Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 8
TEXTI: JÓN GUNNARSSON
LJÓSM.: PÁLL KJARTNSSON
Vikan tók tali þrjár starfskonur
Granda, þær Málhildi Sigur-
björnsdóttur trúnaðarkonu,
Hólmfríði Ingólfsdóttur trúnað-
arkonu og Ágústu Vigfúsdóttur. Allar þess-
ar konur hafa starfað við fiskiðnað í fjölda
ára eða eins og Málhildur orðar það: „Ég er
fædd með fisk í höndunum."
Hvað hafia konurnar til málanna að
le88Ía um málefini Granda?
Málhildur: „Sameining þessara fyrir-
tækja var kostuleg. Þegar kom til tals að
sameina ísbjörninn og Bæjarútgerðina
vogaði ég mér að spyrja Davíð Oddsson
borgarstjóra hvort Fiskiðjuverinu yrði þá
ekki lokað og okkur hent út, en ég vann í
Fiskiðjuveri BÚR fyrir sameininguna.
Hann sagði þá bara þvert nei, en svo kom
annað á daginn. Bæjarútgerðinni var
iokað. Ég man nú ekki hvað það var lokað
lengi áður en það var opnað aftur. En svo
í endaðan janúar 1986 vorum við keyrð
hérna yfir á Norðurgarð. Mér fannst við
vera leidd eins og fé til slátrunar því okkur
leið vel úti í Bæjarútgerð. Ég vil þó segja
það, að okkur líður ekki illa hérna á
Norðurgarði, en Fiskiðjuver Bæjarútgerð-
arinnar var alveg sérstakt hús, sér á báti,
gamalt hús og hafði sál. Þetta hús hérna er
ósköp fínt, gler og steinsteypa. Það sem
mér finnst vanta í þetta hús er sálin sem
var úti í Bæjarútgerð. Ég finn mjög svo fyr-
ir því. En það var tekið ósköp vel á móti
okkur þegar við komum hingað yfir og
það hefur alltaf verið nóg hráefni og nóg
að gera. En uppsagnirnar núna komu mér
spánskt fyrir sjónir, alveg eins og þruma úr
heiðskíru lofti, og okkur finnst þetta held-
ur kaldar sumarkveðjur. Okkur var sagt
það síðasta vetrardag að hér ætti að segja
upp 50 til 60 manns. Og þetta var kannski
enn kaldranalegra fyrir það að um það bil
viku seinna heyrði maður svo um bílinn til
stjórnarformannsins fyrir eina og hálfa
milljón. Ég skal nú reyna að vera kurteis,
en manni fannst þetta fjandi hart, svo ekki
sé fastar að orði kveðið. Þetta eru hvorki
meira né minna en árslaun fyrir 6 manns
sem vinna hérna hálfan daginn, og því er
það eins og högg undir beltisstað, svo ég
noti hnefaleikamál. Okkur þótti þetta
fjandi hart.“
„Var alltaf smárígur
á milli fyrirtækjanna“
Ágústa: „Ég vann hjá ísbirninum fyrir
sameininguna og líkaði vel. Ég get eigin-
lega ekkert sagt um sameininguna. Ekki
get ég útskýrt hvers vegna mér líkaði vel
hérna. En fólkið var svo samhent, eins og
ein stór fjölskylda. Þetta var ekki mjög stór
hópur en andrúmsloftið var gott, góðir
verkstjórar og margt sem hjálpaði til. Við
kviðum talsvert fyrir miklum breytingum
sem við vissum ekki hvernig yrðu. Ekki
vissum við hvort við yrðum sendar út í
Bæjarútgerð eða hvort fólkið úr Bæjarút-
gerðinni yrði sent til okkar. Við veltum
þessu fyrir okkur og kviðum umskiptun-
um. Okkur fannst allt í svo mikilli óvissu.
Ég var búin að finna fyrir því áður að það
var alltaf smárígur á milli fyrirtækjanna,
svo það var talsvert rætt um það hvað yrði.
En svo kom allt þetta fólk hingað. Ég átti
dóttur úti í Bæjarútgerð og hún var mjög
sár og kvíðin yfir því að þurfa að fara
hingað. Henni fannst þetta allt vera voða-
legt, held ég. En þegar við fréttum að fólk-
ið ætti að koma hingað þá ákváðum við að
gera okkar besta til að láta allt ganga vel og
taka þessu fólki eins bærilega og við gæt-
um og alls ekki að setja okkur á háan hest.
Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta
fólk, sem var að koma á nýjan vinnustað,
þyrfti að jafna sig á því. Og þetta gekk bara
mjög vel hjá okkur, miklu betur en við ótt-
uðumst í fyrstu. Ég sé ekki að það sé neinn
munur á fjölskyldunni.
