Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 22
hreinlega að leika aðra manneskju en ég er
til að komast í gegnum þetta.
Áður en ég kom út hafði mér ekkert ver-
ið sagt frá því að ég myndi vera á svona
ferðalagi allan daginn. Ég villtist líka
stundum, því það tók tíma að læra á neð-
anjarðarlestirnar og einu sinni var ég svo
þreytt að ég gleymdi að skipta um lest og
fór út á vitlausum stað. Þegar ég kom upp
á götuna vissi ég ekkert hvar ég var og var
að ráfa um, en fólkið var svo vingjarnlegt
og hjálplegt, að fljótlega var einhver
kominn, sem spurði mig hvort ég væri villt
og mér síðan sagt, að ég þyrfti að fara aftur
í lest og fara lengra með henni. Mér fannst
eins og fólkið vildi að ég kæmist sem fyrst
á áfangastað og væri ekki að villast um.
Tímaritið ELLE valdi mig
Ég fór einnig mikið í það sem er kallað
„test“. Þá mætir maður hjá ljósmyndara og
hann tekur myndir. Þetta er eiginlega sam-
vinna sem báðir græða eitthvað á og ég þó
meira finnst mér. Hann borgar allan kostn-
að og fær kannski góðar myndir, en maður
sjálfur fær myndir til að bæta í möppuna
sína. Ég fékk síðan mjög gott tækifæri þeg-
ar ég var búin að vera úti í eina viku,
reyndar gerði ég mér ekki grein frrir því
þá, hversu stórt þetta tækifæri var í raun-
inni. Á umboðsskrifstofunni var mér sagt
að ég ætti að hitta konu hjá tímaritinu
ELLE. Þegar ég mæti á staðinn voru þar
fyrir um 60 aðrar stelpur. Ailar með þykk-
ar og fínar möppur, en ég bara með tvær
myndir. Þarna beið ég svo í eina klukku-
stund, en svo var það ég sem var valin úr
öllum stelpnahópnum."
Fannst mér ekki takast nógu vel
upp
Hvað var verið að taka fyrir ELLE?
„Þetta var kallað „beauty spot“. Það var
verið að taka myndir fyrir krem. Þegar ég
mætti voru þarna um tíu manns sem allir
voru að snúast í kringum mig. Mér leið
ekkert alltof vel. Ég þurfti að vera í silki-
nærfötum og mér var frekar kalt. Allir
þarna voru eitthvað að pikka og pota í
mig, mála mig, greiða á mér hárið og laga
á mér fötin. Mér fannst þetta óþægilegt og
átti erfltt með að vera eðlileg fýrir ljós-
myndarann. Ég átti að halla höfðinu til
hliðar og brosa blítt sem ég held að hafi
ekki tekist nógu vel því ég hreinlega fraus
og ég er hrædd um að mér hafl ekki tekist
nógu vel upp.
Aftur á móti var ég mun afslappaðri í
töku fyrir „body lotion" í blaðinu MISS.
Þetta áttu að vera hressar myndir og ég
hlæjandi, sem ég held að hafl tekist vel.
Það þurffi lítið að mála mig fyrir þessar
tökur. Þeir vildu hafa þetta sem náttúru-
legast og sögðu að ég hefði svo góða húð
að lítið þyrfti að sminka."
Neyðarlegt þetta með þyngdina
Fékkstu vel borgað fyrir þetta?
„Þegar maður vinnur fyrir þekkt blöð
eins og t.d. ELLE eða Vouge, þá þykir það
FORSÍÐUSTÚLKAN
Um hár og snyrtingu Bryndisar fyrir myndatökuna í Vikuna
sáu þau Ari Alexander, hár, og Ólöf Ingólfsdóttir, snyrtingu.
svo mikill heiður að maður á nánast að
vinna frítt. Ég var allan daginn að vinna
fyrir ELLE og fékk 30 pund fyrir það, sem
eru um 2400 krónur. Affur á móti fékk ég
tækifæri til að vinna fyrir Yves Saint
Laurent, sem er vel borgað. Það átti að
mynda frönsk nærföt og fyrir fjögurra tíma
vinnu átti ég að fá 800 pund, sem eru lið-
lega 60 þúsund krónur. En það gerðist dá-
lítið neyðarlegt...ég komst ekki í nærfötin!
Ekkert varð því úr vinnu í það skiptið og
mér þótti fúlt að missa af svona miklum
peningum."
Hvernig gekk þér að grenna þig?
