Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 31

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 31
framar. Við verðum að virða þessar fóst- urfrumur, en það er ekki jafn nauðsynlegt með sæðisfrumur. Þar að auki er engin hugmynd um töf í tengslum við geymslu á sæði. Fryst fóstur er meira en egg sem sæðisfruma hefur runnið inn í. Það verður að leggja allt kapp á að réttur þess til þess að verða ef til vill að barni sé virtur. Þú meinar að á þessu stigi sé nú þegar til barn, sem verður að vernda? - Einmitt. Það gerir það nauðsynlegt að skilgreina ábyrgðina mjög nákvæmlega. Þegar talað er um banka verða þetta að vera skammtímabankar. Annað hvort er fóstrið notað, eða ekki. Ef ekki, þá sé því eytt. Mun fóstur„gjöf‘ heppnast? — Möguleikarnir á þungun eru 15% við hverja innsetningu. Verða fóstur innsett af handaltófi hjá móttakanda? — Nei, eins og gengur með sæðisfrumu- gjöf þá verður reynt að velja fóstur sem nálgast líkamlegt útlit foreldranna. Við at- hugum manngerðina: hæð, hörundslit, augnlit, háralit. Við athugum einnig blóð- flokkinn og litningakort gefendanna. Munu foreldrar geta vaiið sér fóstur eft- ir smekk? — Ails ekki. Við göngumst ekki inn á þess konar samninga. Ástæðan fyrir því að við skoðum fóstrið er tii að flrra tilvonandi barn vandræðum. Við tökum týpu foreldr- anna, reynum að nálgast hana til þess að þau hafni ekki barninu. Við spyrjum ekki móttakendurna ráða og ef þeir vilja fá barn með eitthvert sérstakt einkenni, þá getum við ekki orðið við þeirri beiðni. Hvers vegna þurfti að bæta þessu við venjulegar fósturinnsetningar? — Tæknin felst í því að ná í egg úr gef- anda, sem við frjóvgum með sæði eigin- manns konu sem hefur óvirka eggjastokka. Hún er þiggjandinn. Hún fær frjóvgað egg- ið og við gefúm henni hormóna sem koma í stað þeirra sem eggjastokkar hennar hefðu framleitt væru þeir virkir. Þegar hafa orðið slíkar fæðingar í ísrael. Þetta er mjög falleg tækni. Ætluð konum með ónothæfa eggjastokka, konum sem fara á breytingaskeiðið óeðlilega snemma eða þeim sem hafa lokaða eggjaleiðara, nú eða konum sem hafa óeðiiiega litninga. Ég hef þegar rætt við fleiri tugi hjóna, sem vilja þessa þjónustu. Hver hjón þekkja vinkonu eða systur, sem er reiðubúin að gefa egg. Nokkrir tugir hafa staðist prófan- ir, það er að segja vissar læknisfræðilegar og sálfræðitegar kröfur. Skilyrðin eru þau sömu og hjá sæðis- gefanda. Eggjagjöfin verður að vera endur- gjaldslaus og undir nafnieynd. Gefandinn verður að eiga eins mörg börn og hann óskar að eiga. Það þýðir að kona sem vildi gefa óff jórri systur sinni egg gæti það ekki? — Þessi kona mun gefa egg, sem systirin mun ekki nota. En gjöfin þýðir að systir hennar getur fengið egg úr annarri konu. Siðgæðisnefhdin okkar hér á spítaianum er hlynnt nafnleynd. Sjálfur er ég í vafa. Ég hlíti reglunni án þess að vera sannfærður um að rétt sé að banna persónulegar eggjagjafir. Nokkur hjón, reyndar minnihluti, geta ekki hugsað sér gjöfina án þess að hún sé frá manneskju tengdri þeim. Bæði hjónin, gefendur og þiggjendur, þekkjast, og vilja hafa þetta sín á milli og opinbert. Að skapa eins konar stórfjölskyldu þar sem barnið veit að líflfræðilega móðir þess er frænka þess — hversvegna neita þeim um það? Félagsfræðileg dæmi þess að börn séu gefin án þess að leynd hvíli yfir því eru alls ekki óþekkt. í Maghreb kemur fyrir að gift systir eignist barn með eiginmanni sínum og gefi það giftri systur sinni sem getur ekki átt börn. Persónulega þekki ég a.m.k. tvö börn sem eru upp alin á þennan hátt og það gengur vel. Þau fengu að vita sannleikann á unglingsárum. Þetta eru aðeins tvö dæmi. En það er spurningin hver sé hver í sambandi við barnið sem angrar mig. Hvert sem persónulegt álit mitt er þá byrjum við með nafnleyndar fyrirkomu- laginu, þar sem flest hjón eru því fylgjandi. Nafnleynd er örugglega góð lausn þegar þetta er framkvæmt í stórum stíl. Hún kemur í veg fyrir kaup og sölu, einfaldar ferilinn og kemur í veg fyrir að útaf hon- um beri. Eruð þið einir um að gefa frjóvguð egg í Frakklandi? — Nei, það held ég ekki. Fólk byrjaði á þessu í nokkrum einkaspítölum í París og úti á landi án þess að spyrja sig spurninga. Reynt verður að velja fóstur sem nólgast líkamlegt útlit foreldranna. Við viljum stunda þessar gjafir efflir nákvæmum reglum. En eruð þið þá ekki eins og brennuvargar sem hrópa „Eldur! Eldur!