Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 25

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 25
Gestirnir eru aiit frá indíána höfðingjum tii kóngafólks - segir Auður Ingólfsdóttir, hótelstjóri ó Hótel Valhöll Auður Ingólfsdóttir er ung að árum en á að baki nokkurra ára feril sem hótelstjóri. »Ég aetlaði mér aldrei að fara út í hótelrckstur," segir hún. Astæðan var sú að faðir hennar starfaði á hóteli „og var aldrei heima þegar maður vildi hitta hann.“ TEXTI OG MYNDIR: JÓN KR. GUNNARSSON Oft er talað um Þingvöll sem okkar æðsta og helgasta stað. Þegar þar er geng- ið á milli tóftarbrota frá löngu liðnum tíma fínnst okkur Islandssagan tala til okkar. Við erum stolt af að vera hluti af þeirri þjóð sem kom á stofn elstu lög- gjafarsamkundu heimsins sem enn starfar. Við erum stolt af sögunum sem segja frá sviptingum og átökum liðins tíma, sem lýsa sigrum og ósigrum, gleði °g sorgum. Það eru magnþrungnar sögur. Þó flestar aðrar þjóðir eigi miklar fomminjar í kastalastíl úr höggnum steini þá gleðjumst við yfír fátæklegum tóftarbrotum úr torfi og grjóti. Það er vegna þess að við tengjumst svo sterkt sögunum sem við þekkjum og virðum. Á rölt- inu á milli hruninna búða reynum við að rifja upp hvenær og hvemig stórir at- burðir gerðust sem tengjast þessum sögulega stað. Allt er þetta okkur íslend- ingum heilagt. Ferð til Þingvalla er andleg uppörvun og hressing frá daglegu amstri. Röltinu a söguslóðum lýkur gjaman með málsverði eða kaffísopa á Hótel Valhöll, þó hótelið heyri nútímanum til þá er þessi hlýlegi veitingastaður óaðskiljanlegur hluti af þessum sögulega vettvangi. Um leið og við göngum inn í saÚnn fjar- l*gjumst við söguna og fortíðina enn á ný. Það er líklega tímanna tákn, að hótelstjórinn á Hótel Valhöll er ung og glæsi- leg kona. Hún stjómar af festu og myndugleik, en fellst hlýlega á að sitja fyrir ^örum hjá óboðnum gesti. Það er hluti af starfinu, segir hún. Það vekur athyglí í stuttu spjalii, að hót- elstjórinn á Hótel Valhöll, Auður Ingólfs- dóttir, hefúr þrátt fýrir ungan aldur nokk- urra ára reynslu að baki sem hótelstjóri. En hver er þessi kona? — Ég er Reykvíkingur, Vesturbæingur og KR-ingur nánar tiltekið. Ég er eineggja tvíburi og á því líka systur sem hefúr unn- ið við hótelstarfsemi. Systir mín er núna búsett í Kanada og er gift þar. Ég byrjaði að vinna við hótelstörf kannski fyrst og fremst vegna þess að þetta hefur fylgt fjöl- skyldunni bæði sem atvinna og áhugamál. Það má því segja að þetta sé fjölskylduat- vinnugrein. Faðir minn Ingólfúr Pétursson hefur verið í þessu alla sína ævi. Hann hef- ur verið hótelstjóri víða um land. Um tíma sá hann um öll Eddu-hótelin en þar áður var hann hótelstjóri á City Hótel og víðar. Systir pabba var í þessu, Jónína Pétursdótt- ir, en hún var meðal annars hótelstjóri á Hótel Bifföst um árabil. — Hvað er þinn ferill langur í hótel- rekstri? — Þetta er þriðja sumarið mitt sem hótelstjóri hér á Hótel Valhöll. Þrjú ár þar á undan var ég á Hótel Bifröst. Og þar á undan var ég þrjú ár á Hótel Eddu í Nesja- skóla. Fyrstu skrefín tók ég hins vegar á Hótel Staðarborg á Breiðdal. Það er ffem- ur lítið en mjög skemmtilegt sumarhótel í hrikalegu umhverfi. Nú þegar langur ferill að baki — Mér sýnist að þrátt fyrir ungan aldur hafir þú drjúgan feril að baki. Hefur þú numið hótelfræði? — Nei, ég ætlaði mér aldrei að fara út í hótelrekstur eða hótelstjórn, eða starfa á nokkurn annan hátt við hótel. Maður var þreyttur á því þegar maður var krakki að pabbi var aldrei heima, hann var alltaf að vinna á þeim tíma sem maður vildi hitta hann. í fyrstu Iagði ég meðal annars fyrir mig blómaskreytingar. Ég var í Englandi í þrjú ár, fyrst sem skiptinemi. Var svo í menntaskóla, en ílentist svo þarna úti. En það var hrein tilviljun að ég fór út í þessi hótelstörf. Það vantaði í starf eitt sumarið og ég var með dóttur mína sex mánaða gamla svo ég sló til í gamni. — Og þú ætlar að halda áfram ótrauð í hótelrekstri, eða hvað? — Já, alla vega ætla ég að starfa innan ferðamálageirans hvort sem það verður við hótel eða annað. Ég hef mestan áhuga á því. — Maður sér að hingað koma mjög stór- ir hópar. Þá hlýtur að vera mikið annríki? — Já, þetta eru líka fjölbreyttir hópar af fólki sem koma hingað. Hingað kemur alls VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.