Vikan


Vikan - 23.06.1988, Side 32

Vikan - 23.06.1988, Side 32
UMSJÓN: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Það þarf ekki endilega að vera glamp- andi sólskin og blíða til að hægt sé að grilla úti. Meira að segja hjálpar það aðeins til að mynda sumarstemningu að finna grillilminn í loftinu, jafnvel þó suddi sé úti. Við á ritstjórn Vikunnar fundum til nokkrar óvenjulegar grilluppskriftir og grilluðum í hálfgerðri rigningu. Veðurfarið kom ekki aö sök því maturinn bragðaðist afar vel, enda yfirbragðið suðrænt. Við völdum að sjálfsögðu einn lamba- kjötsrétt, til að minnka lambakjötsbirgð- irnar og svo er lambakjötið einna best á grillið, auk þess einn svínakjötsrétt því svínakjöt er einnig sérlega Ijúffengt grillað. Bakaðar kartöflur eru alltaf mjög góðar en dálítið mikið notaöar, við ákváðum að sleppa kartöflum að þessu sinni og hafa meðlætið óhefðbundið - og þá eru það uppskriftirnar: r-■ ■- ■ . . ■- , í_■■ -:■ ■'■' ■/' • .. : •• *• A t"“'\ . ■ -'* /' \- • \ " J ■BCT ' j v nw y ' i ■:ih, i _. ) ■; 1 ’ •\ v *■". ■ ^ L * J f . y Grillréttir með suðrœnu yfirbragði Lambakótilettur Teriyaki 1/2 dós Beef Consomme (kjötkraftur) 1 tsk. jurtasalt 1 hvítlauksgeiri, kraminn 2 msk. púðursykur eða hunang 1/4 bolli Soyasósa 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. engifer 25 piparkökur 6 tvöfaldar lambakótilettur Blandið öllu saman í marineringuna, nema piparkökunum. Þær eru muldar fínt. Á botninn á fati er sett lag af mylsn- unni, kótiletturnar lagðar þar ofan á og síðan því sem eftir er af mylsnunni stráð vel yfir. Vökvanum hellt varlega yfir og þetta látið inn í ísskáp þar sem það bíður í 24 klst. Þegar grillið er tilbúið þá eru kótilett- urnar grillaðar um 5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær eru tilbúnar. Gott er að pensla grillristina með olíu áður en kjötið er sett á til að kjötið festist síður við og fína skorpan rifni af. (Við vitum að piparkökurnar virka dálít- ið einkennilegar í grillréttaruppskrift, en þetta er sérkelga bragðgott.) Súrsœtt svínakjöt 1 kg. svínahnakksneiðar 1 laukur, saxaður 1/2 ds. tómatsósa (tomatosauce) 4 msk. soyasósa 1/3 bolli púðursykur 1/2 dós ananasbitar 1 græn paprika, söxuð 3 msk. Worchestershire-sósa 1 msk. sinnep 1/3 bolli rauðvínsedik Öllu blandað saman, munið að nota safann af ananasinum, og kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. 1 klst. helst yfir nótt. Sneiðarnar eru settar á grillið u.þ.b. 5 mínútum á undan lambakjötinu og snúið við á miðjum grilltíma. Gott er að smyrja þær með aðeins meiri grillsósu á meðan á grilltíma stendur. Eins og fyrr segir ákváðum við að hafa meðlæti óhefðbundið og útbjuggum apþ- elsínusalat sem er mjög ferskt og frísk- andi með krydduðu kjötinu. Ferskir sveppir voru penslaðir með soyasósu og settir á grillið síðustu 5 mínúturnar og þeim snúið nokkuð oft, laukur skorinn í tvennt var grillaður með og að lokum var hvítlauksbrauð sem búið var til úr snittu- brauði. Eftirrétturinn fór auðvitað á grillið líka, en það voru grillaðir bananar. Appelsínusalat 1 pk. appelsínuhlaup 1 dós sýrður rjómi 4 appelsínur 1 pk. hnetuflögur Hlaupið er leyst upp í 1 bolla af sjóð- andi vatni. Þegar hlaupið er orðið volgt þá er sýrða rjómanum blandað saman við með handþeytara. Appelsínurnar eru brytjaðar nokkuð smátt og þeim blandað út í ásamt hnetuflögunum. Látið stífna í 2 klst. Hvítlauksbrauð Snittubrauðið skorið í ca. 3 cm bita. Þeir smurðir báðum megin og síðan er stráð yfir þá blöndu af Parmesanosti og hvítlauksdufti, eftir smekk). Smurða hlið- in látin snúa niður á grillið og grillað í ca. 2 mín á hvorri hliö. Við viljum vekja athygli lesenda á því að griilið sem notað var til að steikja þessa gómsætu rétti er eins og það sem er aukavinningur í sumargetraun Vikunnar. Wait heitir það og fæst í versiuninni Bústofn við Smiðjuveg í Kópavogi. - Sjá bls. 24. 32 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.