Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 24

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 24
Ljósm.: Páll Kjartansson. FYRSTU KYNNIN Soffía Guðmundsdóttir svarar spurningu Vikunnar Hvar kynntust þið Ásgeir Elíasson? Soffía Guðmundsdóttir ásamt eiginmanni sinum, Asgeiri Elíassyni, þjálfara íslands- meistara Fram í knattspyrnu. ið Ásgeir kynntumst á skemmti- / stað úti í Kaupmannahöfh vorið 1966. Við vorum bæði á íþrótta- ferðalagi. Ég hafði verið að spila með unglingalandsliðinu í handbolta úti í Noregi og hann með unglingalandsliðinu í handbolta í Svíþjóð. Liðin fóru síðan til Kaupmannahafhar og var báðum boðið í mat á einum skemmtistaðnum. Þegar byrj- að var að dansa eftir matinn kom Ásgeir rakleitt til mín, án þess að við þekktumst fyrir, og bauð mér upp í dans. Ég var heill- uð af ákveðni hans og sagði já. Þar með vorum við rokin út á dansgólfið, fyrst af öllum,“ segir Soffía Guðmundsdóttir kenn- ari, hjúkrunarffæðingur og eiginkona Ás- geirs Elíassonar, þjálfara íslandsmeistara Fram í knattspyrnu. Þau gengu síöan íþað heilaga 27. des- ember, á þríðja í jólum, fjómm árum síðar, áríð 1970. Hún var 22 ára vog, hann 21 árs sþorðdreki. „Við byrjuðum nú ekki á að vera saman þarna úti í Danmörku. Að vísu sátum við saman í flugvélinni á leiðinni heim. Það var eiginlega ekki fyrr en við hittumst aft- ur í Glaumbæ skömmu eftir heimkomuna að alvara komst á sambandið. Þetta var samt ekki með neinum látum, heldur þró- aðist þetta hægt og sígandi," segir Soflfía. - Hvað með fyrstu símhringinguna. Ilvort ykkar varð fyrra til? „Ég man það ekki. Ætli það hafi ekki ver- ið ég. Ég man að það var oft erfitt að tala við Ásgeir í síma á þessum árum. Hann var frekar feiminn, þannig að ég hafði oftast orðið.“ - Munið þið eftirfyrstu bíóferðinni? „Við fórum í Austurbæjarbíó. Það hefur Iíklegast verið gamanmynd eða kúreka- mynd. Ásgeir var mikið gefinn fyrir slíkar myndir á þessum árum. Annars man ég að við fórum í strætó í bíó þetta kvöld sem var óvenjulegt þar sem við vorum yfirleitt á bíl.“ - Hvað var það setn þú tókst fyrst eftir í farí Ásgeirs? „Mér fannst hann myndarlegur en augnaráðið vakti samt mesta athygli mína. Það var bæði fallegt og hlýtt.“ - Gefið þið hvort öðru blóm? „Nei, það er alltof sjaldan." - Hvað segir Ásgeir Elíasson um af mcelisdag konu sinnar, 15. október? Man hann alltaf eftir honum? „Það verður að viðurkennast að ég gleymi honum stundum. í þau skipti hef ég þó haft hann í huga daginn áður, en það er víst ekki nóg. Hins vegar verður það að segjast eins og er að hún stendur sig betur í þessum efnum." Hvemig tekur hún gleymskunni? „Henni sárnar en annars gerir hún ekki of mikið úr hlutunum." Soffía hefur ákaflega gaman af knatt- sþymu og fer oft á völlinn. Hún er úr Vest- urbcenum og sþilaði handbolta ífimmtán ár með KR. Nú er hún bœði Framarí og KR-ingur. Þó öllu meiri Framari, að sögn. „Það er nú svo að ég hef ætíð hvatt það lið sem Ásgeir þjálfar hverju sinni. Ég hélt til dæmis með Þrótturum þegar hann þjálf- aði þá.“ Svo mikill er áhugi Soffíu að hún er þekkt fyrir hróþ sín þegar hún horfir á Fram sþila. „Ég heyri í henni öskrin þar sem ég sit á bekknum. Hins vegar heyrði ég aldrei í henni þegar ég var sjálfúr að spila inni á vellinum," segir Ásgeir. Vogin er stjömumerki Soffíu. „Ég hef stundum sagt að það komi sér vel þar sem Ásgeir er sporðdreki.“ - Hvað finnst þér einkenna fólk í vog- armerkinu? „Mér finnst það vera samvinnuþýtt. Það leggur áherslu á að hafa frið og ró í kring- um sig.“ — En hvað með sþorðdrekana? „Þeir eru yflrleitt dagfarsprúðir. Þeir vilja samt ráða, það einkennir þá öðru fremur.“ Um það hvers vegna Ásgeir hafl flýtt sér svona að bjóða Soffiu upp í dans kvöldið sem þau hittust í Kaupmannahöfn segir Ásgeir: „Mig langaði að dansa og rauk auð- vitað á myndarlegustu stúlkuna." 24 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.