Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 18

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 18
Ljósmynd/Páll Kjartansson Hjónabandið jafn gamalt Vikunni TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR / fyrsta tölublaði Vikunnar, sem kom út fyrir réttum flmmtíu árum, birtist brúðkaupsmynd af ungum hjónum sem þá höfðu nýverið gengið í hjónaband. Þetta voru þau Unnur Arnórs- dóttir og Bárður ísleifsson sem brostu sæl ffarnan í fyrstu lesendur Vikunnar. Það má segja að tímaritið nýja og ungu hjónin hafi orðið samstíga út í lífið. Því þótti tilhlýði- legt í tilefni 25 ára afmælis blaðsins að heimsækja þau Bárð og Unni og sjá hvern- ig þeim hefði farnast. Nú lítum við enn inn hjá þeim hjónum, sem fyrir skömmu áttu gullbrúðkaupsafmæli. Þau búa í vistlegri íbúð í nýlegu húsi í Bústaðahverfinu í Reykjavík, en það kemur í ljós að þau hafa flutt þangað fyrir fáeinum árum úr húsi sínu í Vesturbænum þar sem þau hafa búið lengst. Þau láta vel af sínum nýju heim- kynnum en þó er ekki laust við eftirsjá í rómnum þegar þau ræða um gamla húsið sitt. Það sem vekur mesta eftirtekt á heimili Unnar og Bárðar er geysistór Steinway- flygill sem tekur í það minnsta fjórðung af gólfþlássi stofúnnar. Unnur er píanóleikari 18 VIKAN 25. TBL.1988 og píanókennari að atvinnu og er enn í því sem næst fúllu starfi. Bárður starfaði sem arkitekt hjá Húsameistara ríkisins, en lét af störfúm fyrir allnokkru. Unnur og Bárður hafa eignast fjögur börn, en misst tvö. Fyrsta barnið dó rétt eftir fæðingu, en dóttir þeirra Margrét lét lífið þegar flugvélin Hrímfaxi fórst árið 1963. Hún var þá 19 ára gömul og á heimleið eftir ársdvöl í Danmörku. Tveir synir þeirra hjóna, Leifúr og Finnur, starfa báðir á Landspítalanum í Reykjavík þar sem annar er læknir en hinn iðjuþjálfi. Það hafa því skipst á skin og skúrir á ævi þeirra hjóna. Hittust á götu í Reykjavík Unnur er Reykvíkingur fram í ættir, en Bárður frá Akureyri. Þau hittust fyrst „á götu í Reykjavík" eins og þau orða það. Þá var Bárður nýlega kominn heim frá námi í Kaupmannahöfn, en Unnur var í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Þau giftu sig nokkr- um árum síðar, 8. október 1938. Þá voru erfiðir tímar í heiminum, fyrst kreppuárin og síðan skall heimsstyrjöldin á. í Reykja- vík var erfitt með bæði atvinnu og hús- næði. Unnur og Bárður bjuggu fyrst í lítilli leiguíbúð, en misstu hana brátt og voru á hrakhólum um nokkurra ára skeið. Þau fengu fyrir kunningsskap að búa í einu herbergi af fjórum í húsnæði þar sem átta manna fjölskylda bjó. Þau misstu það þeg- ar fjölskyldan stækkaði, en fengu fyrir náð og miskunn um sex fermetra herbergi þar sem þau bæði sváfu og borðuðu og Bárður vann í. „Svona var það á þessum árum,“ segir Unnur. „Maður gerði ekki aðrar kröf- ur en að reyna að bjarga sér. Þá var lítið um að fólk byggi inni á vandamönnum, kaus heldur að kúldrast einhvers staðar út af fyrir sig.“ Síðar byggðu þau sér hús í Vesturbæn- um og fluttu þangað 1946 og þá varð öllu rýmra um þau. Talið berst að því hvort það hafi verið erfiðara að byggja eða eign- ast húsnæði í þá daga en nú. Unnur og Bárður eru alls ekki viss um að svo hafi verið, en benda á að fólk hafi ef til vill farið öðru vísi að. „Þegar við byrjuðum búskap var ekkert um það að ræða að eignast eitt eða neitt strax. Fólk varð að leigja svo og svo lengi og fór ekki út í neinar fjárfesting- ar fyrr en það hafði eitthvað milli hand- anna til að tryggja sig með. Þá varð afkom- an heldur ekki eins slæm þótt eitthvað bjátaði á. Við áttum til dæmis þriðjung af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.