Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 39
ÆVAR R. KVARAN SKRIFAR UM BÆKUR
Miskunnsami samverjinn
Arelíus Níelsson:
Mannvinurinn mikli Henri Dunant
Útg. Reykjavíkurdeild Rauöa kross Islands.
Íetta er ævisaga stofhanda Rauða
krossins og höfundar fyrsta
W Genfarsáttmálans. Flestum okkar
hefur verið kennd mannkynssaga og
höfum við orðið sum fyrir talsverðum
áhrifum af þeim lestri. Hverjir eru það nú
sem mest eru dáðir af þeim sem skrifa
þessar mannkynssögur? Það er ekki um
það að villast, að það eru hershöfðingjar
og stjórnmálamenn. Enginn ber á móti því
að slíkir höfðingjar hafi sumir hverjir haft
mikil áhrif á gang mannkynssögunnar. En
hefúr það alltaf verið til góðs eða hvað
hefur það kostað mannkynið? Það er lítill
vafi á því að nöfn manna eins og Hitlers,
Stalins og Napoleons eiga eftir að ljóma í
mannkynssögum framtíðarinnar.
Hvað er það svo sem hefur einkennt fer-
il þessara manna? Blind eigingirni og
ffægðarlöngun. Þeir hikuðu ekki við að
fórna hamingju og lífi landa sinna og ann-
arra, svo milljónum skipti einungis til að
mikia sjálfa sig. Eru þetta mennirnir, sem
við eigum að hafa til fyrirmyndar í lífi okk-
ar og viðhorfum. Allir voru þeir sérfærð-
ingar í manndrápum. Þetta voru þrótt-
mestu manndráparar allrar mannkynssögu
og uppskera svo ffægð og eru í mannkyns-
sögum taldir meðal mikilmenna sögunnar.
En hvar er svo hinna minnst, sem sannar-
lega hafa gjört mannkyninu gagn með því
að láta hugsjónir sínar til heilla mannkyn-
inu rætast? Þeir mega þakka fyrir ef þeirra
er einhvers staðar getið neðanmáls með
smáu letri, nema vitanlega þeir hafl orðið
í hópi hinna útvöldu, sem fá nóbelsverð-
laun. En margir merkilegustu hugsuðir
heimsins fyrr og síðar hafa aldrei notið
þeirrar viðurkenningar. Þess vegna eru
mannkynssögur blóði drifhar bókmenntir.
Sagnfræðingar hafa yfirleitt ekki áttað sig á
því, að sagnfræðileg rit eru þáttur í menn-
ingu þjóðanna og geta haft gífurleg áhrif á
ungt fólk. Þau hljóta því að hafa mikilvæg
áhrif á afstöðu slíkra sálna til lífsins og hafa
því uppeldislegt gildi. Þegar notuð eru því
stóryrði eins og „mikilmenni" eða „hinn
mikli“ ætti ekki einungis að miða við sigra
á vígvöllum eða í stjórnmálum. Þar ætti
fyrst og fremst að miða við manngildið.
Sjálfur varð sá sem þetta hripar fyrir
slíkum áhrifum af mannkynssögu í
menntaskóla, þegar hann var ungur. Þess
vegna tók hann saman smábók síðar á æv-
inni, sem hlaut nafhið Ókunn afrek.
En í þeim frásögnum er ekki að finna
frægar sögur af stórmennum sögunnar,
heldur frásagnir af ókunnu alþýðufólki,
sem afrek vann á sjálfum sér og öðrum í
sínu eigin lífi, sem aldrei verður minnst í
neinni mannkynssögu.
