Vikan


Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 24

Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 24
U2 og Michael Jackson „Viljiði kannski hitta dóttur mína, Kristina?" spyr Alla þegar við komum fram aftur. Kristina er 18 ára, lagleg stúlka sem talar dálitla ensku. Hún er nýtrúlofúð rússneskum rokkara, Vladimir Presjnakov, en uppáhalds vestrænu tón- listarmenn hennar eru U2 og Michael Jackson. „Hún er í ballett og syngur dálítið," segir Alla og móður- stoltið Ieynir sér ekki. „Ég reyni auðvitað að styðja hana eins og ég get, sérstaklega þegar ég hef í huga allan þann stuðning sem ég og bróðir minn höfðum þeg- ar við vorum ung. Og þó höfðu foreldrar mínir ekki sömu menntun og ég hef. Þau voru alþýðufólk en voru mjög hrifin af tónlist. Bróðir minn, sem starfar í hernum, er ljóðskáld. Og það er einnig vegna þess hversu mikla örvun foreldrar okkar veittu okkur.“ Þegar hér er komið sögu för- um við að skipuleggja morgun- daginn sem að mestu á að nota í myndatökur. „Rauða torgið? Þangað hef ég ekki komið í fjögur ár, vegna þess að ég er hrædd við vissan hóp aðdáenda minna. Og vegna þess er ég alvarlega að hugsa um að láta verða af því að kaupa draumahúsið mitt uppi í sveit. Og það eru því miður þeir sem koma í veg fýrir að ég geti verið óhult á götum úti. Áðan var einn þeirra á tröppun- um hérna úti og það eru alltaf einhverjir þeirra hér fýrir utan. Listamönnum er bannað hér í Sovétríkjunum að vera á ferli utandyra með lífverði með sér.“ Við kveðjum síðan eftir þennan fýrsta langa dag í Moskvu og þrengjum okkur í gegnum aðdáendahópinn sem allan sólarhringinn er fyrir utan dyrnar hjá söngkonunni. Ljósblár Benz og Rauða torgið Á slaginu tólf á hádegi dag- inn eftir, sem er sunnudagur, erum við mættir aftur. Nú er okkur boðið upp á graut og koníak á barnum hjá Alla Pugat- jovu. Graut með smjöri af Lud- milu og koníak af Öllu sjálfri. Við þennan bar les Alla Pravda á hverjum morgni (en einnig erlend blöð og stjörnuspána sína). Við bíðum þess að um- boðsmaður hennar mæti með bláa Benzinn, Alla ekur honum aldrei sjálf. Yfirleitt gerir hún sjaldnast nokkuð af þeim vana- legu störfum sem þarf að sinna, enda tekur vinnan allan hennar tíma. „En þegar ég á frí þá les ég. Mér finnst mjög gaman að lesa rússnesku höfundana frá nítj- ándu öld og nútímaljóð." Við sitjum í ljósbláa Benzin- um og flnnum í fýrsta sinn í hversu miklum metum Alla Pugatjova er í Sovétríkjunum. Alla reynir að fela andlit sitt á bakvið Gretu Garbo sólgler- augu og húfú. „Þetta er ekkert skemmti- legt. En ég er að mestu búin að venjast þessu." Við Rauða torgið er hvergi stæði að flnna fýrir bílinn, vegna þess að um helgar eru fleiri á ferli á torginu en venju- lega. Umboðsmanninum tekst þó að lokum að fá stæði sem hann deilir með öðrum. Á þeim þrem til fjórum mínútum sem það tekur okkur að ganga inn á mitt torgið eru ekki mjög margir sem taka eftir því að þar er Alla Pugatjova á ferð, en fljótt kvisast það út - og tæpu kortéri eftir að við stigum út úr bílnum hafa þúsundir safnast umhverfis staðinn þar sem skærasta stjarna Sovétríkjanna stendur. Með aðstoð lögreglu og hers tekst að halda fólki í skefjum og Alla getur í fyrsta sinn í fjögur ár gengið óhult um torgið. Fjöldinn hyllir söngkonuna og meira að segja hermenn og lög- regluþjónar taka þar þátt. Alla hlær framan í fólkið og skiptist á nokkrum orðum við örfáa heppna í hópnum. Athygli allra á Rauða torginu beinist að þessari litlu rauðhærðu konu sem hlær svo smitandi hlátri. Leynilegt hjónaband Þegar við göngum til baka að bílnum fýlgja okkur enn fleiri en áður, en enginn reynir að toga í eða snerta söngkonuna. Fólkið sýnir henni ekkert nema virðingu og Alla sýnir virðingu á móti. Næst liggur leiðin í „leikhúsið", þ.e.a.s. „The Thea- tre of Songs of Alla Pugatjova". Þetta Ieikhús er eitt stærsta sinnar tegundar í heiminum og þar geta 44.000 manns setið í einu. Þar er skrifstofa söngkonunnar og umboðs- mannsins. „Leikhúsið er mjög mikil- vægt fýrir mig. Það er upphafið á öðrum kafla í lífi mínu. Hér viljum við hafa miðstöð rússn- eskrar þjóðlagatónlistar - þar sem listamenn geta hist og fengið innblástur hver frá öðrum. Aðrir listamenn eiga líka að geta fengið hér innblást- ur. Sjálf reyni ég að gefa ráð og hjálpa. Og við höfúm miklar væntingar — en lítið fé.“ Hvítur flygill í einu horninu og símar út um allt. Það finnst okkur ekki geta verið satt þegar Alla Pugatjova á í hlut. ,Jú, ég fæ ekki svo mikið meiri peninga en aðrir sovéskir listamenn - kannski dálítið - þar sem hér er sú stefna að deila öllu jafnt. Þannig að fjöldi útgefinna hljómplatna skiptir litlu máli, en það gerir þó fjöldi hljómleika. Auðvitað hef ég því meiri möguleika en aðrir.“ Á skrifstofunni er það eigin- lega umboðsmaðurinn, Evge- nij Boldin, 39 ára, sem tekur völdin — enda er hann einnig eiginmaður Pugatjovu. Og rússneskur eiginmaður. Þau hafa verið gift síðan árið 1982 en því hefúr verið haldið leyndu nema í þrengsta vina- hópi þar til nú. Kristinu átti Alla með öðrum manni. New York næsti viðkomustaður Á síðasta degi okkar í Moskvu eyðum við stuttri stund á Gorkigötu 37, sem fer að mestu í að kveðja — sænskir kossar og koníakstár. Eftir þrjá daga verður Alla Pugatjova komin á Waldorf Astoria í New York, þar sem hún hefur sína fýrstu tónleikaferð um Banda- ríkin. Sex sinnum hefúr verið hætt við fyrirhugaðar tónleika- ferðir vegna kulda sem ríkt hef- ur í samskptum milli stórveld- anna tveggja. Á flugvellinum losnum við við allar leiðinda tollskoðanir bara vegna þess að við erum með kveðju frá Öllu Pugatjovu upp á vasann. Og það er ekki bara vegna sterkra drykkja sem okkur finnst við hátt uppi á leiðinni heim í flugvélinni — það er ekki síst vegna minning- arinnar um seiðmagnaðan kraft Öllu Pugatjovu - minning gegn sýrð af graut, rósum og kampavíni. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.