Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 47

Vikan - 23.06.1988, Page 47
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: ■ Ekki er Ijóst hvort haft er í huga að dreifbýl- ið verði byggi- legra eða hvort auðveldara verði fyrir fólk að flytjast utan af landi og d höfuðborgar- svœðið. Um óstjóm og óróðsíu fyrir sunnan Í^að þætti líklega ekki gott Phjá okkur hérna fyrir norðan ef við í hrepps- nefndinni stjórnuðum eitt- hvað í líkingu við það hvernig þeir stjórna í ríkisstjórninni fyrir sunnan, að maður tali ekki um óráðsíuna hjá Reykja- víkurborg. Og svo er verið að tala um að þenslan sé of mikil í þjóð- félaginu. Launin mega ekki hækka því þá mun verðbólgan aukast. Skattar og álögur auk- ast og hvergi er hægt að lækka, ekki rafmagn, ekki hitunar- kostnað, ekki söluskattinn og ekki álögur frá hendi ríkis né sveitarfélaga. Samt virðast op- inberir sjóðir svo stöndugir að hægt er að ráðast í nýjar risa- ffamkvæmdir eins og veitinga- hús á hitaveitutönkunum á Öskjuhlíð. Og ekki dugar minna en að herlegheitin eiga að snúast. Ekki má gleyma ráð- húsinu enda þegar búið að tala og skrifa alltof mikið um það hús. Á stórum ffamkvæmdalista er einnig ný íþróttahöll sem taka á 7 eða 8 þúsund í sæti svo mögulegt sé að halda al- þjóðlegt handknattleiksmót. Skítbilleg rós í hnappagatið og kostar litla 30 eða 40 millj- ónatugi. Þjóðarheiður fellur eða stendur með því að hægt sé að halda þetta mót. Nýr hálendisvegur er orð- inn brýnn og styttir leiðina til Norðurlands að mun, 7 mán- uði ársins. Það sást einhvers- staðar á prenti að þessi vega- ffamkvæmd myndi tengja dreifbýlið við þéttbýlið á Suð- vesturhorninu. Ekki er ljóst hvort haft er í huga að dreif- býlið verði byggilegra eða hvort auðveldara verði fyrir fólk að flytjast utan af landi og á höfuðborgarsvæðið. Þetta kostar ekki nema nokkur hundruð milljónir. Framkvæmdir við Þjóðar- bókhlöðu hafa þegar dregist á langinn og verður vafalaust á dagskrá næstu árin þó pening- ar virðist nógir í augnablikinu. Ekki er ólíklegt að kostnaður við þessa menningarperlu fari eitthvað örlítið fram úr áætlun eins og Fiugstöðin á Keflavík- urvelli og Listasaífi ríkisins. Ekki skal því mótmælt að all- ar þessar ffamkvæmdir eru flott og bera menningunni vitni. Skítt með það þó ein- hverjir atvinnuvegir séu á hvínandi kúpunni, segja sumir. Spurningin er bara sú hvort þessar fjárfestingar eru tíma- bærar einmitt núna eins og sakir standa. Launadeilur harðvítugar hafa sett sinn svip á þjóðlífið að undanförnu og oft er haft á orði að lægstu launin gætu ekki og mættu ekki hækka vegna hættu á þenslu og þá sé hætta á að verðbólgan fari á ný upp úr öllu valdi. Kaupgetuna I___________ þarf að auka ekki síst vegna hinna lægst launuðu. Er þá ekki betra ráð að slá á frest byggingu á ýmsum skrauthöll- um og skrautfjöðrum, og nýta fjárfestingarféð til að lækka opinberar álögur og þjónustu? Ef við yrðum spurðir í hrepps- nefhdinni hérna fyrir norðan þá væri enginn vafi um svörin. Dansinum í kringum gullkálf- inn verður að linna. Við hérna fyrir norðan höf- um gætt hófsemi í hvívetna og ekki staðið í framkvæmdum hist og her. Það eina hjá okkur núna er kirkjubyggingin sem ætlar að vísu að verða okkur þungur baggi. Sáluhjálp er dýru verði keypt eins og aðrar þarfir. Við hefðum aldrei byrj- að á þessu ef Kvenfélagið væri ekki búið að nuða í þessu árum saman. Bogga mín sagði að ég færi til Helvítis ef ég yrði á móti kirkjunni. Svo það var ekki um annað að ræða. Það þótti góður siður i mínu ungdæmi að byggja vel upp útihúsin fyrir skepnurnar og eiga sæmilegan bát til að geta náð í soðið og helst örlítið meira til. Svo þegar búrekstur- inn var kominn vel fyrir vind þá var íbúðarhúsið byggt upp. Þangað til létu menn sig hafa það að búa í gamla bænum. Ég man eftir einum bónda sem keypti illa hýsta hlunn- indajörð en hann byrjaði á að steypa upp nýtt íbúðarhús í líkingu við glerhallirnar í Reykjavík. Útihúsin voru léleg og fýrsti veturinn var harður. Það var kvillasamt hjá bústofn- inum og eitthvað missti bónd- inn af gripum. Þetta varð endemis búskapur og fólkið flosnaði upp af jörðinni eftir fá ár. Þá held ég að það sé hollara að hafa á þessu gamla lagið og byggja fyrst yfir bústofninn og síðan lúxus-höllina þegar allt er komið á réttan kjöl og farið að gefa af sér. Fyrir sunnan hafa þeir þetta eins og bóndinn sem flosnaði upp. Ég held þeim væri nær að læra örlítið af okkur gömlu mönnunum. Fyrst á að treysta atvinnuvegina svo þeir geti borgað sæmileg laun og þá er hægt að byggja skrauthallirnar. Mér líst illa á hvernig þeir haga sér í þessu strákarnir fyrir sunnan. Höfundurinn, Hróbjartur Lúövíks- son, skrifar fasta dálka í Vikuna, þar sem hann reifar þau mál sem eru honum hugleiknust hverju sinni. Hróbjartur er vel þekktur þjóömála- maöur í sinni sveit. Hann er ættaöur af Hornströndum, sonur Lúðviks Ástþórssonar í Neðri-Gröf VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.