Þess vegna gladdi mig að frétta af útgáfu
þessarar bókar, sem ég ætla að rabba hér
svolítið um. Ég hygg að það hafi ekki verið
tilviljun sem réð því að séra Árelíus skrif-
aði þessa ágætu bók. Allir sem kynnast
þeim ágæta presti vita, að hann er maður
einlægur, trúaður og mikill mannvinur. Af
því að ég hef hér að frarnan verið að minn-
ast á vafasama notkun orða eins og „stór-
menni“ og þess háttar, þá held ég að mað-
urinn í þessari bók séra Árelíusar sem
hann segir svo vel frá, sé einmitt eða hafi
verið einn þeirra fáu, sem ekki myndi
kafha undir því að vera kallaður þessu
sæmdarheiti. Saga Dunants er í senn ótrú-
leg og óvenjuleg. Hún hefur sannarlega
uppeldislegt gildi. Hún segir frá manni,
sem er fæddur til auðs og valda, en lætur
það sig engu skipta, því mannkærleikur
hans er svo mikill og hugsjón hans svo
sterk, að allt verður að víkja fyrir henni. í
ákafa sínum að reyna að hjálpa meðbræðr-
um sínum verður allt annað að víkja, ekki
síst hans eigin hagsmunir, sem svo myndu
flestir kalla. Saga Dunants er dæmi um það
hvernig getur farið fyrir brennandi hug-
sjónamanni, sem eingöngu lifir fyrir hug-
sjón sína og hugsar ekki jafnskýrt um eigin
hag. Þessi furðulegi maður lifir það, þótt
hann sé kominn af auðugri svissneskri fjöl-
skyldu að verða í senn heimsfrægur maður
og aumastsi betlari, sem minnstu munaði
að sylti í hel.
En hvernig stóð á því að Henri Dunant
fékk þessa stórkostlegu hugsjón, sem nú
blasir við hverjum manni í nafni, sem
hvarvetna nýtur óskiptrar virðingar, nafni
Rauða krossins.
Fyrsti kaflinn í þessari ágætu bók séra
Árelíusar svarar þessu, enda ber hann nafriið
Fögur hugsjón fæðist. Þar er lýst Jóns-
messudeginum 24. júní 1859 við Solferino
á Norður-Ítalíu. Klukkan sex að morgni
hófú 150 þúsund Frakkar og Sardiníu-
menn bardaga uppá líf og dauða við 200
þúsund Austurríkismenn, og úr þessu varð
eitt ægilegasta blóðbað 19. aldar. Hér
verður aðeins getið eins manns, sem var
staddur í þessu víti kvala og manndrápa og
hann var hvorki hermaður né hershöfð-
ingi. Þessu lýsir séra Árelíus með þessum
orðum í bók sinni:
„Fremur smávaxinn maður í hvítum lér-
eftsfötum, víðum jakka með háum kraga
og með einhvers konar hitabeltishjálm á
höfði. Það mátti heita merkilegt, að þessi
almenni borgari skyldi hafa leyfi til að vera
þarna á kreiki á miðjum orrustuvelli, án
þess að vera handtekinn sem hættulegur
njósnari. Rólegum og ákveðnum handtök-
um fer hann að hlynna að hinum særðu.
Einhver myndi sennilega hafa hikað við í
fyrstu að hefjast handa, spurt sjálfan sig, að
hvaða gagni hann gæti orðið, þótt hann
hlynnti að tíu eða tuttugu manns, þar sem
tugir þúsunda voru að farast. En þessi hvít-
klæddi maður virtist enginn sérstakur
hugsuður. Hann brýtur ekki heilann um
fjarstæður þessa verkefnis, heldur fylgir
aðeins hljóðri rödd hjarta síns, sem krefst
þess, að hann taki til hendi. Hann átti síðar
eftir að skrifa bók, sem hann nefndi
Minningar frá Solferino. Þar gefur hann
ógleymanlegar lýsingar á öllum þeim
ógnum, sem honum bar þarna fyrir augu.
Þessi maður var Henri Dunant, en um
hann fjallar bókin um hinn mikla mannvin,
sem séra Árelíus hefúr nú fært okkur á ís-
lensku með þeim hætti, að öllum sem að
útgáfú hennar standa er til sóma. □
Sparið ykkur bæði
tíma og peninga.
KJÖTBOLLUR
m/kartöflum, grænmeti og salati.
KJÚKLINGUR
m/kokkteilsósu, frönskum oq salati
440.-
KARRÝ POTTRÉTTUR
m/hrísgrjónum, grænmeti og brauöi
NAUTABUFF
m/kartöflum, grænmeti og salati
290.-
DJÚPSTEIKT ÝSA
m/kartöflum, sósu og salati
340.-
SAMLOKA
80 •" sfk.
HAMBORGARAR
70.“ stk.
SÚPA + SALATBAR
260.-
Heitir réttir framreiddir frá
kl. 11.30 - 13.30 og frá kl. 16.00
Auk þess bjóöum við daglega þjóðlegan
mat, s.s. svið, lifrarpylsu, þlóðmör,
rófustöppu o.fl. eftir hádegi.
Á salatbarnum er alltaf til rækju-,
túnfisk-, laxa-, epla-, kartöflusalat o.fl.
VIKAN 39