Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 30
í smásjá eigum erfitt með að ímynda okkur
síðasta hlekkinn í keðjunni: Barnið.
Hvernig er eitthvað sem ekki sést
innsett?
— Þegar ég framkvæmi innsetningu á
fósturffumu sé ég ekki fóstrið, það er ó-
sýnilegt með berum augum. Ég sé rós-
rauða vökvann sem ffuman er í og sem ég
sprauta inn í legið, það er allt og sumt. Ég
set legginn inn — það er lítið rör — og dæli
vökvanum hægt út.
Konan finnur ekkert fyrir þessu megnið
af tímanum, af því farið er ofúr varlega að
til þess að erta ekki leghálsinn. Ég segi: „Pá
er það komið“. Og konan segir oft: „Nú,
strax!“ Ég hef ekkert séð og hún ekkert
fúndið, en það er stundum upphaflð að
fyrir inni í móðurlífmu?
Hvernig ertu þá viss um að fóstrið sé
komið inn; að þú hafir í raun komið því
fyrir inn í móðurlífið?
— Sá eini sem sér það er líffræðingurinn
á rannsóknarstofúnni. Eftir innsetningu at-
hugar hann legginn í smásjá. Hann athugar
hvort fóstrið varð eftir í honum. Hálfri
mínútu fyrr skoðaði hann það þar sem það
flaut í leggnum. Ég verð að segja að mér
finnst það nokkuð ævintýralegt.
Samt er samhengi milli þessa rósrauða
vökva sem ég sé, fóstursins og barnsins
sem fæðist ef til vill. En það er erfitt að
mynda þessi tengsl í huganum. Ég er í
óhlutstæðinu, ég verð að gera mér þetta í
hugarlund. Augnablikið sem maður fer yfir
í raunveruleikann er þegar fóstrið hreyfir
sig í móðurkviði.
Er ekki hætta á því að fóstrið verði fyrir
skemmdum í firystingunni?
— Jú, af fjórum frumum getur maður
staðið uppi með þrjár heilar. Það kemur
fýrir við affirystingu að fóstur missi eina
frumu, en það skiptir engu máli.
Er ekki hætta á að barnið verði vanskap-
að?
— Við álítum að þetta hafi ekki álirif á
þroskann. Eins og er þá erum við að fýlgj-
ast með. Það gildir lögmál um allt eða ekk-
ert á sviði fruma. Tilraunir með dýr sanna
að allt hefur eðlilega framvindu. Börnin,
sem hafa þegar fæðst í öðrum löndum
með þessari frystingaraðferð, eru fúllkom-
lega eðlileg.
Þú segir að frystingin breyti ekki fóstr-
inu. En er það hættulaust að stöðva þroska
fósturs meðan á vexti þess stendur og
leyfa því svo að halda áfrarn eftir affiryst-
ingu?
— Egg eru stöðvuð í þroska sínum hjá
öllum konum. Hver kona hefur eigin
eggjaforða, sem er ákvarðaður við fæð-
ingu. Ekki er vitað hvers vegna eitt fer af
stað í hverjum mánuði.
Já, en við erum að tala um fóstur, ekki
“frumefnið" egg eða sæði.
— Það er til samsvarandi fýrirbæri í nátt-
úrunni. Hjá manninum festir fóstrið sig
innan þriggja daga, en hjá sumum dýrum
gildir annað kerfi. Hjá leðurblökunni er
fóstrið í eins konar dvala mánuðum saman
áður en það tekur að þroskast.
Er þetta dæmi tekið til að róa okkur?
— Ekki til þess að róa, heldur til þess að
sýna fram á að þegar á allt er litið erum við
ekki að finna upp á neinu nýju.
Hvernig bregðast foreldrar frystra fóstra
30 VIKAN
við? Spyrja þeir sig hvort þeir muni ein-
hvern tíma segja barninu sínu, sem komið
er úr kuldanum, sannleikann?
— Foreldrarnir bregðast mjög vel við.
En ég viðurkenni að ég er hissa á því
hversu fárra spurninga þeir spyrja sig, eða
a.m.k. láta í ljósi upphátt, og það þrátt fýrir
mikla örvun frá mér.
Er þetta þegar orðið hversdagslegt fyrir
þau?
— Það verður það örugglega frekar hjá
fólkinu sem stendur í þessu. Það eina sem
þau gera sér grein fýrir er að þau muni
eignast barn og það eru fimm eða tíu ár
sem þau hafa beðið eftir því. Ég held að
það sé erfitt að ímynda sér framtíðina á
meðan þetta barn, sem svo lengi hefur
verið beðið eftir, er ófætt enn. Allt beinist
að og teygist í átt að þessu barni. Þess er
beðið með óþreyju að fá að sjá það og
halda á því í fanginu.
í hvernig umhverfi fara innsetningar á
fóstrum fram?
— í móttækilegu, hlýlegu umhverfi þar
sem tónlist hljómar sem ég nota oft í þess-
um tilgangi. Þótt framkvæmdin sé stutt er
þetta rólegt augnablik. Rósemin hefúr ver-
ið endurheimt eftir allt umstangið við að
ná eggjum og frjóvga þau í tilraunaglasinu.
Þetta er ógleymanleg alvörustund.
Finnst feðrunum þeir ekki vera utan-
gátta í þessari tækni?
Foreldrar frystra fóstra.
