Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 19

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 19
Hróbjartur Lúðvíkssoii skrifar: Laxveiðar leysa margan vanda Eg hef að undanförnu verið íyrir sunnan að gegna er- indum fyTir hreppinn, að sjálfsögðu. Sveitarsjóður- inn er þurrausinn eins og nærri má geta í slíku árferði. Ég átti viðræður við bankastj órann okkar fyrir sunnan, þvi það þýðir ekkert að tala við útibústjórana hérna fýrir norðan. Þeir stóru fyrir sunnan vilja líka fá okkur, helst á fjórum fótum, fnn á teppið með hæfilegu millibili. Þeir vilja líklega hafa það á tilfinning- unni, að þeir hafi alla landsbyggðina í hendi sér. Ég bar upp erindið eins og mér bar, fyrir hönd hreppsnefhdarinnar, tal- aði um erfiðleikana til lands og sjávar, um hálfbyggðar framkvæmd- irnar sem nauðsynlegt væri að ljúka við til að gera byggðarlagið meira að- laðandi svo að við misstum ekki allt unga fólkið frá okkur á suðvestur- hornið. En þar vilja helst allir búa. Þar er glaumur og gleði, og þar virðist vinna fyrir alla. Erfiðir atvinnuhætt- ir í dreifbýlinu valda erfiðleikum á innheimtu gjalda svo að sveitarsjóð- nr er orðinn skítblankur. Ég rakti þetta allt fyrir bahkastjóranum okk- ar á eins trúverðugan hátt og mér var hnnt, og fór þess á leit að sveitar- sjóðnum væri veitt lán til að komast yfir erfiðasta hjallann. Því auðvitað hirtir upp á ný eins og jafnan áður. Bankastjórinn okkar tók mér elskulega án þess að segja já eða nei, en fór að tala um ástandið á öllum sviðuun. Hann sagði mér að það væri hroðalegt að vera bahkastjóri á þess- um síðustu og verstu tímum. Sagðist bara helst ekki sofa fyrir áhyggjum. Hann sagðist varla hafa komist í lax- veiði í sumar fyrir stanslausum fund- arhöldum um allskonar vandræða- mál hjá fyrirtækjum sem væru á hvínandi hausnum. Já, þetta hefur verið vandræða sumar á öllum sviðum. Þó hafði hann fengið einn 22ja punda lax í Þverá, eða kannski var það í Laxá. Ég tók varla eftir því í hvorri ánni það var því ég var svo agndofa og fékk aldrei tækifæri til að skjóta inn nokkru orði um blankan sveitarsjóðinn eða um beiðnina um fyrirgreiðslu, sem var þó tilefni heim- sóknar minnar. Bankastjórinn talaði látlaust um þensluna í þjóðfélaginu, um auknar kröfur þegnanna sem aldrei væri hægt að gera ánægða, um nauðsyn- legar aðhaldsaðgerðir í bankakerfinu, \xm nauðsyn þess að spara á öllum sviðum. - Bankarnir þurfa líka að spara, sagði hann og sló flötum lófanum á borðið til áherslu. — Bankarnir þurfa að sýna gott fordæmi. Nú verður lax- veiðidögunum fækkað á næsta ári. Bankastjórinn okkar vék að ósann- girni fjölmiðlanna sem hundeltu þá bankastjórana, jafnvel upp í Borgar- fjörð, til að taka af þeim myndir við laxveiðar. Og svo væru birtar niður- lægjandi fréttir um bruðl og forrétt- indi. Bankastjórinn æsti sig bara upp um leið og hann barmaði sér yfir því að það væri svo sannarlega erfitt að vera bankastjóri nú á dögum. Hann taldi að það væri verið að rífa niður gamlar og góðar hefðir, og taka af hlunnindi sem alltaf hefðu verið talin sjálfsögð. Það yrði að haia í huga að það væri ekki sama hvort menn sætu í ábyrgðarmiklum stöðum eða ynnu bara minniháttar og áhyggjulaus störf. Ég reyndi að láta líta svo út að ég væri fullur samúðar, og skaut inn í rétt á meðan bankastjórinn okkar var að draga andann hvort ekki væri líka verið að býsnast yfir koníaks- kaupunum þeirra á niðursettu og tollfríu verði fyrir jólin. Það kom hroðalegur svipur á bankastjórann okkar þegar hann leit yfir borðið. Ég fann að ég kiknaði saman og mér varð þegar ljóst að ég hafði talað af mér, og að ég hefði aldrei átt að minnast á koníakið. Hann næstum þrumaði yfir borðið: — Það eru bara ráðherrarnir sem fá koníakið. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og það varð allt í einu vandræðaleg þögn. Ég taldi vænlegast í þessari stöðu, ef ekki ætti allt að fara í vask- rnn hjá mér, að víkja aftur að laxin- um. Ég fór að segja frá honum bróður mínum sem er bóndi og er vel í sveit settur og hefur veiðirétt... Það glaðnaði á ný yfir banka- stjóranum okkar. Ég fór að ýja að því að fyrst það væri að sverfa að þeim í ábyrgðarstöðunum með laxveiði- hlrmnindin þá gæti ég svo sem athug- að í tíma hvort það yrðu ekki lausir dagar í ánni hjá honum bróður mín- um næsta sumar. Að sjálfsögðu yrði það hreppsnefndinni mikill heiður ef þeir bankastjórarnir sæju sér fært að þiggja boð okkar... Bankastjórinn fór glaður í bragði að tala um rausn og myndarskap og vitnaði til ættfræðiþekkingar sinnar og taldi að minnsta kosti fjögur eða fimm góðmenni í minni ætt sem hefðu jafnframt verið miklir skila- menn. Hann tók þéttingsfast í hend- ina á mér og þakkaði mér fyrir höfð- ingsskapinn og sagðist að sjálfsögðu leggja beiðni hreppsnefndarinnar fyrir fund í bankanmn hið snarasta. Hann hrósaði hreppsnefndinni sem hann sagðist hafa miklar spurnir af og sagði að við hefðum sýnt mikla ráðdeild og aðhaldssemi í fjármálnm sem væri öðrum til fyrirmyndar. Hann kvaddi mig með virktum. Þessi heimsókn til bankastjórans okkar olli mér nokkrum heilabrotum á leiðinni norður í jeppanum. Ég var ekki viss um hvernig félagarnir í hreppsnefndinni tækju þessu tilboði með laxveiðina. Risnan í reikningun- um myndi snarhækka þegar þar að kæmi. Og hvernig var það svo með yfirlýsingar ríkisskattstjóra um að öll greidd hlunnindi yrði að færa til tekna á viðkomandi. Ætli við verðum ekki að gefa út launaseðla á banka- stjórana? Þeir verða líklega ekki mjög hressir yfir því. □ VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.