Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 52

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 52
Vaxtarhringur hársins Hvert einstakt hár hefur vaxtarhring. Langt vaxtartímabil, frá tveimur upp í sex ár, síðan kemur stuttur hvíldartími, um þrír mánuðir. Á þessum tíma þrýstist hárið upp í hárslíðrinu og losnar auðveldlega við þvott eða burstun. Við tekur nýtt hár. Það er eðlilegt að 15% af hárinu sé á hvíld- artímabili hverju sinni, og að frá 50 upp í 100 hár losni á degi hverjum. Aukist sá fjöldi verulega þá er hætta á ferðum. Ein ástæða fýrir ffemur lítilli athygli vís- indamanna á hármissi er sú að hárið er ekki lífsnauðsynlegt fyrirbrigði og missir þess veldur ekki veikindum eða dauða. Hinsvegar veldur það mörgum körlum og konum hugarangri, sem hefur áhrif á líðan þeirra. Fyrst er farið yfir hársvörðinn með tæki sem gefur frá sér vægan rafstraum. Hárlos Allt reynt hártnu til bjargar TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON í Vikunni 5. júlí birtíst viðtal Bryndísar Kristjánsdóttur við Önnu Edstrom um Manex vökva, sem nýkominn er á markaðinn á íslandi. Anna Edstrom hefur skrifað bók um hár og lækningu við hárlosi og hármissi sem hún kallar Your Complete Guide to Hair Care. Við sóttum fróðleik í þessa bók og heimsóttum fyrir- tækið Orkugeislann, sem sér- hæfir sig í að örva hár tíl þess að vaxa aftur. Hár Það eru fjórar mismunandi tegundir hárs á líkamanum. Fyrsta tegundin þekur fóstrið í móðurkviði og fellur venjulega af fyrir fæðingu. Önnur tegundin er jafhfín- gerð og sú fýrsta, en þekur fullorðinn líkamann allan. Milligerð af hárum er til sem er mitt á milli annarrar og fjórðu teg- undar að þykkt og lengd. Fjórða tegundin er sterkari, grófari og lengri, og er lituð. Hún er á höfðinu, augabrúnum og augn- hárum, og einnig undir höndum og við kynfærin eftir kynþroska aldur. Litarefni hársins ákvarða lit þess. Eumelanin gefúr brúnt til svart hár, phaeomelanin gerir hárið ljóst eða rautt. Án þessara efna verð- ur hárið hvítt, eins og hjá albínóum. Þegar aldurinn færist yfir okkur hættir ffam- leiðsla þessara litarefha, og við verðuni grá- eða hvíthærð. Síðan er rúllað yflr höfuðið með rúllu. Að lokum eru notaðir kaldir og heitir geislar á höfuðið. Það er margt sem veldur hárlosi. Þegar streita er mikil vill myndast vöðvabólga í öxlum, sem lokar fyrir blóðstreymið til höfuðsins. Að auki valda sumar gerðir taugastreitu samdrætti í æðunum á höfuð- leðrinu sem sjá hárbotninum fyrir nær- ingu. Til þess að hárið sé heilbrigt, litríkt og glansandi verður blóðstreymið til höfuðleðursins að vera gott, og blóðið að vera næringarríkt. Nauðsynlegustu stein- efhin fyrir heilbrigt hár eru brennisteinn, silikon, selenium og sink. Einnig má nefna kalk, mangan, kalín, fosfór, járn, og joð. Þeir sem sitja við tölvur eða ritvélar, þeir sem eru að lesa undir próf og þeir sem lifa streitufullu lífi fá mjög oft þessi einkenni, enda er streita algengasti kvilli tæknivædda samfélagsins. Samkvæmt Önnu Edstrom fer hárlos nú vaxandi hjá konum vegna þess að þær hafa gengið inn í atvinnulífið, og líkaminn framleiðir mikið androgen (karlhormón) við streituástand. Flasa Það veldur einnig hárlosi að vera með mikla flösu. Flasa er oft afleiðing streitu. Það er vegna þess að streita eyðir B-víta- mín forða okkar, og það er vítamínið sem er nauðsynlegt til þess að halda húðinni góðri. Það eru margar tegundir af flösu, en enn sem komið er hefur meðferðin á þeim verið einhæf, sem væri aðeins um eina teg- und að ræða. Erfiðasta tegundin er komin af völdum psoriasis. Úrgangs- og eiturefni Uppsöfnun úrgangsefna í líkamanum eða magn af óheillavænlegum efnum í matvöru geta hreinlega eyðilagt vaxtar- frumurnar mjúku í hárbotninum. Ef nýrun, lungun, þarmar og húð virka ekki nógu vel til þess að hreinsa þessi efni út má sjá greinilega samsvörun með þessum vanda og hárlosi. Hvað skal þá borða? Anna Edstrom mæl- ir með próteini í hverri máltíð, ferskum ávöxtum og grænu salati einu sinni á dag, og einum skammti af hráu eða lítt soðnu grænmeti. Brauðið á að vera heilkorna. Og drekka mikið vatn. 52 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.