Grandi fór mjög vel af stað og allt gekk
vel, töldum við, og þetta átti að bjarga
borginni frá alls konar skuldum og ég veit
ekki hvað, því það var alltaf talað um að
það hafi þurft að borga svo og svo mikið
með Bæjarútgerðinni. Okkur fannst að það
hlyti að ganga vel. Það var alltaf nóg hrá-
efhi og aldrei neitt stopp nema um jólin
þegar sjómennirnir voru í fríi. Mér finnst
að maður hafi ekki tekið svo mikið eftir
því að allt væri á svona mikilli niðurleið í
þessu. Mér fannst ég ekki geta merkt það
fýrr en þeir komu svo allt í einu einn dag-
inn í hádeginu til að segja okkur að það
ætti að segja upp 60 manns. Það svoleiðis
datt af manni andlitið og maður stóð með
öndina í hálsinum. Maður vissi ekki hvað-
an á sig stóð veðrið og hlustaði stjarfúr á
þetta. Svo átti að loka mötuneytinu og síð-
ar kom upp að það ætti að hætta að keyra
okkur til og frá vinnustað. Þetta var aug-
ljós samdráttur og fólk varð niðurdregið
hvort sem það átti að vera áfram eða
hætta. Við sem ekki eigum að fara urðum
alveg eins óánægð. Okkur tekur þetta sárt
fyrir hitt fólkið. Við sjáum eftir þessum fé-
lögum þegar þeir fara, en margt er óðum
að fara, jafnvel fólk sem ekki var sagt upp.
Því finnst að það ríki svo mikil óvissa
hérna.
Eitt kvöldið var komið út í rúturnar sem
áttu að keyra okkur heim eftir vinnutíma.
Það eru þrjár rútur sem keyra fólkið heim
og þegar það var komið út í fyrstu rútuna
vildi það flýta sér heim og sagði bílstjóran-
um að það væri komið fram yfir vinnu-
tíma. Þá sagði bílstjórinn að þeir hefðu
verið beðnir að bíða. Svo var komið út í
rúturnar og okkur tilkynnt að þessi heim-
keyrsla yrði tekin af. Heimkeyrslan hefur
verið eins lengi og ég man eftir mér, eða
það finnst mér. Ég man eftir því þegar ég
var krakki að fólk var keyrt heim í gömlu
boddý-bílunum frá fiskvinnslustöðvunum
og frystihúsunum."
Málhildur: „Ég man eftir heimkeyrslu í
gamla ísbirninum úti á Nesi. Ég var þar í
fiskvinnu sem krakki og ég man eftir því
að þá var maður sóttur í vinnu á boddý-bíl
inn á Rauðarárstíg og svo var maður
keyrður til baka eftir vinnu.“
Ágústa: „Það er alveg klárt að nú á að
leggja þetta niður og líka mötuneytið. Ég
held að kokkurinn sé þegar farinn."
„Öll stjórnin ætti að
segja af sér“
Hólmfíríður: „Ég veit ekki hvað ég á að
segja um þetta til viðbótar. Um bílakaup
Ágústa: - Mér finnst
starfið ágætt. Ég held
t.d. ekki að ég vildi
frekar vinna í verslun
og bíða eftir viðskipta-
vinum.“
stjórnarformannsins hefur mikið verið
rætt og sumir hafa sagt að hann ætti að
segja af sér. Ég vil nú ekki taka undir það.
Ég held að öll stjórnin ætti að segja af sér.
Það hlýtur að vera öll stjórnin sem hefur
ákveðið þessi bílakaup. Ekki hefur formað-
urinn bara farið út í búð og keypt bíl og
skrifað hann hjá Granda. Mér finnst ekki
vera hægt að klessa þessu á hann einan,
þótt þetta sé auðvitað helvítis ósvífni, bara
að fara fram á þetta. En auðvitað er það öll
stjómin sem ræður þessu. Þetta er eins og
kjaftshögg á fólkið. Ég held helst að það sé
bara hálflamað. Það hefúr komið liver
skellurinn á fætur öðrum og gengið ffam
af fólki. Maður bíður bara á hverjum degi
og spyr sjálfan sig: Hvað kemur næst? Þeg-
ar maður er kallaður inn til verkstjórans,
ég tala nú ekki um forstjórans, þá fær mað-
ur bara hjartslátt - hvað á nú að gerast?"
Við höfum rætt vítt og breitt um
málefni Granda. En hvað viljið þið
segja um sjálfa verkalýðshreyfinguna?
Viljið þið nú ekki segja eitthvað
fallegt?
Máhildur: „Verkalýðshreyfinguna á að
stokka upp, algjörlega upp á nýtt. Og ann-
að er það að þeir sem veljast til forystu fyr-
ir verkafólk eiga alveg að snúa sér að þeim
málum en ekki að vera að vasast í pólitík
og öðrum málum. Það er bara fullt djobb.
Mér finnst að þetta fólk eigi bara ekki að
vera í neinu öðru."
Hólmfríður: „Þeta er alveg rétt. Á
meðan þetta eru verkalýðsforingjar eiga
þeir að sinna því starfi. Ég tel að þetta fólk
hafi ekki gert það sem skyldi.
8 VIKAN