skemmtanallfið verður
fjölbreytt hjá þér á næstunni og þú
munt eiga margar góðar stundir.
Þú þarft að gera ráðstafanir til að
ekki komi til árekstra þegar einka-
lífið er farið að taka tlma frá vinn-
unni.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Ósk þín um metnaðarfyllra
starf mun rætast snemma á árinu.
Þú stofnar til vináttu við aðila sem
býr erlendis og þessi vinátta á eftir
að veita þér mikla ánægju og
gleði.
Ljónið
23. júlí - 22. ágúst
Taktu ferðatöskurnar úr
geymslunni því allt bendir til þess
að ferðalag sé á næsta leyti. Tæki-
færi til að læra og auka við þekk-
inguna berast þér úr öllum áttum.
F>ú hittir einhvern sem þér þykir
mjög gaman að tala við, sem leiðir
til nánari kynna.
Meyjan
23. ágúst-22. septembér
Ef þú ert að hugsa um að
selja húsið þitt, bílinn, Ibúðina eða
verðbréf þá er góður tími núna.
Óvænt tækifæri býðst til að losna
við erfitt verkefni og um leið sam-
skipti við manneskju sem þér leið-
ist.
Vogin
23. sept. - 23. okt.
Nú er góður tími til að
gera áætlanir varðandi framtíðina,
hvort sem um er að ræða brúð-
kaup, ferðalag eða kaup á nýju
húsnæði. Heppnin er með þér sem
gerir allar framkvæmdir auðveldari
og ýmiss konar óvænt tækifæri
berast upp I hendurnar á þér.
Sporðdrekinn
24. okt. - 21. nóv.
Þú þarft að fara varlega ef
þú vinnur I starfi þar sem þú þarft
að hafa samskipti við margt ó-
kunnugt fólk. Berstu ekki á móti ef
þú finnur innra með þér hvað rétt
er að gera: þú hefur á réttu að
standa.
Bogmaðurinn
22. nóv. - 21. des.
Bjart virðist á næstunni hjá
þér varðandi þann hluta lífs þíns
sem snýr að ánægju, ást og börn-
um og þú færð kærkomið tæki-
færi til að bæta fyrir leiðindi sem
upp hafa komið. Verkefni sem
unnið er að heima fyrir ganga
nokkuð hægt en þetta hefst að
lokum.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Verkefni heima fyrir tekur
mun meiri tlma, orku og peninga
en þú hafðir gert ráð fyrir. Gættu
þess að þetta komi ekki niður á
vinnunni. Ferðalag virðist vera á
döfinni á næstunni.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Fjárhagurinn virðist ætla
að vænkast verulega á næstunni
og ástandið ætti að haldast gott út
árið, ef þú leggur ekki út I fjárfrek
innkaup. Ást og vinátta blómstra.
Fiskarnir
19. febrúar - 20. mars.
Það er mikið að gera hjá
þér og þú þarft að undirbúa þig vel
líkamlega undir aukið álag. Ovænt
ferðalag eða heimsókn riðlar vel
gerðri tímaáætlun binni.
VIKAN 43