Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 42

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 42
„Hóptiffinningin sem myndast þegar innri kyrrð er náð er mjög unaðsleg" Leikskólinn Sœlukot er sérstœður um margt HARTMANN BRAGASON FÓSTRI Leikskólinn Sælukot er sérstæður um margt. Hann er einn fárra einkabarna- heimila í Reykjavík. Auk þess byggir hann á hugmyndafræð i Ananda Marga samtakanna og tekur mið af uppeldiskenningum Montessoris sem íjallað var um hér í blaðinu þann 9. júní síðastliðinn. Bakgrunnur og saga skólans Ananda Marga (AM) er andleg og félags- leg hreyflng sem tengir saman fræðslu á alhliða jóga og hugleiðsiu sem leið til heildræns þroska ásamt félagslegri þjón- ustu. AM hóf rekstur skóla á Indlandi árið 1964 en í dag eru yfir 800 skólar í yflr hundrað löndum víða um heim. Megin- áhersian hefur verið lögð á uppeldi barna undir 6 ára aldri, þar sem almennt er talið að það aldurskeið skipti sköpum fyrir allan þroska barnsins og afkomu þess síðar á lífsleiðinni. Leikskólinn Sælukot hóf starfsemi árið 1977 með 25 börn í leiguhúsnæði í Einars- nesi í Skerjafirði og hefur núverandi for- stýra, Didi Susuma, ffá Filippseyjum stjórnað honum ffá byrjun. Aðstöðuna misstu AM 1981 og starfsemin var rekin frá tveimur heimilum í Vesturbænum. Þá var affáðið að byggja einkadagheimili sem varð tilbúið í apríl 1985, effir að starfsfólk og foreldrar höfðu lagt ffam mikla vinnu og dugnað og fengu auk þess nokkurn stuðning ffá nokkrum fyrirtækjum og Reykjavíkurborg. I skólanum eru nú 40 börn á aldrinum 2ja tii 6 ára, sem dvelja þar 4, 6 eða 8 tíma á dag og 8 manna starfslið og þar með talin matráðskona. Jurtafæði (heilsumatur) er ffamreitt í hádeginu, en hluti af lífspeki jóga og ný-mannúðarstefnu (Neo-human- ism) AM er að álíta allar skepnur jarðar- innar jafhar fyrir skapara sínum. Þessi virð- ing fýrir sköpunarverkinu er börnun- um innrætt m.a. með því að láta þau ann- ast blómin í skólanum og sýna dýrum um- hyggju. Starfsfólkið, sem kemur víða að hefúr komið fram með margar nýjar hugmyndir þannig að skólinn er alltaf að breytast og þróast en samt sem áður eru það nokkur eftirtalin grundvallaratriði sem starfsemin byggir á. Kærleikshringurinn Kærleikshringurinn er sagnabálkur sem gefur barninu mynd af hringþróun heims- ins ffá fyrstu frumeíhum til plantna, dýra, manna, dýrlinga og affur til guðdómsins. Þetta hjálpar baminu að skilja samræmið og heildarsamhengið í tilverunni. I hverri Það er ekki verra að kunna að bursta skóna sína sjálfur nógu snemma. viku er tekið fýrir ákveðið umtalsefhi þessu lútandi sem börnin túlka seinna á leikrænan hátt, eða með leikbrúðum, teiknun og málun, söngvum, hreyflngum o.s.frv. Sögurnar fela gjarnan í sér ákveðinn sið- ferðisboðskap eins og það að hugsa ekki bara um eigin hag heldur bera velferð ann- arra líka fyrir brjósti - alls staðar í heimin- um. Þetta eru ekki orðin tóm því að margt starfsmanna og börnin eru af öðru þjóð- erni en íslensku svo andrúmsloffið á Sælu- koti er nokkuð alþjóðlegt. Börnin hafa yndi af þessum sögum og eiga auðvelt með að finna til með og sam- sama sig sögupersónunum, sem eru ímynd góðvildar, hjálpfýsi, samstarfs og annarra mannkosta. Ein dæmisaga fjallar t.d. um litla stúlku sem gefur öðrum þurfandi allt sem hún á þar til hún sjálf stendur slypp og snauð effir úti í skógi, en þá opnast himnarnir og stjörnum rignir yfir hana og færa henni feði og klæði og aðrar gersem- ar. Hugleiðsla Börnum er eiginlegt að hafa ást á öfiu lífi og má rækta þessa tilfinningu á marg- víslegan hátt. Ein leið til þess er þagnar- stund með hugleiðslu. Börnin hugleiða kærleika til alls og allra og nota til þess s.k. „möntru" sem eru orð á sanskrít, þ.e. „Baba Nam Kevalam" sem þýðir ást er allt sem er. Þessi mantra er annað hvort sung- in eða sögð í hljóði. Til að efla innsæi og sköpunarmátt hug- ans er farið með börnin í alls konar ímynd- unarleiki þar sem leiðbeinandi lætur þau t.d. sjá fyrir sér í huganum að þau fari í ferðalag í eldflaug um himingeiminn til annarra plánetna, eða til annarra staða á jörðinni, þar sem þau upplifa alls konar ævintýri. Ein slík æfing sem hefúr hugvíkk- andi áhrif er að láta þau loka augunum og ímynda sér skært ljós sem vex og vex þar til það fyllir rúmið sem þau eru í, síðan all- an skólann, alla Reykjavík og allan heim- inn... síðan minnkar ljósið smám saman þangað til það að lokum verður svo lítið að það getur hvílt í brjósti þeirra. „Hóptilfinningin sem myndast þegar innri kyrrð er náð er mjög unaðsleg,“ segir Birna sem offast sér um hugleiðslutímana. Auðvitað gengur þetta ekki alltaf eins og best verður á kosið því börn eiga stundum erfitt með að sitja kyrr og hljóð. Tónlistar- kennari úti í bæ sem kennir einu barninu hafði orð á því að þessi nemandi hans væri orðinn rólegri og ætti betra með að ein- beita sér nú en áður. Almennt séð gerir hugleiðsla einstakling næmari á eigin þarf- ir og umhverfi sitt og kemur í veg fýrir streitusjúkdóma. 42 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.