Vikan


Vikan - 10.11.1988, Page 28

Vikan - 10.11.1988, Page 28
Ritstjórar Vikunnar í 50 ár Aukablöðin frá Vestmannaeyjagosinu, þegar Halldór Laxness var sjötugur og fleiri, eru stoltið mitt frá þessum tíma. „Hélt mig við formúluna sem ég tók í arf“ Gylfi Gröndal var ristjóri Vik- unnar frá árinu 1967 til 1974. Gylfi er rithöfundur en starfar einnig hjá fræðsludeild Sam- bandsins. „Fyrstu tvö árin störfuðum við Sigurður Hreiðar saman sem ritstjórar Vikunnar en eftir það sinnti ég starfinu einn til ársins 1974. Ég hef raunar þá sérstöðu meðal rit- stjóra Vikunnar að hafa einnig ritstýrt aðal keppinautnum á markaðnum, Fálkanum, en það hafði ég gert nokkrum árum áður en ég kom til Vikunnar. Þessi blöð háðu harða samkeppni og eftir að Fálkinn hætti að koma út bjuggust allir við að upplag Vikunnar myndi allt að því tvöfaldast, því nú yrði hún ein á markaðinum, en stað- reyndin var sú að upplagið jókst ekki nokkurn skapaðan hlut. Þetta er gott dæmi um hve samkeppnin getur magnað upp áhuga fólks fyrir samskonar hlutum. Var farið að leiðast að vera þræll markaðarins Þessi tími á Vikunni var skemmtilegur og talsvert fjölbreytilegur. Axel Kristjáns- son í Rafha var þá eigandi blaðsins og fylgdist grannt með öllum þáttum rekstr- arins. Offsetprentun hófst á þessum árum og varð um leið að minnka brot blaðsins í þá stærð sem það hefúr nú. Með offset- prentuninni stórjókst litprentun, til dæmis fengu myndasögurnar þá á sig lit og blaðið varð í heild áferðarfallegra. Þetta varð til þess að við fórum að gefa út aukablöð með 28 VIKAN 25. TBL. 1988 litmyndum, af ýmsu tilefni. Man ég sér- staklega eftir aukablöðum frá Vestmanna- eyjagosinu, þegar Halldór Laxness varð sjö tugur og fleiri slík tilefhi. Það var oft mikil vinna lögð í þessi blöð og þau seldust óskaplega vel. Líklega eru þau stoltið mitt frá þessum tíma. Aðrar breytingar á blað- inu urðu ekki í minni tíð, ég hélt mig við formúluna sem ég tók í arf um hvernig Vikan átti að vera. Langstærsta breyting blaðsins varð árið 1958 er Jökull Jakobs- son var ritstjóri, en þá varð Vikan að „magasíni". Vikan og Fálkinn höfðu bæði fram að þeim tíma lengst af verið 16 síður og með fremur fáum myndum, en nú stækkaði blaðið, forsíðan fékk lit og meiri tímaritssvipur komst á Vikuna. Það voru margir eftirminnilegir starfs- menn á Vikunni. Man ég sérstaklega eftir Snorra Sveini Friðrikssyni listmálara sem var útlitsteiknari, mikill smekkmaður og góður félagi. Ómar Valdimarsson, frétta- maður á Stöð 2, hóf feril sinn hjá Vikunni og var ómetanlegur í sínum poppskrifum, en sú umfjöllun var þá nýhafin í þeirri mynd sem hún er núna. Einn sumartíma var svo hjá okkur Vilmundur Gylfason, sem þá var enn í menntaskóla, og hann var svo ákafur og afkastamikill að við gátum ekki birt nema lítið brot af því sem hann skrifaði. Yfirleitt voru haldnir fúndir mánaðar- lega þar sem farið var yfir blöð undan- farinna vikna með tilliti til sölu hvers og eins. Þannig gátum við séð hvaða efni virt- ist höfða mest til fólks og reyndum við að taka mið af því. En að mínu áliti er spurn- ing hversu langt á að láta markaðinn teyma sig og það var einmitt það sem mér var farið að leiðast mest eftir þessi átta ár, að þurfa alltaf að vera þræll markaðarins. Auðvitað er ekkert við þessu að gera, flest blöð eru háð sölu og sjálfsagt er enn meira hugsað um markaðssetningu nú en áður. Það sem virtist vinsælast á þessum tíma var ósköp svipað því sem helst gengur í fólk í dag, eins og viðtal við einhvern þekktan íslending og annað sérstakt innlent efni. Fegurðarsamkeppnin, sem á þessum tíma fór fram á síðum Vikunnar, var til dæmis mjög vinsælt efhi og eins palladómar um alþingismenn. Palladómana skrifaði Helgi Sæmundsson undir dulnefninu Lúpus og Halldór Pétursson teiknaði skopmyndir og var þetta mjög gott og krassandi efni, þótt sum fórnarlömbin hafi eflaust móðgast yfir ýmsu sem þarna kom fram. Gamla fasta efnið var svo alltaf í fullu gildi og reyndar bættum við einu slíku við, en það voru draumaráðningar sem síðan fýlgdu Vik- unni lengi. Kynlífbyltingin svolítið erfið fyrir blaðið Við lögðum okkur ffam um að kynna verkefni leikhúsanna mjög vel og reynd- um einnig töluvert að birta bókmennta- legt efni, en það átti ekki heima þar. Við vorum þó með mikið af smásögum eftir nokkuð góða íslenska höfúnda og leituð- um gjarnan til þeirra um að skrifa fyrir okkur og það féll vel inn í rammann. Stefn- an var að Vikan væri heimilisblað og því þurfti hún að ná til sem flestra, enda var hún geysilega útbreidd á tímabili. Kynlífs- byltingin var svolítið erfið fýrir blaðið. Vorum við hvattir til að vera meira í takt við tímann í þeim efnum, en það þýddi ekki því allt ætlaði vitlaust að verða. Áhyggjufullir foreldrar hringdu stöðugt og kvörtuðu yfir þessum ósóma í heimilis- blaðinu. En líklega þættu þetta heldur bragðlausar greinar í dag. Maður kynntist dálítið sérkennilegum hliðum á lífinu sem ritstjóri svona viku- blaðs og stundum nokkuð spaugilegum. Einu sinni man ég eftir því að til mín hringdi virðulegur borgari og hótaði Iög- sókn af því honum fannst forsíðumynd af dóttur sinni ekki nógu góð. Þetta var graf- alvarlegt og viðkvæmt mál meðan á því stóð. Öðru sinni vorum við með vísnasam- keppni og er úrslit höfðu verið kynnt kom maður á minn fund, alveg eyðilagður, og sagðist ekkert skilja í okkur að veita þess- ari vísu verðlaun, hans vísa hafði verið miklu betri. Það var því oft erfitt að gera öllum til hæfis en aldrei vorum við þó sak- aðir um ærumeiðingar. Ég hafði fengið ágæta lexíu hjá læriföður mínum á Alþýðu- blaðinu, áður en ég kom til Vikunnar, og hún er þessi: „Vandi sérhvers ritstjóra er að auka upplag blaðs síns án þess að verða ærulaus maður.“ Þetta er gullvæg regla sem ég hef æ síðan haft í huga.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.