Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 13

Vikan - 23.06.1988, Page 13
Konurnar hjá Granda hf. finnið þið ykkur svo gott húsnæði þegar aðrir er að drepast úr húsnæðisleysi? „Bjartsýni er lykilatriði." „Við höfðum nasaþef af þessu húsi.“ „Maður þarf líka að vera svolítil rotta.“ „Rotta?“ ,Já, svolítil.“ „Tíminn hentar líka báðum aðilum mjög vel. Farið verður að nota húsnæðið aftur í haust." Nú kom smáþögn. Allir önduðu og bjuggu sig undir næstu hrinu. Andrúms- loftið brosti. Líka ég. Um hvað er verkið? „Verkið er unnið upp úr spuna ásamt öðrum þáttum sem eru dregnir inn. Text- inn er eftir einn úr hópnum, Dúa, Stein- grím Másson, í samvinnu við Kára Halldór." „Kári gerir leikrammann." „Það sem mætist í þessu verki er textinn, vinnan í vetur, húsnæðið, við og Kári.“ „Þetta er ekki bara spunaverk." „Heldur ekki pornógrafískur helgileik- ur.“ „Við höfúm gefið okkur tíma í vetur til að leita að leiðum sem við höfúm fúndið og notum til að vinna þetta verk.“ Þögn, allir hugsa. „Þetta er einhvers konar eltingarleikur sem við höfúm þróað." „Við viljum afhjúpa manninn í okkur sjálfum og vonandi áhorfendum." lvAnnars ættum við ekkert að segja. Verkið er ennþá að þróast og verður allt fram að síðustu sýningu." „Maður myndar sér ekki eina rétta skoð- un á því. Maður skynjar það kannski frekar en sér. Þetta er ákveðin lífsreynsla." Á að halda áfram? Tíminn virtist standa í stað. Þau eru lif- andi, manneskjur með markmið sem nást. Ég reyndi að fá þau til að tala um hina, það sem aðrir eru að gera. Þau voru treg til að tjá sig. „Við erum ekki að berjast við neinn og alls ekki leikhúsin." „Við erum ekki að móta nýja stefnu.“ „Samt má það koma ffam að okkur finnst það útbreiddur misskilningur að bara sumir útvaldir megi eiga við listina. Það má leika sér með iistform þó ekki hafi verið farið í skóla og lært.“ Þetta er stór sannleikur. „Við stefhum á ffumsýningu um miðjan júní. Við erum bjartsýn á að sýna í sumar því við lendum t.d. inni í miðri Listahátíð." Og framtíðin. Á að halda starfinu áffam? ,Já, tvímælalaust, eða hvað?“ Þau líta hvert á annað. „Það hefúr nú eiginlega ekkert verið rætt, heldur bara einblínt á þessa sýningu." Þar með afgreitt. En þau halda áffam. Það er á hreinu. Maður finnur það. Og ég gekk út í sólina, brosandi. upp- lifunin var sérstök. Að sitja með svo óvenjulega venjulegu fólki í hálftíma og rabba er eitthvað sem gefur. Og þau munu gefa meira í sumar. Þau verða á sama stað, vestast í vesturbænum, og þau munu gleðja þig, sannaðu til. Sjáumst í sumar. Ég ætla að sitja í ffemstu röð... Frh. af bls. 9 140 þúsund á ári eins og kom ffam í viðtali við Þröst Ólafsson. Ég spyr: Er ekki of mik- il eyðsla í yfirbyggingunni? Það er verið að naga utan í undirstöðurnar með öllum þessum uppsögnum. Yfirbyggingin er orð- in of viðamikil og er hún ekki einnig orðin of kostnaðarsöm? Er það ekki þess vegna sem þessu fýrirtæki gengur svona illa? Ég veit ekki hvað þeir hafa í kaup hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa, framkvmdastjórar eða framleiðslustjóri og verkstjórarnir þar, en það væri gaman að fá að vita það, hvort þeir hafi sambærilegar tekjur. Það er skrýt- ið að því fyrirtæki skuli ganga svona miklu betur en þessu. Það væri gaman að fá svör við þessu.