Munu þau einhvern
tímann segja barninu
sannleikann?
— Við, fæðingarlæknar, höfum tekið eft-
ir undarlegu fyrirbrigði sem er skipting
milli efri og neðri hluta líkama konunnar.
Til dæmis eftir fæðingu þegar konan er
deyfð og ég er að sauma hana, þá er eigin-
maðurinn „uppi“ með barninu sínu og
konunni. Það er ást fyrir ofan, við höfða-
gaflinn, og ég er að stússa við fótagaflinn.
Þegar innsetning á fóstri fer fram er það
eins. Við setjum upp skurðstofutjöld sem
hylja allt fyrir neðan mitti. Faðir barnsins
er þarna uppi með konunni sinni, heldur í
höndina á henni og þau tala saman eða
kyssast. Hinum megin við tjaldið erum við
að störfúm.
Er faðirinn aldrei forvitinn að fá að sjá?
— Nánast aldrei. Ég er eins og storkurinn
sem kemur með barnið. Þau ímynda sér
barnið í huganum.
Þetta er þó engin smáframkt'æmd. Þú
innsetur eitthvað sem verður ef til vill
barnið þeirra níu mánuðum seinna.
— Já en athugaðu það að stundum er sá
misskilningur hjá fólki að það heldur að
kona verði ófrísk strax við samfarir. En hið
rétta er að fóstrið verður ekki endilega til
á stundinni. Það getur gerst að sæðisfrum-
urnar, sem lifa í fimm daga, hitti ekki á
eggið fyrr en tveimur dögum seinna.
Frjóvgunin getur verið að eiga sér stað á
meðan konan er að taka strætó eða kaupa
í matinn. Læknisfræðin breytir ekki miklu.
Maður veit aldrei nákvæmlega hvenær
barnið verður til.
Hvað tekur innsetningin langan tíma?
Tíu mínútur í allt. Handtakið sjálft þrjá-
tíu sekúndur. Síðan liggur konan hreyfing-
arlaus á borðinu í þrjú korter. Það er
vegna þess að höfnun á sér yfirleitt stað
innan hálftíma. Fóstrið getur komið aftur
út.
Hvað er algengt að konurnar segi sem
eru að fá fóstur?
— „Bara að það haldi". Þær krossleggja
fingur. Það er ekkert haldreipi eftir, eng-
inn veit hvaða dýrðling á að ákalla. Eftir
innsetningu neita sum hjón sér um kynlíf
þar til búið er að staðfesta þungunina eða
að hún hafi ekki átt sér stað. Það væri
merkilegt að gera könnun á þessari hálfs-
mánaðar bið og notkun „galdrameðala."
Ég veit að á tímabili gekk heimilisfang
spákonu á milli kvenna sem voru að fá
fóstur og sem þekkjast margar. Á öðru
tímabili var það nálastungumeðferð, sem
átti að fá þetta til að takast.
Hvorki ég, líffræðingarnir né hjónin get-
um sagt fýrir um það hvort innsetning
fósturs leiði til fæðingar barns. Tæknin
hefur þar sín takmörk og við taka órökrétt-
ar athafnir. Ef til vill sem uppbót.
Hver á fn'sta fóstrið?
— Auðvitað foreldrarnir. Foreldrar, sem
eiga barn með þessari aðferð og eiga önn-
ur fryst fóstur, biðjum við að ákveða örlög
þeirra innan níu mánaða frá fæðingu fýrsta
barnsins. Vilja þau nota fóstrin sín aftur og
eignast annað barn, vilja þau láta eyða
þeim, eða gefa þau? Flest hjón vilja nota
frystu fóstrin til þess að gefa fyrsta barninu
systkini, en það munu koma upp tilfelli
þar sem hjónin vilja ekkert hafa með
frystu fóstrin að gera.
Þau verða þá munaðarlaus og í umsjá
ríkisins?
— Já, það er hætta á því. Þess vegna er
svo mikilvægt að taka ákvörðun um örlög
þeirra. En erfiðleikar munu koma í ljós:
Ósamkomulag milli foreldranna, að-
skilnaður eða jafnvel andlát, í stuttu máli
sagt tilefni til málaferla. Þess vegna vil ég
að siðgæðisnefndin skoði þessi mál. Það
liggur á því. Ég vil að sérstök nefnd vinni
að úrlausn á málaferlistilfellum.
Fósturgjöf (til hjóna sem bæði eru
ófrjó) getur að mínu áliti ekki farið fram
nema frysting fóstranna eigi sér stað.
ímyndaðu þér að kona sem fær innsetn-
ingu gefi samtímis annarri konu hin fóstrin
sín. Gefandinn hafnar sínu fóstri en þung-
un tekst hjá hinni. Það yrði lítt þolandi fyr-
ir gefandann. Gefandinn þarf, að mínu
niati, að hafa möguleika á að eignast þau
börn sem hún vill. Þess vegna er nauðsyn-
legt að frysta fóstrin.
Við stefnum þá í raunverulega fóstur-
banka?
-Já.
Gerist það í náinni ffamtíð?
— Það er þegar að gerast. Við eigum
meira en hundrað fryst fóstur.
Hefur siðgæðisnefndin gefið leyfi til að
geyma fóstur?
— Hún hefúr ekki tjáð sig um það.
Sæðisbankar eru til nú þegar.
— Það gildir annað um geymslu á
fóstrum. Við höfum þá stigið einu feti