Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 37
VIÐHALD Á PERSNESKUM
Fær aldar-
gömul teppi
til viðgerðar
TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR
MYNDIR: KRISTINN INGVARSSON
Anna Jóna Halldórsdóttir rekur versl-
un á Hrísateig 47 þar sem hún selur aust-
urlensk teppi. Anna Jóna lærði um aust-
urlensk teppi hjá írönskum bræðrum í
London og þekkir uppruna, handbragð
og gildi teppanna mætavel. Hún tekur
jafnframt að sér að gera við austurlensk
teppi, sem gat hefur komið á eða eru að
rakna upp og kögrið orðið sjúskað. Það
er einnig hægt að láta austurlensku tepp-
in sfn í hreinsun hjá henni, en hún notar
sérstaka aðferð, sem hún lærði, sem ger-
ir teppin fallegri og viðheldur þeim rétt.
Verslunin á Hrísateignum er opin firá
kl. 13 virka daga.
„Ég fæ teppi sem eru misjafnlega á sig
komin. Þau eru líka allt frá því að vera
nokkurra ára gömul upp í hundrað ára.
Teppin hafa misjafna áferð eftir því
hvort þau hafa fengið kemískan þvott
eða ekki. Við kemískan þvott verða lit-
irnir daufari og teppin fá síður á sig
þennan fallega gljáa, sem kemur á þau
með aldrinum. Hér er eitt sem er stinnt
°g matt í stað þess að vera mjúkt og
glansandi. Ofan á liggur teppi, sem ég er
nýbúin að hreinsa, og hefur fallega
glansáferð. Austurlensk teppi þurfa að
fara í rétta hreinsun á 7 til 10 ára fresti.
Þá skerpast litirnir í stað þess að deyfast.
TEPPUM
Bankið teppin
Þó að teppin séu ryksuguð vill setjast
sandur í þau. Þá er um að gera að banka
þau almennilega á röngunni. Það er
ágætt að leggja þau yfir grindverk eða
snúru á meðan. Ef það er ekki gert nýr
sandurinn þræði uppistöðunnar í
sundur. Það getur þó tekið allt að 30
árum. Þar sem þessi teppi geta orðið
mjög gömul og verða fallegri með
tímanum borgar sig að koma í veg fyrir
skemmdir að völdum sands. Ég þarf oft
að hreinsa teppi sem ég fæ til viðgerðar,
annað hvort með sérstakri aðferð sem ég
kann, eða þá að ég banka þau rækilega.
Ef teppin eru hrist verður of mikið álag
á jöðrunum þar sem haldið er í þau og
þá kemur fyrir að þau rakna upp með
tímanum.
Mismunandi kantar
Ég fæ teppi til viðgerðar þar sem kant-
arnir eru að rakna upp. Þá skoða ég
uppistöðu teppisins. Uppistöður eru
annað tveggja úr baðmull eða ull. Ullin
þarf ekki að vera viðkvæmari. Það fer al-
veg eftir frágangi vefarans á köntum og
endum. Stundum er ekki nógu vel geng-
ið frá endunum. Þar sem kanturinn hef-
ur losnað frá verð ég að fara ofan í lykkj-
urnar í uppistöðunni til þess að koma í
veg fyrir að teppið rakni upp meira, og
síðan að sauma kant sem dugar.
Kögur
Þar sem kögrið er illa farið leysi ég
hnútana, og hnýti aftur og betur. Að
öðrum kosti neyðist ég til að rekja eilítið
upp af munstrinu, a.m.k. nægilega til
þess að geta hnýtt uppistöðuna og
stöðva skemmdirnar. Þetta getur verið
mjög fínleg nákvæmnisvinna, því ég vil
hlífa munstrinu sem mest,“ segir Anna
Jóna að lokum og við kveðjum því mörg
teppi bíða meðhöndlunar og hreinsunar.
VIKAN 37