Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 32
Fatahönnuður I
ársins ■■■■■
í FinnlandiHH
Einföld og falleg dragt úr hreinni ull.
TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR
A rlega kjósa fatahönnuðir í Finnlandi
/% einn úr sínum röðum sem þeir síð-
/ % an nefha hönnuð ársins. í ágúst
JL var stór kaupstefha í Helsinki,
Nordic Fashion Fair, þar sem allir fataffam-
leiðendur Finnlands og annarra Norður-
landa kynntu sumarfatatískuna 1989. Á
þessari sýningu var finnski fatahönnuður
ársins kynntur og honum veitt viðurkenn-
ing. Nafh hans er Irja Leimu og er hún
aðalhönnuður fýrirtækis sem heitir Pentax
og svo skemmtilega vill til að vörur þess
eru seldar í einni verslun í Reykjavík, Pels-
inum í Kirkjuhvoli.
Um hönnun hennar segja kollegarnir:
„Hönnun hennar er listræn og ber vott um
mikið hugmyndaflug. Stíll hennar er þeg-
ar orðinn vel þekktur fyrir fágaðar, en ein-
faldar línur. Hönnun hennar er vel
heppnuð blanda af fegurð og tímalausri
klassík. Línan í hönnun hennar minnir oft
á arkitektúr."
Myndirnar hér á síðunum sýna nokkrar
flíkur úr vetrartískulínunni sem Irma
Leimu hannaði fýrir Pentax. Fatnaðurinn
er til í mörgum mismunandi litum og hægt
að blanda honum saman á ólíka vegu. Á
finnskri viku í Reykjavík, sem hefst þann
17. október, verður tískusýning þar sem
væntanlega gefst kostur á að sjá fatnað
Irmu Leimu.
„Prinsessa“ heitir þessi fallegi, hárauði rúskinsfatnaður. Þetta er ekki ný hönn-
un fyrir veturinn heldur dæmi um tímalausa klassíklínu og án efa eiga margar
eftir að falla fyrir þessum klæðnaði.
\
32 VIKAN