Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 60

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 60
hópferðabíl til lítils flskiþorps sem heitir Pisco. Þaðan var farið með bát til Ballestas eyja, sem eru rómaðar fyrir mikið dýralíf. Ekki er hægt að fara í Iand, heldur er siglt í kringum eyjarnar, sem eru mjög fallegar. Þar var einu sinni rekin stór „gúanó“ verk- smiðja, en því er nú hætt að mestu Ieyti. Næst var haldið til Nasca þar sem skoðaðar voru hinar sérkennilegu myndir sem indíánarnir gerðu guðunum til heið- urs, að sögn sérfræðinga. Við flugum yflr þessar myndir í litlum flugvélum sem taka sjö manns og ekki var laust við flugveiki hjá flestum. Flugstjórinn lagði sig nefni- lega allan ffam um að lofa okkur að njóta „Gondóla“fiðringur við Uros-eyjar. í svona reyrbát var hægt að fara í siglingu kringum eyjamar með ræðara gegn vægu gjaldi. Séð til einnar af hinum sérkennilegu Uros-eyjum sem gerðar eru úr reyr. 60 VIKAN góðs útsýnis og í þeim tilgangi flaug hann vélinni í hringi og lét hana taka margar dýfur með þeim afleiðingum að flestir voru hættir að horfa á það sem fyrir augu bar, en einblíndu þess í stað á einn fastan punkt, ansi grænir í framan! En þetta tók enda eins og allt annað og allir voru komnir með sinn upprunalega lit um kvöldið og hressir með að halda til Arequipa. Ef einhver hefur þurft á lengri tíma að halda til að jafna sig, hefur það ör- ugglega komið þeim hinum sama vel, að yfirleitt er allt á eítir áætlun þarna, og svo var einnig þetta kvöld. Rútan átti að koma klukkan 8.30, en kom klukkan 11.30. í 3.805 metra hæð Þegar við svo loksins komum til Areq- uipa voru flestir byrjaðir að finna fyrir „hæðarveiknni," en við vorum komin í 2.380 metra hæð. Þá var tekið til við að sötra coca-te, en það er mjög gott við maga- og höfúðverk. Hópurinn skiptist nú í tvo hópa; rúm- fasta og rólfæra, og var mikið um manna- skipti í hópunum. Allir gátu þó afrekað það að fara í einhverjar skoðunarferðir. Farið var m.a. að skoða nunnuklaustrið Santa Catalina, sem er hálfgert þorp, svo stórt er það. Ekki er langt síðan það var lagt niður sem klaustur og opnað almenn- ingi. Ekki gátum við skoðað það allt, því það lokaði frekar snemma. Oft áttum við fótum fjör að launa, því yflr sumartímann er það venja að henda vartnssprengjum á fólk og þá sérstaklega ferðamenn. Okkur langaði til að skoða eldfjallið Misti, sem er rétt fyrir utan Arequipa, en sökum tímaskorts var það ekki hægt , því áfram skyldi haldið og nú til Puno, sem er við Titicaca-vatnið og er í 3.805 metra hæð. Við fórum með lest, og tók ferðin um 12 klukkustundir. Útsýnið var vægast sagt stórkostlegt alla leiðina. í Puno eru mjög góðir útimarkaðir og gerðu rnargir góð og mikil kaup þar. Við vorum byrjuð að venjast fátæktinni hjá fólkinu, en sumir fengu samviskubit yflr að hafa prúttað of mikið, því ekki hafði þetta fólk úr of miklu að spila. Hitt vissum við, að yfirleitt var sett upp hærra verð við „gringós .“ Eyjar gerðar úr reyr Seinasta daginn var farið með bát til Uros-eyja. Ferðin gekk hálf brösulega, því mótorinn á bátnum var alltaf að bila, en á leiðarenda komumst við þó. Þegar við stigum á land fannst okkur eins og við vær- um enn um borð í bátnum, því eyjarnar dúa töluvert, en þær eru gerðar úr reyr og eru hinar sérkennilegustu. Okkur hafði verið sagt að taka með okk- ur ávexti ýmisskonar ef við vildum gefa eyjaskeggjum eitthvað. Aftur á móti vor- um við vinsamlegast beðin um að gefa ekki sælgæti, en brögð voru að því að fólk tæki þetta ekki til greina, sem er mjög miður fyrir íbúana, því ekki er hlaupið að því að fara til læknis. Frá Puno var farið til Bólivíu. Fyrsti við- komustaðurinn var Copacabana, lítið þorp á landamærunum. Þar var stansað í fáeina tíma, en síðan haldið áfram í annarri rútu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.