Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 8
vegar þannig komið að vissir
stjórnmálamenn hafa áttað sig
á að þeir geta rekið sinn
málflutning hindrunarlaust í
gegnum fjölmiðla án þess að
þurfa að gera alltof mikla
grein fyrir því hvað þeir eru
að fara. Pólitískt bull veður
uppi í fjölmiðlum og al-
menningur veit ekki hvaðan á
sig stendur veðrið. Pólitísk
umræða í fjölmiðlum í dag er
ákaflega lítils virði vegna þess
að hún er svo froðukennd.
Þessi umræða er ekki upplýs-
andi fyrir hinn almenna
kjósanda, heldur er yfirborðið
látið ráða ferðinni. Það er því
mjög erfltt fyrir fólk að átta sig
á hvað er að gerast í raun og
veru. Fjölmiðlamenn virðast
upp til hópa ekki hafa getu,
kunnáttu eða tíma til að setja
sig inn í málefni sem skipta
stóran hluta þjóðarinnar svo
miklu máli. Hvernig hefur
tekist að koma til skila ástand-
inu í vaxtamálum eða hvað
varðar lánskjaravísitölu svo
dæmi sé tekið. Fréttamenn
eru ekki nógu naskir á að
fylgja málum eftir og krefjast
beinna svara. Hér geta menn
komist upp með að halda því
firam að hægt sé að fella
gengið og lækka verðbólgu
samtímis, jafh fáránlegt og það
nú er. Stjórnmálamenn eru
eftirsóttir af fjölmiðlum svo
lengi sem þeir tala í yfirlýsing-
um sem eru góðar í fyrirsagnir,
eða annan uppslátt. Og það er
hreint ótrúlegt hvað sumir
stjórnmálamenn geta látið
hafa sig út í af hálfu fjölmiðla.
En ég vil taka það ffam að sem
betur fer eru nokkrir ffétta-
menn vanda sínum vaxnir, en
þeir eru því miður alltof fáir,
ekki síst þegar tekið er tillit til
þess fjölda sem er kominn í
þessa stétt.“
Sjónvarpið hundfiatt
„Það er mikið talað um
uppgang nýju ljósvakafjölmiðl-
anna. En við skulum athuga
það að þessir fjölmiðlar fara af
stað þegar góðæri ríkir í
þjóðfélaginu og peningar
liggja víða á lausu. Nú er hins
vegar samdráttur og þar af
leiðir að það verður samdrátt-
ur í auglýsingatekjum sem
hafa haldið lífinu í þessum
fjölmiðlum. Ég held að næstu
misseri ráði miklu um hvaða
framtíð bíður þessara stöðva.
Ríkisútvarpið hefur ekki
brugðist rétt við samkeppn-
inni og til dæmis hefúr
Sjónvarpið legið hundflatt
fyrir Stöð 2. Hins vegar á
Ríkisútvarpið alla möguleika
8 VIKAN
til þess að standa af sér þessa
samkeppni ef rétt verður
brugðist við. En þessir fjöl-
miðlar eru nokkurs konar
afþreyingarstórveldi vegna
þess að íslendingar virðast
þurfa á svo mikilli afþreyingu
að halda. Hér eru menn í
botnlausri vinnu og hafa ekki
orku í annað en að láta mata
sig. Félagsmálastarf er að
deyja út vegna þess að enginn
hefúr tíma né orku í að halda
slíku úti. Það er að koma
betur í ljós að þessi lífsgæða-
stuðull sem við höfum skapað
okkur gengur ekki upp og
hlýtur að enda með skelfingu
ef blaðinu verður ekki snúið
við. Okkar samfélag er miklu
verr á vegi statt en okkur
grunar og þessi lífsflótti er
farinn að taka sinn toll í alltof
stórum mæli. Framundan eru
þrengingar jafnt hjá fýrirtækj-
um sem einstaklingum og það
er komið að skuldadögunum.
Við getum ekki endalaust
haldið áffam að eyða meiru en
við öflum."
Árni hefúr nú talað sig
heitan og það fer ekki milli
mála að hann málar ástand
samtímans ekki í ýkja ljósum
litum eins og staðan er í dag.