“ „Byrjad á öfugum enda“ Ágústa: „Ég vil bæta því við að þegar svona sviptingar eru, þá er illt að fá ekkert að vita fyrr en það kemur einhver skellur á mann. Við vissum náttúrlega ekkert um þennan bíl fyrr en eftir að fólkinu var sagt upp, og þegar fýrirtæki fer að segja upp í svona stórum stíl þá er alltaf eitthvað bog- ið við það. Þá er farið að kafa ofan í ýmis- legt. Það er farið að losa sig við fólk og byrjað á öfugum enda. Ég hef ekki heyrt um að neinum hafi verið sagt upp á skrif- stofunni. Ég minnist þess að einn af stjórnendun- um hér var spurður um það í einhverjum fréttum hver hefði verið viðmiðunin þeg- ar ákveðið var hverjum yrði sagt upp og svarið var: „Mætingar og hæfni var viðmið- unin.“ Ég veit um eina stúlku sem sagt var upp sem hafði mætt hundrað prósent fyrir utan kannski veikindi. Svo fór þessi stúlka á vinnumiðlun til að sækja um starf og þegar í ljós kom að hún var frá Granda var hún spurð hvort hún mætti svona illa. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að mennirnir skyldu segja svona í sjón- varpinu." Hólmfríður: ,Já, ég tek undir þetta. Það er verið að undirstrika að fólk sé ekki hæft eða sé alltaf veikt eða mæti illa. Þegar fólk mætir vel og stendur sig yfirleitt vel, eins og margt af því fólki sem sagt var upp, þá er það rosalegt að fá þetta framan í sig. Það hlýtur að vera áfall þegar einn af ráða- mönnum fyrirtækisins lýsir því yfir í fjöl- miðlum að fólki hafi verið sagt upp eftir því hvernig það hafi staðið sig. Hvað eiga aðrir að hugsa? Aðrir vinnuveitendur hljóta að álíta að þetta fólk mæti illa til vinnu eða að því sé í einhverju ábótavant. Þetta máttu mennirnir hér hjá Granda ekki gera. Margt af því fólki sem sagt var upp var eldra fólkið sem passar sig yfirleitt mjög vel til vinnu og er samviskusamt. Það verður áreiðanlega erfitt fyrir margt af því að fá vinnu." Málhildur: „Ég veit mörg dæmi þess að eldra fólkið heftir mætt sárlasið til vinnu heldur en að mæta ekki.“ Hólmfríður: „Það eru líka dæmi um það að hér sé fólk sem hefur mætt illa en var ekki sagt upp.“ MálhUdur: „Þessi regla er því alls ekki einhlít. Hér var til dæmis sagt upp gæða- stjóra sem virkilega var búinn að vinna gott starf. Hann setti strangari reglur um fötin, til dæmis að húfúrnar væru vel yfir hárið og fleira í sambandi við hreinlætið. Þetta hús hefur fengið verðlaun fýrir gæði og hreinlæti sem hann á áreiðanlega stór- an hlut að. Honum var sagt upp. Þessum manni var áreiðanlega ekki sagt upp vegna slæmrar mætingar. Mér fannst hann alltaf mæta. Manni finnst margt af þessum upp- sögnum vera vanþakklæti. Ég veit að frysti- húsið var til dæmis búið að fá viðurkenn- ingu að utan frá Coldwater og það þurfti mikið til að fá slíka viðurkenningu. Ég vil segja vegna þessa fólks sem er að fara úr húsinu og við erum búin að vinna með í mörg ár, gamlir og góðir vinnufélag- ar margir hverjir, að við eigum eftir að sjá mikið eftir þessu fólki og sakna þess mikið. Við erum búin að þola með þessu fólki súrt og sætt, sameininguna og tilfærslur hingað yfir, og ganga í gegnum ýmsa hluti með því. Ég held að flestir séu sammála mér um að við eigum eftir að sjá mikið eft- ir þessu fólki. Þetta er allt afar sárt,“ sagði Málhildur að lokum. □ VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.