“. Þið kallið á sið- ferðilega íhugun, en eruð sjálfir valdir að þeirri tækni sem veldur vandanum og haldið áfram að nota hana! — Við förum nú ekki eins hratt í þetta eins og þú segir. Það eru sex ár síðan við hófum frystingu með Jaques Testard. Við hættum í eitt ár vegna þess að siðgæðis- nefndin bað okkur um það, en það kom engin tilkynning frá þeim eftir það. Við hugsuðum þá ráð okkar sjálfir og hófúm þetta að nýju eftir ráðstefnuna um Réttinn og fjölgunina sem skipulögð var í janúar 1985 og var okkar staðbundna siðgæðis- nefnd. Við erum ekki að leika lærisveina galdramannsins. Þvert á móti er margt sem við höfúm stöðvað eða sem við neit- um að gera tilraunir með. Viltu dæmi? Að sprauta sæði beint inn í eggin til þess að sneiða fram hjá vissri ófrjósemi karla, vegna þess að við vitum ekki hverjar afleiðingar það hefúr að þvinga sæði af verri gæðum inn í egg. Við höfnum þessari leið þótt hún gæti verið svar við vissri tegund ófrjósemi karla. Við erum endalaust að haftia leiðum. Til dæmis að frjóvga hamsturegg með sæði úr karlmanni og láta það þroskast, eða frjóvga egg úr konu inni í eggjaleiðara kanínu. AU- ar slíkar tilraunir myndu auka skilning okkar á virkni æxlunar. Við viljum fá mikla umfjöllun um þessi efhi vegna þess að svörin eiga ekki að vera í höndum lækna eingöngu. Við höfúm þeg- ar misst af lestinni með umfjöllun um glasabörn, og svo blasir við þetta svið frjóvgunar í tilraunaglösum, sem gæti orð- ið meira alvörumál vegna þess að það er hætta á kaupum og sölu. Finnst ykkur ekki að þessi tæknileið feli sálræna og líkamlega gjaldið sem konurn- ar greiða? Þetta gerist jú í líkömum þeirra. Það er lítið talað um það. - Það er ekki rétt. Það er mikið talað um þetta. Þetta er ekki skemmtun. Auk tækninnar er það aðallega biðin eftir barn- inu sem virkar þvingandi. Það er erfitt að reyna margar innsetningar á fóstrum, byrja aftur, vona, en að sögn sjúklinga okk- ar er þetta merkileg upplifún. Það er mikið talað um velgengni glasa- frjóvgunar. En sumstaðar gengur þetta alls ekki. Og mistekst alltaf. Þessi áhugi sem er á starfsemi ykkar hér, veldur hún ekki of miklum flýti hjá læknum? — Hafi læknar áhuga á þessari nýju tækni þá vilja þeir líka að þeim takist vel upp. Þeir verða þá að verða sér úti um kennslu í henni. Það er jákvæða hliðin. En það er rétt að þetta ástand ber vott um skipulagsleysi. Maður hefði haldið að svo ný og þróuð tækni væri skipulögð á lands- vísu, að það væru miðstöðvar sem stæðust vissar gæðakröfur. Við höfum beðið um slíka reglugerð og það hafa aðrar mið- stöðvar gert, en heilbrigðisyfirvöld eru sein að bregðast við. Sérðu fyrir þér að hægt verði að komast hjá vissum göllum í börnum með því hreinlega að gera við litningana? Erum við á leið í áttina að fullkomnu barni handa öllum? — Nei, við erum ekki komin svo langt, og ég hef engan áhuga á því. Glasafrjóvgun mun gefa okkur tækifæri til þess að athuga fósturfrumur. Ef það tekst að greina galla í litningunum verður eflaust hægt einhvern tíma að gera gallaða hlutann óvirkan og setja í staðinn heilbrigðan hluta. Til dæmis að brotið sem ákveður sykursýki eða dreyrasýki verði þá meðhöndlað með skurðaðgerð á litningunum. Það kemur ef til vill í Ijós á komandi árum að nákvæm skoðun á fóstrunum og greining á göllum mun koma í veg fyrir að gallað fóstur verði innsett í þiggjandann. Ég bjóst við því að í biðsalnum ykkar sæust hinar hefðbundnu barnamyndir eða myndir af verðandi mæðrum, en í staðinn eru tvær stórar myndir, önnur af fóstur- frumu sem líkist fjórskiptum ávaxtakjarna og hin af eggi sem stækkað er mörgum milljón sinnum. Er þetta biðsalur framtíð- arinnar? — Frekar fortíðarinnar. Ég setti þessar myndir upp í upphafi ævintýrisins með glasafrjóvgunina, fyrir sjö árum. Þetta var svo stórt í mínum augum. Núna virðist þetta vera gömul lumma. Hvers konar mynd myndirðu setja upp núna? — Alveg örugglega af barni. x/ VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.