En hvað hefur komið fyrir? Af
hverju er svo komið fyrir
okkur fslendingum?
Ekki þolandi
„Hér hefúr átt sér stað
geigvænleg menningaleg
tilfærsla að undanförnu. Það
eru tvær stéttir í þessu þjóðfé-
lagi. Annars vegar
upparnir sem spila á verð-
bréfamörkuðunum og hins
vegar launafólk sem ætlast er
til að taki á sig öll efúahagsleg
áföll þjóðarbúsins. Það eru
ekki uppi nokkrar kröfur um
að fjármagnseigendur taki á
sig einhverjar byrðar. Þessir
menn eru lögverndaðir með
lf jálshyggjunni. Vaxtatekjur
eru skattffjálsar og þeir
peningar sem eru í gangi í
verðbréfafyrirtækjunum
nýtast ekki þjóðinni heldur
þvert á móti hirða þessi
fýrirtæki sparifé úr bönkunum.
Þau velta flmm til sex milljörð-
um á ári og svo bætast kaup-
leigurnar við sem í raun flytja
inn erlent lánsfé á lágum
vöxtum og endurleigja þetta
fé á hávöxtum. Við jafúaðar-
menn getum ekki þolað þetta
lengur og hljótum að krefjast
þess að gripið verði í taum-
ana.“
— eti ráða ekki kratar yfir
fjármálum og viðskiptamálum
þjóðarinnar í ríkisstjóminni?
Ertu að senda ráðherrum
flokksins kveðjur með þessum
orðum?
„Ég er einfaldlega að segja
mína skoðun á hlutunum. Ef
næstu efnahagsaðgerðir verða
til að íþyngja heimilunum enn
meir þá er lokið stuðningi
mínum við þessa ríkisstjórn
og svo er háttað um fleiri en
mig. Ég læt ekki segja mér
hvað má segja og hvað ekki,
enda hefur enginn reynt að
hafa áhrif þar á. Ég hef verið
ásakaður um að vera andsnú-
inn ráðherrum flokksins en
það er ekki rétt. Jón Baldvin
Hannibalsson er stórmerkur
stjórnmálamaður og þótt
hann virðist koma ffam á
stundum af mikilli hörku þá er
hann ákaflega mikið ljúfmenni.
Hann er tilflnningamaður sem
er að reyna að tryggja það að
þessi sameiginlega þörf okkar
fyrir velferðarríkið verði að
veruleika. Ég styð hann
heilshugar í hans starfl. Ég hef
kannski gert hann reiðan
stundum, en ég vil tala hreint
út við menn en ekki tala á bak
við neinn.
Hugmyndir okkar Jóns
Sigurðssonar varðandi sum
mál, til dæmis vaxtamálin, fara
ekki alltaf saman. En ég ber
virðingu fyrir skoðunum hans.
Ágreiningurinn er væntanlega
ekki um markmið þótt menn
geti greint á um leiðir."
Mikil spilling
Við Árni ræðum áfram um
stjórnmála- og efúahagsástand-
ið. Vinsældir og óvinsældir
stjórnmálamanna. Árni segist
ekki gefa mikið fyrir þessar
vinsældakosningar fjölmiðla.
Þeir sem vinni slíka keppni
geri það eingöngu vegna þess
að það sýni að þeir hafi verið
mest í fféttum. Fólk muni þá
best þegar spurt er. Ég held
því ffam að stór hluti kjósenda
sé búinn að gefast upp á
flokkunum og segi einfaldlega
að það sé sami rassinn undir
öllum þessum pólitíkusum,
hvar í flokki sem þeir standa.
Árni vill ekki taka svo djúpt í
árinni, en vísar til þess sem
hann sagði áður, hvernig
fjölmiðlar hafi brugðist því
hlutverki sínu að upplýsa
þjóðina en láti gasprara vaða
uppi. Og hann heldur áfram:
„Ég er fæddur krati og
mótaðist mikið af föður
mínum og hann af Gylfa Þ.
Ámi Gunnarsson með kartöflur í kvöldmatinn, en þær sótti
hann út í garðshom bak við hús sitt. Þar ræktar hann ýmiss
konar grænmeti.