„Ekkert sérlega vel. Ég er svo mikil mat-
manneskja og gat ekki látið hamborgarana
og frönsku kartöflurnar vera. Ég grenntist
þó um þrjú kíló, enda svo mikið á ferðinni
suma daga, að ég gleymdi hreinlega að
borða, en þetta gat verið pínlegt með vigt-
ina. Einu sinni átti að taka mynd af mér í
ofsalega þröngum kjól og ég held ég hafl
verið hálftíma að komast í hann og á með-
an var alltaf verið að banka og spyrja hvort
ég væri ekki að verða til og hvort eitthvað
væri að. Þeir vilja hafa stelpurnar svo mjó-
ar að þær séu ekkert nema skinnið og
beinin. Mér bara flnnst það klæða mig svo
illa, en fyrir næsta sumar ætla ég að vera
orðin léttari."
Borga allan kostnað sjálfar
Þú ætlar þá aftur til útlanda?
,Já, Huggy — en það er Chris alltaf köll-
uð — vildi helst ekki að ég færi heim strax
og vill fá mig aftur næsta sumar. Þau trúðu
á mig þarna úti og segja að ég geti náð
langt. Þau ætla líklega að senda mig til Par-
ísar eða Japan. Mestu peningarnir eru í
Japan, en fyrirsætur þurfa að borga allan
kostnað sjálfar af laununum sínum auk
þess sem umboðsskrifstofan fær held ég
20 prósent. Þegar ég fór út í sumar greiddi
umboðsskrifstofan flugmiðann minn og ég
átti síðan að greiða þeim til baka þegar ég
færi að vinna. Ég þurfti líka að greiða
ffamköllunarkostnað á filmum og eins far-
gjaldið til að komast á milli til viðskipta-
vina sem vildu sjá möppuna mína. Ég
græddi því ekki mikið síðasta sumar, en
þau úti eru búin að tala við Elite í París og
sýna þeim myndir af mér, sem þeim leist
vel á, þannig að kannski fæ ég gott tækifæri
næst.
Reyndar verður maður eiginlega að
ljúga sig inn á sýningar hjá frægu hönnuð-
unum þegar maður er nýr og óþekktur. Þá
segist maður hafa verið í sýningum hjá
einhverjum frekar óþekktum hönnuði —
sem umboðsskrifstofan hefúr sagt þér frá —
ferð svo inn á svið án þess í rauninni að
kunna nokkuð. Hönnuðirnir vita yfirleitt
af þessu en gefa þér sjens og ef maður
stendur sig er maður kannski kominn inn.“
Aðrar stelpur
Hvernig var þér tekið af öðrum sýning-
arstúlkum þarna úti og hvernig eru skóla-
systur þínar og vinkonur við þig hér
heima?
„Ég verð vör við töluverða afbrýðisemi.
Úti voru flestar stelpurnar mjög almenni-
legar við mig, en ég man effir einni
spænskri, sem var andstyggileg við mig.
Hún kom til mín og horfði á mig og sagði
svo: ’Ég sé það á augunum á þér að þú ert
íslensk.’ Hún átti við að ég væri með svo
köld augu og þess vegna væri auðséð
hvaðan ég væri.
Sumar stelpur hér heima hafa komið til
mín og spurt: ’Hvernig komst ÞÚ eiginlega
í þetta? Aðrar halda að ég geti reddað
þeim um vinnu eða komið þeim á ffam-
færi. Ég get í raun ekkert gert eða ráðlagt
og þá verða þær kannski fúlar. Ég reyni
bara að leiða þetta eins mikið hjá mér og
ég get. í vetur fer ég í nýjan skóla, Mennta-
skólann í Reykjavík. Námið gengur fyrir
öllu öðru hjá mér, því ég tel að það sé
mjög nauðsynlegt að mennta sig. Starfsald-
ur sýningarstúlku er yfirleitt mjög stuttur
og hvað tekur þá við? Þó myndi ég kannski
skreppa út ef mjög gott tilboð bærist."
Megrunin og allar göngurnar
Hvað fannst Bryndísi svo erfiðast?
„Megrunin." Svarar hún strax. „Og svo
allar göngurnar daginn út og daginn inn.
Ég var stundum svo ofboðslega þreytt.
Þetta var líka mikil lífsreynsla. Ég er eina
barnið á heimilinu og er mjög vernduð,
þannig að áfallið var dálítið að vera allt í
einu alein í útlöndum. Reyndar voru
hjónin í Premier mjög góð við mig, en ég
bjó hjá þeim. En þrátt fyrir erfiðleikana
fannst mér þetta mjög gaman og ég hlakka
til að fara út aftur næsta sumar. Það eina
sem skyggir á eru kílóin fjögur eða fimm
sem þurfa að hverfa!
Þar með kveður hún okkur þessi unga
en um leið þroskaða stúlka, sem flestir
mundu segja að væri eins grönn og falleg
og hugsast getur, en til mikils er fyrir sýn-
ingarstúlkur að vinna því ef þær eru á rétt-
um stað á réttum tíma þá getur framtíðin
brosað við þeim...alla vega um tíma -og þá
lætur engin þeirra örfá kíló standa í vegi
fyrir framanum. <"v/
22 VIKAN