Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 50

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 50
sm LITÐ AF HVERJU Mynd þessa tók Kenny Rogers Frank fékk ekki yngingarmeðal ■ Sjúkrahús í Montreaux í Sviss veröur að greiða Frank Sinatra rúmar 20 milljónir króna í skaðabætur fyrir að breiða út þá sögu að söngvarinn hafi látið sprauta í sig „yngingarmeðali" sem búið er til úr frumum kinda. Dómstólarnir í San Francisco neituðu kröfu La Prairie sjúkra- hússins um að bandarískir dómstólar hefðu ekki lagalegan rétt til að dæma í málinu. Sagan birtist í slúðurfregnablaðinu „National Enquirer" árið 1984. Sveitavinir | Sveitasöngvararnir Loretta Lynn og Conway Twitty eru að gefa út plötu þar sem þau syngja saman 12 lög. Platan heitir Making Believe og á ann- arri hliðinni er ný útgáfa af lög- um sem þau hafa áður sungið inn á plötu, en á hinni lög eins og vænta má á nýrri plötu. Loretta fer f söngferðalag um Bandaríkin og hefur hún ferðin um jólaleytið. Ó, Phoebe, Phoebe! ■ Phoebe Cates, sem best er þekkt fyrir hlutverk sitt í sjón- varpsþáttunum Lace þar sem hún sagði þessi ógleymanlegu orð: „Hver ykkar kvenvarganna er móðir mín?“, fær nú að segja hin ódauðlegu: „Ó, Rómeó, Rómeó. Hvar ertu Rómeó?“ Hún leikur í uppsetningu Good- man leikhússins á Rómeó og Júlíu og hefjast sýningar 3. október í Chicago. Á móti henni leikur Michael Ceveris Rómeó, en Phoebe lék nýverið I Shake- speare-leikriti í Park leikhúsinu í New York. Kvennagullið í Lagakrókum að verða pabbi | Piparsveinninn og kvenna- gullið í þáttaröðinni Lagakrók- um sem leikinn er af Corbin Bernsen, er að verða pabbi og eiginmaður, þ.e.a.s. í raunveru- leikanum. í þáttaröðinni hefur hans hlut- verk m.a. verið það að láta pip- arsveinalífið virka spennandi og eftirsóknarvert, en Corbin virðist hafa komist að því að svo er ekki þegar á reynir þannig að nú ætla hann og sambýliskona hans, Amanda Pays sem er 29 ára, að ganga í hjónaband. Þau hafa látið það leka út til press- unnar að Amanda eigi von á barni snemma á næsta ári. Aftur á móti er ekki búið að ákveða daginn sem brúðkaupið á að fara fram, en þau langar til að gifta sig um áramótin. Skötu- hjúin hittust fyrst fyrir u.þ.b. ári, en Amanda lék áður stórt hlut- verk í Max Headroom þáttun- um. Shirley notaði ekki stolið efni | Dómstólar í Detroit vísuðu á bug kröfu rithöfundarins Char- les Silva á hendur Shirley Mac- Laine. Rithöfundurinn er frá Perú og gaf út bók árið 1977 sem hann nefndi Date With the Gods og hélt hann því fram að Shirley hefði stolið köflum úr bókinni og notað í bók sína Out On a Limb. VIKAN/FRAMANDI 0 llmandi ítölsk kjötsósa og bananakraumís Að þessu sinni sér Örn Garðars- son til þess að við fáum bragð- og matarmikla ítalska kjötsósu sem hæfir öllum pastaréttum - frá spag- hetti til lasagne. Eftirrétturinn er ekki af verri endanum, frekar en endranær, því þar er boðið upp á bananakraumís. Kraumís er léttari en rjómaís og því góðurfyrir línurn- ar og magann. Örn segir að lítill vandi sé að útbúa þannig ís og hráefnið er ekki mjög dýrt. Möppur utan um matarspjöldin Nokkrir hafa hringt til að spyrja hvar þeir fái möppur utan um mat- arspjöldin og eiga þá við merktar möppur. Reyndar erum við ekki enn búin að láta útbúa merktar möppur en það er á döfinni. Aftur á móti fást í öllum bóka- og ritfanga- verslunum möppur af A-5 stærð, tveggja gata, sem hæfa spjöldun- um. I sumum verslunum eru til eins konar skrautmöppur, en alla vega ætti að vera hægt að fá einlitar hvar sem er. 50 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.