Vikan


Vikan - 23.06.1988, Síða 27

Vikan - 23.06.1988, Síða 27
undir augnabrúnunum er mikil þannig að þegar hún er með augun opin þá hverfa augnlokin svo til alveg. Til að gera minna úr pokunum sem virðast hanga yflr augun- um er sett mikið af nokkuð dökkum skugga á þetta svæði, dreiíit vel úr honum upp og út, næstum að augnabrúnum. Skugginn er dýpkaður þegar nær dregur ytri brúnum og látinn vísa á ská upp á við. Einnig var örmjó lína dregin meðfram augnhárunum á efri augnlokum og einnig fyrir innan neðri augnhár. Petta gerir augnlögunina ákveðnari og mikið af mask- ara var sett á augnhárin sem voru nærri ósýnileg áður. Stutt bil á milli augnanna: Þegar bilið er stutt á milli augnanna þá er best að setja ljósan augnskugga við augnkrókana og þá virðist bilið vera meira. Síðan er dökkur skuggi settur við ytri brúnir. Á myndinni FYRIR EFTIR sést að dökki augnskugginn nær langt í átt- ina að gagnaugunum. Fyrir ofan effi augn- hár var máluð örfín lína og mjúk lína fyrir neðan þau neðri, frá miðju og út — þannig virkai bilið milli augnanna meira. Maskara verður auðvitað að nota, síðan var augn- abrúnalínan skerpt með blýanti. Mikið opin augu: Áberandi augnlok og langt bil á milli augna og augnabrúna gera það að verkum að viðkomandi virðist allt- af hálf hissa. Á móti þessu er unnið með FYRIR EFTIR því að bursta ljósum augnskugga yfir augn- beinið, nokkuð dökkan, en óræðan lit á augnlokin og enn dekkri lit eftir brún augnbeinsins og til að forma augað — litur- inn nær akkúrat hálfa vegu upp að augna- brúnunum frá augnloksboganum. Þar sem augnlokið er sérlega breitt þá er þar mikið pláss fyrir augnmálningu og hægt að hafa breitt strik fýrir ofan augn- hárin. Lína var sett fyrir ofan neðri augn- hár. Djúpt liggjandi augu: Jafnvel stór augu sem eru djúpliggjandi geta virkað lítil. Hér var hvítur augnskuggi settur á augnlokin, U1 að ná þeim ffam. Einnig var settur ljós litur í augnkrókinn af því bilið á milli augnanna er einnig nokkuð stutt. Djúpt- Iiggjandi augu mynda í raun sinn eigin skugga, þannig að skugginn sem settur var á augnbeinsbrún miðja vegu upp að auga- brúnum var ekki mikill eða sterkur. Augn- lína var dregin fýrir ofan effi augnhár. FYRIR EFTIR Byrjað á mjög fínni fínu í augnkróknum sem fór breikkandi. Þetta, ásamt maskara, gerir mikið til að ná augunum úr felum. Stúlkan á myndinni er auk þessa með ffemur hátt enni og til að draga úr því eru augnabrúnirnar burstaðar upp. Þreytuleg augu: Þegar augun vísa niður á við þá virðist viðkomandi alltaf vera þreyttur. Þessu var breytt með því að setja skugga undir augnbeinsbrúnina sem end- aði í línu sem vísar upp á við. Augnlokin voru höfð ljós en augnlína dregin frá augn- krók út á enda augnloks þar sem Iínan breikkaði aðeins. Smávegis af augnskugga var sett undir neðri augnhárin ásamt afar fínni línu, beint undir augnhárunum. Stór, þung augnlok: Það getur verið gott að vera með stór augnlok, af því þau er hægt að mála mikið. Aftur á móti geta þau virkað þung, þannig að augnsvipurinn FYRIR EFTIR virkar syfjulegur. Til þess að vega á móti þessum syfjulega svip var settur ljós augn- skuggi á augnlokin, augnumgjörðin form- uð með dekkri lit sem settur var á augn- loksbrún og hálfa leið upp að augnabrún- um — og síðan breiða, mjúka línu fyrir ofan effi augnhárin. Þegar augnhárin eru löng en bein, þá verður áherslan á syjulega svipnum enn meiri. Breytingin sem verður við það að bretta augnhárin upp með augnhárabrett- ara og mála þau síðan strax á eff ir með ma- skara, er hreint ótrúleg - eins og myndirn- ar sýna og sanna. FYRIR EFTIR Lítil augu: Jafnvel lítil augu geta virkað sterkt þegar búið er að mála þau á réttan hátt. Lítið fyrst á „fyrir“ myndina og síðan á muninn sem varð við það að ljós augn- skuggi var settur yfír allt augnlokið og síð- an mynduð umgjörð með því að setja mik- ið af dökkum skugga - en mjúklega - ffá augnloksbrún hálfa Ieið upp að auga- brúnum. Einnig var sett mjúldega dálítið af skugga undir neðri augnhár og að lokum ljós litur undir augnbrúnirnar. Skoðið „á eftir“ myndina vandlega og þá sést að þessi litur undir augnabrúnum gerir beinabygginguna umhverfis augun ákveðnari. Maskari á augnhárin opnar aug- un enn betur og lætur þau virka stærri. Krumpuð augnlok: Forðist að nota sans- eraða augnskugga, þeir endurkasta birt- unni og augnlokin virðast enn hrukkóttari. Augnskuggar sem eru ekki sanseraðir gefa mýkra útlit og endurvarpa ekki birtunni á sama hátt, þannig að áherslan verður minni á augnlokin. Djúpir, reyklitaðir tón- ar eru bestir — en ekki setja of mikinn lit. Notið maskara og augnlínulit til að beina athyglinni að augnhárunum, frá augnlok- unum. Augnmálning fyrir þær sem nota gleraugu Það sem fyrst og fremst verður að hafa í huga til að vinna ám óti glampanum í glerjunum er að nota nóg af augnmáln- ingu. Það þýðir alls ekki að nota þurfi mjög mikið eða mjög sterka liti, en það þýðir ekki að setja á sig föla og gegnsæja, eða sanseraða liti og ætlast til að þeir sjáist. Notið þess í stað djúpa og náttúrulega tóna — Ijósbrúna, drapplita, gráa — og ljósbleika eða ljósdrapplita fyrir neðan augnabrýr. Leggið áherslu á beinabygg- ingu með því að forma hana með dekkri skuggum, þannig að þrívídd myndist sem sést vel í gegnum gleraugun. Þegar gleraugnaumgjörð er valin er betra að velja hana ekki mjög litla sem virðist þrengja að augunum. Því meira af augnsvæðinu sem sést í gegnum gleraug- un því svipmeiri verður augnmálningin. Gler sem eru aðeins lituð hylja aðeins hrukkótt augnlok og bauga undir augun- um, en mjög ákveðnir litir eins og fjólu- blár og bleikur gera augnmálninguna svip- litla. n VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.