Vikan - 29.09.1988, Side 25
Gestirnir eru aiit frá indíána
höfðingjum tii kóngafólks
- segir Auður Ingólfsdóttir, hótelstjóri ó Hótel Valhöll
Auður Ingólfsdóttir er ung að árum en á að baki nokkurra ára feril sem hótelstjóri.
»Ég aetlaði mér aldrei að fara út í hótelrckstur," segir hún. Astæðan var sú að faðir
hennar starfaði á hóteli „og var aldrei heima þegar maður vildi hitta hann.“
TEXTI OG MYNDIR: JÓN KR. GUNNARSSON
Oft er talað um Þingvöll sem okkar æðsta og helgasta stað. Þegar þar er geng-
ið á milli tóftarbrota frá löngu liðnum tíma fínnst okkur Islandssagan tala til
okkar. Við erum stolt af að vera hluti af þeirri þjóð sem kom á stofn elstu lög-
gjafarsamkundu heimsins sem enn starfar. Við erum stolt af sögunum sem
segja frá sviptingum og átökum liðins tíma, sem lýsa sigrum og ósigrum, gleði
°g sorgum. Það eru magnþrungnar sögur.
Þó flestar aðrar þjóðir eigi miklar fomminjar í kastalastíl úr höggnum steini
þá gleðjumst við yfír fátæklegum tóftarbrotum úr torfi og grjóti. Það er vegna
þess að við tengjumst svo sterkt sögunum sem við þekkjum og virðum. Á rölt-
inu á milli hruninna búða reynum við að rifja upp hvenær og hvemig stórir at-
burðir gerðust sem tengjast þessum sögulega stað. Allt er þetta okkur íslend-
ingum heilagt.
Ferð til Þingvalla er andleg uppörvun og hressing frá daglegu amstri. Röltinu
a söguslóðum lýkur gjaman með málsverði eða kaffísopa á Hótel Valhöll, þó
hótelið heyri nútímanum til þá er þessi hlýlegi veitingastaður óaðskiljanlegur
hluti af þessum sögulega vettvangi. Um leið og við göngum inn í saÚnn fjar-
l*gjumst við söguna og fortíðina enn á ný.
Það er líklega tímanna tákn, að hótelstjórinn á Hótel Valhöll er ung og glæsi-
leg kona. Hún stjómar af festu og myndugleik, en fellst hlýlega á að sitja fyrir
^örum hjá óboðnum gesti. Það er hluti af starfinu, segir hún.
Það vekur athyglí í stuttu spjalii, að hót-
elstjórinn á Hótel Valhöll, Auður Ingólfs-
dóttir, hefúr þrátt fýrir ungan aldur nokk-
urra ára reynslu að baki sem hótelstjóri.
En hver er þessi kona?
— Ég er Reykvíkingur, Vesturbæingur
og KR-ingur nánar tiltekið. Ég er eineggja
tvíburi og á því líka systur sem hefúr unn-
ið við hótelstarfsemi. Systir mín er núna
búsett í Kanada og er gift þar. Ég byrjaði
að vinna við hótelstörf kannski fyrst og
fremst vegna þess að þetta hefur fylgt fjöl-
skyldunni bæði sem atvinna og áhugamál.
Það má því segja að þetta sé fjölskylduat-
vinnugrein. Faðir minn Ingólfúr Pétursson
hefur verið í þessu alla sína ævi. Hann hef-
ur verið hótelstjóri víða um land. Um tíma
sá hann um öll Eddu-hótelin en þar áður
var hann hótelstjóri á City Hótel og víðar.
Systir pabba var í þessu, Jónína Pétursdótt-
ir, en hún var meðal annars hótelstjóri á
Hótel Bifföst um árabil.
— Hvað er þinn ferill langur í hótel-
rekstri?
— Þetta er þriðja sumarið mitt sem
hótelstjóri hér á Hótel Valhöll. Þrjú ár þar
á undan var ég á Hótel Bifröst. Og þar á
undan var ég þrjú ár á Hótel Eddu í Nesja-
skóla. Fyrstu skrefín tók ég hins vegar á
Hótel Staðarborg á Breiðdal. Það er ffem-
ur lítið en mjög skemmtilegt sumarhótel í
hrikalegu umhverfi.
Nú þegar langur ferill að baki
— Mér sýnist að þrátt fyrir ungan aldur
hafir þú drjúgan feril að baki. Hefur þú
numið hótelfræði?
— Nei, ég ætlaði mér aldrei að fara út í
hótelrekstur eða hótelstjórn, eða starfa á
nokkurn annan hátt við hótel. Maður var
þreyttur á því þegar maður var krakki að
pabbi var aldrei heima, hann var alltaf að
vinna á þeim tíma sem maður vildi hitta
hann. í fyrstu Iagði ég meðal annars fyrir
mig blómaskreytingar. Ég var í Englandi í
þrjú ár, fyrst sem skiptinemi. Var svo í
menntaskóla, en ílentist svo þarna úti. En
það var hrein tilviljun að ég fór út í þessi
hótelstörf. Það vantaði í starf eitt sumarið
og ég var með dóttur mína sex mánaða
gamla svo ég sló til í gamni.
— Og þú ætlar að halda áfram ótrauð í
hótelrekstri, eða hvað?
— Já, alla vega ætla ég að starfa innan
ferðamálageirans hvort sem það verður
við hótel eða annað. Ég hef mestan áhuga
á því.
— Maður sér að hingað koma mjög stór-
ir hópar. Þá hlýtur að vera mikið annríki?
— Já, þetta eru líka fjölbreyttir hópar af
fólki sem koma hingað. Hingað kemur alls
VIKAN 25