Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 13

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 13
ar réttarreglur, um ærumeið- ingar, bæði í bundnu máli og óbundnu. Refcingar voru þyngri ef ærumeiðingar voru í bundnu máli. Forfeður okkar voru sómakærir menn og lítt hrifnir af því ef vegið var að æru þeirra, sér í lagi ef þeir voru þjótkcnndir eða vændir um kynvillu. íslendingasögur geyma margvísleg dæmi um þetta. í Ljósvetningssögu var haft um Guðmund ríka við konu hans Þórlaugu: „Þá værir þú vel gefín, ef þar væri ein- mælt um, at bóndi þinn væri vel hugaður og ekki snjallur. “ Ekki snjallur gat þýtt ragur, sem merkti að viðkomandi væri kynvilltur. Það þóttu ekki góð ummæli í þá daga, enda var þeirra iðulega hefnt og svo var einnig í þetta sinn. í Víga- Glúmssögu viðhafði Bárður Hallson við Vigfús Víga- Glúmson, þau ummæli að skegg hans væri kvenlegt á lit, Ijóst eins og mjólkurmatur og þóttu þetta svo slæm ummæli að Halli, faðir Bárðar átaldi hann fyrir: „at mæla svá ferligt." Þessara móðgana var hefnt og Bárður drepinn. Það næsta gömul er saga Það sem hér hefur verið haft um ærumeiðingar getur engan veginn talist tæmandi lýsing á þessari grein skaðabótaréttar. Til þess er viðfangsefhið of fjölþætt og margbreytilegt. Hér hefúr því einungis verið tæpt á nokkrum atriðum sem lesendum Vikunnar gætu þótt fróðleg eða vakið þá til um- hugsunar um viðfangsefnið. Sá stjórnmálamaður sem vitnað var til í upphafi greinar- innar, endaði ummæli sín með vísu eftir Hannes Hafstein sem segir allt sem segja þarf um tilefni ærumeiðinga: Taktu ekki níðróginn nærri þér. Það næsta gömul er saga að lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga. v Morgunblaðið 15. október 1988, bls. 28. 2) Arnljótur Björnsson 1986. Skaða- bótaréttur. Hið islenska bókmennta- félag, Reykjavík, bls. 9. 3) Lagasatn 1983. Dómsmálaráðuneyt- ið, Reykjavík. Dálkur 2471 og 2472. 4) Gunnar Thoroddsen 1967. Fjölmæli. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykja- vík, bls. 128. 5) Sama rit, bls. 129. 6) Sama rit, bls. 135 og 136. SITT LÍTIÐ AF\\mihI Gagnslausar upplýsingar V'issuð þið að fíllinn er eina dýrið á jörðinni sem hefúr fjögur hné? Og vissuð þið að eitt af hverjum 200 börnum fæðast með tönn í neðri góm. Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem sefur á bakinu — en líklega er það ekki mjög óhollt miðað við það að menn lifa lengur en flestar skepnur. Svíar telja öllum trú um að þeir séu lífsseigasta þjóð heimsins. Þar í landi er meðal- aldur karla um 72 ár en kvenna um 76 ár. Það er svip- aður meðalaldur og meðal frumbyggja Ástralíu. Árið 1972 fluttu Brasi- líumenn inn 20 þúsund sekki af kafft frá EI Salvador. Á miðri nítjánduj öld dró verulega úr neftóbaksnotkun í Frakklandi þegar hvítir vasa- klútar komust í tísku. Breska Geitafélagið var stofúað árið 1870. Allir íbúar jarðarinnar gætu komist fýrir á Reykjanes- skaganum — ef þeir stæðu þétt saman og ef sumir héldu börn- um sínum á háhesti. Nú hefur það loksins verið staðfest með tölfræðilegum út- reikningum að um sjö millj- arðar póstkorta hafi verið send síðan 1905. Um 70% jarðarbúa eru án dagblaða, útvarps, sjónvarps og síma. Ef allir fílar í Afríku væru samankomnir kringum Reykja- víkurtjörn, þá gætu þeir tæmt hana á tveim klukkutímum eða svo. Jæja. Það eiga næstum tíu milljón manns á jörðinni sama afmælisdag og þú. Svisslendingar borða meiri ost á mann en nokkur önnur þjóð. Það eru meira en sjö milljón ljósastaurar á Bretlandseyj- um... Og það var enginn annar en herra C. C. Maggee (hver sem hann var) sem fann upp stöðu- mælinn árið 1935, ef ykkur langar til að vita það. Fílar og höfrungar þurfa ekki nema tveggja stunda svefn á sólarhring. Vitið þið annars hvað fíllinn þurfti að borga sálfræðingnum fýrir að heimsækja hann? Þrjá- tíu og tvö þúsund krónur. Tvö þúsund fyrir viðtalið og þrjátíu þúsund kall fýrir sófann sem hann lagðist upp í. Pessa auglýsingu rák- k umst við á í amerísku W blaði og gátum ekki betur séð en hér væru á ferð íslenskar peysur úr lituð- um lopa — eða hvað flnnst ykkur? Ekki er þó af auglýsingunni að ráða að svo sé, heldur eru þetta peysur sem bera vöru- merkið I.V.Y. og nánari upplýs- ingar um þær er að fá með því að skrifa og senda í pósthólf í Los Angeles. Okkur hér á Vik- unni finnst þetta skemmtileg útfærsla á „lopapeysunum" hefðbundnu og erum viss um að ef svona peysur væru fáan- legar í tískubúðunum hér eins og í Ameríku, þá ættu þær að geta selst jafúvel á báðum stöðum. íslenskar peysur? Nemendur háskólans í Lexington Kentucky mættu á póló- keppnina og smökkuðu á „Eldurís" vodka. Eldurís pólókeppni í Ameríku íslenskt vodka, Eldurís, er að gera það gott í Ameríku, segja þeir, og nýlega var haldin mikil pólókeppni í Kentucky - Bluegrass Na- tional Pro-Am Toumament — sem Eldurís kostaði. Keppendur voru frá Ástral- íu, Nýja Sjálandi og Bandaríkj- unum. Eldurís sá um kostnað- inn fyrir bandarísku keppend- urna, sem voru íklæddir peys- um með vodkamerkinu sem auk þess skreytti hnakkhlífma — og það var Eldurís-Iiðið sem vann keppnina. Söluaðilar Eldurís vodkans buðu um 400 gestum í hana- stélsveislu, þar sem boðið var upp á ískaldan vodkasnafs og íslenska sjávarrétti með. Gest- irnir voru ýmist uppábúnir eða í gallabuxum og sumir lögðu teppi á grasið og settust þar í góða veðrinu með ís- lenska drykkinn sinn — og eftir því sem fréttir herma líkaði hann sérlega vel, þannig að segja má að bæði Eldurís póló- liðið og drykkurinn hafi verið sigurvegarar þennan dag. □ Fyrírliði „Eldurís“ pólóliðs- ins, J.D. Cooper, leiddi lið sitt til sigurs. 25.tbl. 1988 VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.