Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 31

Vikan - 23.06.1988, Page 31
Langar þig til að beija bamið? það hefur áhrif stafar það af því að of- beldi fær barnið til að hegða sér rétt vegna óttans við sársauka og reiði for- eldranna. Það er betra að barnið hegði sér rétt vegna þess að það elskar for- eldra sína og vill geðjast þeim. Ekki gera það! Dálkahöfundur um uppeldismál í Banda- ríkjunum, dr. Benjamin Spock, segir að slíkt geti valdið varanlegri gremju hjá tilfinninganæmu barni og geti leitt til verulegra hegðunarvandamála hjá óþægu barni. BARNAUPPELDI Aðrar refsingar sem foreldrar gætu notað er til dæmis að taka af barninu uppáhaldsleikfangið í einn dag eða svo eða einangra barn sem lætur ekki að stjórn. Að senda barn upp í herbergi sitt í ákveðinn tíma getur haft góð áhrif svo lengi sem slíkt er notað á vinalegan hátt og sem leið til þess að hjálpa barninu að róast. Nær allir foreldrar finna einhvern tím- ann hjá sér þörf til að berja eða flengja barn sitt, hvort sem þeir hafa trú á slíku eða ekki. Til dæmis ef barnið brýtur verð- mætan hlut, sem því hefur verið sagt að snerta ekki, eða þegar 7 til 9 ára barn hleypur út á götu og sleppur naumlega frá því að verða fyrir bíl, eða þegar 11 ára gamalt barn er staðið að stuldi og það reynir að Ijúga til að losna úr klíp- unni. Foreldrar eiga það yfirleitt til að refsa börnum sínum á sama hátt og foreldrar þeirra refsuðu þeim, hvort sem það var með barsmíðum, tiltali eða afnámi for- réttinda. Þannig flytjast þessar refsingar, hvort sem þær eru góðar eða slæmar, frá kynslóð til kynslóðar. Dr Spock veltir því fyrir sér hvers vegna líkamlegar refsingar eru svo al- gengar sem raun ber vitni til að kenna börnum muninn á réttu og röngu. Hann segir að tvennt komi þar til. Hið fyrra er einfaldlega sú trú að best sé að með- höndla vissar tegundir óþekktar á þenn- an hátt. Hið seinna á sér mun dýpri rætur og felst í því hvernig foreldrar bregðast við óþekktinni, sú reiði sem gripur foreldri er barn þess er óþekkt, sérstaklega ef ögrun felst í misgjörðinni eða afstöðu barnsins. Áskorun barnsins á vald for- eldrisins kallar fram felmtur: flengja börn sín af því að þeir höfðu sjálfir orðið fyrir barðinu á slíku er íhugunar- verð af því að það vekur þá spurningu hvort líkamlegar refsingar valdi einhverj- um skaða,“ segir dr. Spock. „Það er augljóst að ef elskandi foreldrar nota slíka refsingu stöku sinnum getur það vart skaðað, eftir allt. Milljónir af góðum mönnum og konum hafa hlotið þannig uppeldi. En ég tel að til séu betri leiðir til að hafa áhrif á börn. Þegar líkamlegum refsingum er beitt oft, sérstaklega af upp- stökkum og ströngum foreldrum, marg- faldast hin neikvæðu áhrif þeirra. Slíkt ýtir undir það viðhorf hjá barninu að of- beldi sé í raun ekki slæmt og að leysa megi vandamál og deilur með því.“ Óttinn við sársaukann eða óttinn við reiðina Mikilvægasta röksemdin fyrir því að nota ekki líkamlegt ofbeldi er sú að ef „I mínum augum er besta leiðin til að tryggja góða hegðun að foreldri sýni barni sínu ást og virðingu frá byrjun og gefi því gott fordæmi. Þegar foreldrar öskra og slá koma þeir í veg fyrir að barn þeirra vilji geðjast þeim, sem er barninu eðlislægt, og um leið minnkar ást og virð- ing barnsins. Til langs tíma litið gerir það foreldrinu erfiðara fyrir að aga barn sitt með hörku,“ segir dr. Spock. „Þú telur kannski að þitt barn muni aldrei bregðast við neinu sem er eins milt og gott fordæmi eða kurteis beiðni ef það hefur vanist harðari meðulum. En það tekur ekki langan tíma að snúa barninu á rétta braut. Ef óþekkt barnsins er stöðugt meðhöndluð á þennan hátt lærist því brátt að það kemst ekki upp með óþekkt- ina til lengdar og það sem meira er; sam- bandið milli barnsins og þín batnar mikið og sú árátta að vera með óþekkt minnkar að mun.“ □ Barnið gæti náð undirtökunum Ef foreldrið bregst ekki fljótt við og af afli gæti barnið náð undirtökunum og niðurstaðan orðið að foreldrið missi eitthvað af valdi sínu til frambúðar. Dr. Spock hefur ekki trú á því að barn eigi að komast upp með slíkt, en hann telur að til séu áhrifaríkar aðferðir til að fást við vandann aðrar en líkamleg refsing. Það sem sannfærði lækninn um þetta var sú reynsla hans eftir áralanga ástund lækninga að í mörgum fjölskyldum þar sem ekki var beitt líkamlegum refsingum voru börnin samt samvinnuþýð, kurteis og nærgætin. í sumum þessara fjöl- skyldna höfðu foreldrarnir ekki verið beittir ofbeldi. í öðrum var þessu öfugt farið, en þá mundu foreldrarnir að ofbeld- ið hafði haft neikvæð áhrif. „Viðbrögð þeirra foreldra sem ekki

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.