Vikan - 23.06.1988, Side 38
Hleyptu rómantíkinni
að nýju í hjónabandið
Um höfundinn:
Svala Björgvins-
dóttir fluttist til
Kaliforníu fyrir
mörgum árum.
Hún og nokkrar
vinkonur hennar
fóru þangað til að
vinna og ílentust
síðan allar, giftust og eignuðust börn.
Svala giftist Larry Schwartz og eiga
þau þrjú uppkomin börn, sem flutt eru
að heiman, að meira að minna leyti,
því þau eru alltaf með annan fótinn
heima ennþá. Eftir að börnin uxu úr
grasi tók Svala sér ýmislegt fyrir
hendur; lærði m.a. innanhússskreyt-
ingu og fór út í fasteignaviðskipti. Það
var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem
hún fór út á alveg nýja braut, sem virð-
ist liggja vel fyrir henni. Bandaríska
tímaritið New Woman efndi til sam-
keppni meðal lesenda sinna þar sem
þeir áttu að senda inn grein þar sem
efnið var: „Hvers vegna halda ham-
ingjusamlega kvæntir menn framhjá?"
Svala var ein fjölmargra sem sendi inn
grein og það var hennar grein sem
vann til fyrstu verðlauna. Síðan hefur
hún sent inn fleiri greinar og fengið
viðurkenningu fyrir. Svala leyfði okkur
að birta verðlaunagreinina.
íslensk kona Svala Björgvinsdóttir, hlaut
fyrstu verðlaun í samkeppni sem banda-
ríska tímaritið New Woman efndi til um
greinarefnið: „Hvers vegna halda ham-
ingjusamlega kvœntir menn framhjd?"
SS stin er ástæðan sem liggur að baki
hjá okkur flestum þegar við göng-
um í hjónaband og við vonumst
til að lifa hamingjusöm saman
það sem eftir er.
Hamingjusamt hjónaband er ekki sjálf-
gefið, það verður að vinna að því og mak-
inn verður að koma á undan börnunum og
á undan starfi okkar.
Þegar hveitibrauðsdögunum lýkur tek-
ur hversdagsleikinn við; reikningarnir,
aldrei nógir peningar til að greiða þá alla,
ungbarnið, bleiurnar, uppþvotturinn. Þeg-
ar báðir aðilar vinna úti og eiga að vinna
heimilsstörfm saman þá endar það oft í
riffildi um það hver eigi að gera hvað.
Að læra að tala saman er mjög mikil-
vægt, þannig að við getum tjáð hvort öðru
það sem okkur fmnst hverju sinni. Þú ert
ekki að gera honum neinn greiða með því
að bæla reiðina innra með þér, gremju og
öfúnd. Þetta kemur hvort eð er að lokum
fram, annað hvort með því að þú segir það
eða líkami þinn sýnir það. Fólk sem bælir
allar tilfinningar innra með sér verður oft
veikt, fær magasár, höfúðverk, gigt og jafn-
vel krabbamein.
Það er í þínu valdi
að skapa andrúmsloftið
Við lifum í umhverfi sem við höfum sjáif
skapað. Ef við erum óánægð með það þá
erum það við, enginn annar, sem getur
breytt því. Við getum aðeins breytt sjálf-
um okkur og fólk bregst við í samræmi við
það hvernig við komum fram við það og
framkomu okkar fáum við borgaða til baka
í sömu mynt. Það er í þínu valdi að skapa
andrúmsloftið í fjölskyldunni, annaðhvort
36 VIKAN