Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 16
Guðni Þórðarson hafði ferðast
talsvert um Spán sem blaðamaður
og hrifist sérstaklega af Mallorka.
Því var það að um páskana 1958
gekkst hann fyrir hópferð
héðan frá íslandi til þessarar
perlu Spánar.
stöðin á Akureyri, en núver-
andi flugstöð á Mallorka er sú
þriðja sem þar hefúr verið
byggð.
Um tildrög þess að Mallorka
varð fyrir valinu er það að
segja að ég hafði ferðast tals-
vert um Spán sem blaðamaður
og hreifst mjög af Mallorka.
Þar er mikil náttúrufegurð,
íbúarnir eru öðruvísi á margan
hátt en á meginlandinu, ekki
eins blandaðir, veðráttan með
eindæmum góð og strendurn-
ar ffábærar. Nú, það voru allir
ánægðir sem tóku þátt í þess-
ari fyrstu ferð og páskaferð til
Mallorka varð árviss atburður.
Danir voru þá að byrja leigu-
flug þangað og næstu sumur
fórum við með hópa til Mall-
orka á þann hátt að flogið var
til Kaupmannahafnar og síðan
slegist í.för með Dönum áfram.
Svo voru teknar upp beinar
leiguflugferðir héðan á sumrin
og þetta hélt stöðugt áfram að
aukast og náði hámarki sumar-
ið 1975. Þá fór að draga úr
ferðalögum okkar til Mallorka
en svo hefur verið stöðug
aukning á nýjan leik síðustu
árin. Mallorka er langvinsæl-
asti ferðamannastaðurinn á
Spáni og þangað koma nú um
sjö milljónir ferðamanna á ári,
en Costa del Sol er í öðru sæti.
Það er mun minna um glæpi á
Mallorka heldur en á megin-
Iandinu og hryðjuverk óþekkt.
Ég er ekki hissa þótt íslending-
ar haldi áfram að streyma til
Mallorka", sagði Guðni Þórðar-
son.
Cala d’Or
í nokkurra daga ferð til
Mallorka bjó ég á tveimur
stöðum. Fyrst í Santa Ponsa við
Palmaflóann og síðan í Cala
d’Or — Gullna víkin — sem er á
austurströnd eyjarinnar. Ég
kunni vel við mig í Santa
Ponsa, fallegt umhverfl, ný-
byggð íbúðahótel og öll að-
staða eins og best verður á
kosið. En ég kunni enn betur
við mig í Cala d’Or. Þar fannst
mér ég kynnast nýrri hlið á
eynni. Það eru ekki nema fáein
ár síðan ferðamenn fóru að
sækja þennan stað. Ný hótel og
íbúðir hafa risið en þess gætt
að fella byggingarnar að lands-
laginu. Veðursæld er með ein-
dæmum, sjórinn hreinn og öll
aðstaða til að stunda sól- og
sjóböð ffamúrskarandi. Hótel-
ið Playa Ferrera býður uppá
góðar íbúðir með einu eða
tveimur svefnherbergjum,
stofú, baði, eldhúsi og góðum
svölum. Tveir matsölustaðir
eru í hótelinu og við það eru
sundlaugar og ýmis leiktæki
fyrir börn. Ekki er langt inn í
miðbæ þorpsins Cala d’Or þar
sem er gott úrval verslana og
veitingastaða.
En það sem hreif mig mest
var umhverfið. Mjög ffiðsælt
og rólegt, strandlengjan alsett
smávíkum og vogum. Þarna
var ákaflega auðvelt að gleyma
sér við að sulla í sjónum,
dorma í sólinni og rölta í flæð-
armálinu. Vegalengdir eru ekki
miklar á Mallorka og auðvelt
að rúlla um næsta nágrenni,
heimsækja lítil þorp og bæi þar
sem ferðamenn sjást ekki, setj-
ast þar niður á gangstéttarveit-
ingahúsi og virða fyrir sér ró-
lyndislega umferð heima-
manna. Það var þarna í Cala
d’Or sem ég fann greinilega
fýrir þessum töffum sem
Mallorka býr yfir. Það er óþarfi
að láta aðra ferðamenn troða
sér um tær á Mallorka. Það er
eins og allir sem vilja geti ver-
ið útaf fyrir sig.
„Vinsœlasti staðurinn”
Það er ferðaskrifstofan Sam-
vinnuferðir-Landsýn sem hef-
ur gert samning um dvöl í Cala
d’Or. Ferðaskrifstofúrnar
Úrval, Atlantik og Pólaris hafa
lengi haldið uppi ferðum til
Mallorka, Úrval til fjölda ára.
En það var ekki fyrr en árið
1986 sem Samvinnuferðir
byrjuðu á Mallorkaferðum.
Hvers vegna var ákveðið að
byrja ferðir þangað og hvernig
hefur gengið? Helgi Jóhanns-
son, forstjóri SL, svarar því:
„Það var mikið um fyrir-
spurnir varðandi ferðir til
Spánar og við fórum að kanna
málið. Eftir að hafa skoðað
ýmsa ferðamannastaði varð
Mallorka fyrir valinu því okkur
þótti sem þar væri mest uppá
að bjóða. Enda hefúr reynslan
sýnt að þangað vill fólkið fara.
Á þessu ári förum við með á
fimmta þúsund íslendinga til
Mallorka og þetta er sá staður
sem flestir sækja af öllum þeim
stöðum sem við bjóðum uppá.
Fólk sem hefur farið með okk-
ur í sumar og hefur ekki komið
til Mallorka í tíu ár eða svo
segir að eyjan sé mun hreinni
og fegurri en fyrr, öfúgt við
það sem er á flestum fjölsótt-
um ferðamannastöðum. Þetta
er vinsælasti staðurinn, það fer
ekki milli mála. Og ég skal játa
það, að í upphafi hafði ég eng-
an sérstakan áhuga á Mallorka,
svona persónulega, en nú hef-
ur eyjan náð að heilla mig,“
sagði Helgi Jóhannsson.
Þess má að lokum geta að
gera má ráð fyrir að nær 10
þúsund íslendingar hafi lagt
leið sína til Mallorka á þessu
ári. □
Mallorka er langvinscelasti ferða-
mannastaðurinn ó Spóni og þangað
koma sjö milljónir ferðamanna ó óri.