Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 29

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 29
Ég byrjaði með nokkuð sem aldrei hafði verið gert hér áður, en það var að gera út- litsteikningu að hverju blaði. „Setti fyrir sig hvað íjósmyndarinn væri ljótur“ Gísli Sigurðsson, listmálari og ritstjóri Lesbókar Morgun- blaðsins, var ritstjóri Vikunnar á árunum 1959—1967. „Ég var blaðamaður á tímaritinu Sam- vinnunni er þáverandi eigandi Vikunnar, Hilmar A. Kristjánsson, hringdi og bauð mér starf því hann væri búinn að reka rit- stjóra sinn, Jökul Jakobsson. Og þar eð mér hafði alltaf þótt ósköp og skelfmg leiðinlegt að skrifa um blessuð kaupfélög- in, sló ég til. Ritstjórnarskrifstofan var agnarlítil kompa í Steindórsprenti við Tjarnargötu en árið eftir var flutt í betra húsnæði í Skipholti 35. Þarna voru fyrir blaðamennirnir Bragi Kristjónsson, sem nú er fornbókasali, og Jónas Jónasson, sá kunni útvarpsmaður, og ásamt þeim hófst ég strax handa við að breyta Vikunni og gera hana ögn fjörugri. Ég byrjaði líka með nokkuð sem aldrei hafði verið gert hér- lendis, en það var að gera útlitsteikningu að hverju blaði. Áður hafði efninu ein- hvern veginn verið sullað saman í prent- smiðjunni. Einnig gerði ég töluvert að því að handskrifa fyrirsagnir því fyrirsagnaletr- ið var svo óskaplega fátæklegt. En nokkr- um árum síðar var ráðinn sérstakur útlits- teiknari. Snorri Sveinn, nú hjá Sjónvarp- inu, var lengst í því starfi, og þá komst meiri festa á útlit blaðsins. Menn upptendruðust af áhuga og bjartsýni Hilmar var að mörgu leyti merkilegur útgefandi, hann hafði þann sjaldgæfa hæfl- leika að geta kveikt í mönnum þannig að þeir upptendruðust af áhuga og bjartsýni. Á Vikunni var því mjög samheldinn og skemmtilegur hópur. Fljótlega kom til starfa Ólafur nokkur Gaukur hljóðfæraleik- ari og er hann einhver albesti maður sem ég hef unnið með; hann var svo frjór og hugmyndaríkur. Þá kom nokkru síðar Sigurður Hreiðar, sem varð mín hægri hönd lengi vel og seinna ritstjóri. Þar að auki var ég með marga hörkugóða lausa- menn til að skrifa bitastæðar greinar um landsins gagn og nauðsynjar. Helgi Sæ- mundsson var með fastar greinar sem beð- ið var eftir með óþreyju, Stefán Jónsson fréttamaður skrifaði töluvert mikið og meira að segja fékk ég Matthías Jóhannes- sen, ritstjóra Morgunblaðsins, til að skrifa samtalsþætti við Þórberg Þórðarson. Framhaldssögurnar urðu að vera — þá frekar tvær en ein Vikan átti ekki í harðri samkeppni á þessum árum því Fálkinn, sem var eina tímarit sömu tegundar, var með fremur litlu lífsmarki. Samt háði peningaleysi starfseminni, að minnsta kosti lengst fram- an af. Árið 1960 var upplag blaðsins um tíu þúsund en sex eða sjö árum síðar var það komið uipp í sautján þúsund og er það líklega það hæsta sem Vikan hefúr komist í. Trúlega voru ástæðurnar fyrir þessari aukningu meðal annars þær að samkeppni við önnur vikublöð var lítil, sjónvarpið ekki komið til sögunnar og svo það að Vik- an hafl bara verið glettilega gott blað. Auk margra góðra greina var framhaldssaga nokkuð sem varð að vera í hverju blaði og þá ffekar tvær en ein. Oft náðum við í ágætar sögur eins og Bond sögurnar og maraþonsöguna Angelique, sem varð óskaplega vinsæl og gekk alveg endalaust. Pósturinn fékk gífurlegan fjölda bréfa um ástarsorgir og önnur vandræði, sem Loftur heitinn Guðmundsson rithöfúndur sá um að svara, en annars skrifaði hann ýmsar fræðilegar greinar um innlend efúi. Stund- um vorum við með skemmtilegt sprell; gerðum meðal annars svolítið at í menningunni, athuguðum hvað við kæm- umst upp með að brjóta af okkur í umferð- inni og könnuðum viðbrögð fólks við ýms- um hlutum. Uppgötvuðum Maríu Guðmundsdóttur fegruðardrottningu Á mínum fyrstu ritstjórnarárum gerðist Vikan aðili að Fegurðarsamkeppni íslands, ásamt Einari Jónssyni, en þá þótti ekki lengur við hæfi að láta kvenfólkið norpa á pallinum úti í Vatnsmýri. Vegna þess hve illa gekk að finna stúlkur í keppnina fýrst um sinn, fórum við Vikumenn að sækja skemmtistaðina í þeim tilgangi að leita að stúlkum í keppnina. í einni slíkri ferð sáum við stúlku sem hafði eitthvað alveg sérstakt til að bera og eftir að hafa horft á hana í laumi nokkra stund tókum við í okkur kjark og bárum upp erindið. Þessi stúlka var María Guðmundsdóttir, sem síð- an hefúr ffæg orðið. Fegurðarsamkeppnin varð mjög vinsælt efni og margar stúlkurn- ar áttu eftir að gera það gott erlendis. Þegar Vikan varð tuttugu og fimm ára, árið 1963, var að sjálfsögðu gefið út vand- að afmælisblað. Þar var meðal efnis annáll Vikunnar og afar athyglisverð grein um líf- ið á íslandi eftir tuttugu og fimm ár - eða Frh. á bls. 65 25. tbl. 1988 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.